Allir þessir heimar – Barn svikið um mennskuna

Rit­höf­und­ur­inn Auður Jóns­dóttir og blaða­mað­ur­inn Bára Huld Beck fjalla um tyrk­neska rit­höf­und­inn Hakan Günday og bók­ina Meira í nýjum hlað­varps­þætti sem sér­stak­lega er til­eink­aður Bók­mennta­há­tíð Reykja­víkur en Günday verður gestur á hátíð­inni sem haldin verður dag­ana 24. til 27. apríl næst­kom­andi.

Til þess að ræða þennan merki­lega höf­und fengu þær til sín góðan gest, Frið­rik Rafns­son, sem er þýð­andi bók­ar­inn­ar. Þau fóru á djúpið í vanga­veltum sínum um þessa hrika­legu en mögn­uðu bók og fjalla meðal ann­ars um af hverju umfjöll­un­ar­efnið eigi sér­stakt erindi nú á dög­um. Og hvernig þessi heimur smygl­ara­barns­ins, sem virð­ist svo fjarri okk­ur, er í raun hluti af veru­leika okk­ar. 

Tyrk­neski dreng­ur­inn Gaza býr við Eyja­haf­ið. Níu ára gam­all er hann far­inn að aðstoða föður sinn við mansal, að smygla ólög­legum inn­flytj­end­um, með því að gefa þeim mat og skjól áður en þeir freista þess að kom­ast yfir til Grikk­lands. En eina nótt­ina breyt­ist allt. Skyndi­lega er Gaza neyddur til að horfast í augu við hvernig hann ætli sjálfur að kom­ast af.

Á bóka­káp­unni segir að Meira sé áhrifa­mikil og tíma­bær bók um það hvernig stríð, ofbeldi og fólks­flutn­ingar hafi áhrif á dag­legt líf fólks – og einmitt um það er fjallað í hlað­varps­þætti dags­ins.

Auglýsing