Selma Nótt stendur fyrir utan heimili Imbu, konu sem hún þrífur hjá fyrir heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, með stórt pottablóm í fanginu. Hún ætlar að freista þess að Imba sjái um blómið því sjálf er hún að flytja úr landi. Selma ólst upp í Tyrklandi við afar erfiðar aðstæður sem á endanum leiddu hana til Íslands í sjálfboðavinnu. Síðan hún flutti hingað, hefur það kostað hana sleitulausa baráttu og vinnu að fá að búa hér og vinna.
Nú þegar hún hefur loksins fengið ríkisborgararétt, hefur Selma gefist upp á lífinu hér. Mygla í bílskúrnum sem hún leigir sem íbúðarhúsnæði gerði útslagið, en myglan hefur haft erfið áhrif á heilsu hennar og fuglsins hennar Mumma. Leigusalinn bregst ekki við kvörtunum, húsnæðismarkaðurinn er eins og hann er og Selma hefur ákveðið að flytja úr landi og byrja á núllpunkti í nýju landi – aftur.
Selma Nótt stands outside Imba’s home, where she cleans via the Reykjavík city home care service. She holds a large potted plant, hoping that Imba will take care of it – because she’s leaving the country. Selma grew up in rough conditions in Turkey, and ended up volunteering in Iceland. Since she moved here, she’s faced relentless struggle and hard work to be able to stay and work here.
Now, as she finally has an Icelandic citizenship, she’s given up on living here. Mould in the garage, which she rents and where she lives, was the final straw. The mould has affected her health, and that of her parrot, Mummi. The landlord doesn’t respond to complaints, the housing market is as it is and Selma has decided to move abroad to start from scratch in a new country – again.
Umsjón með þættinum hefur Þórunn Hafstað.
Tónlist og hljóð: www.freesound.com
Funky Moon eftir Stefan Kartenberg (CC BY 3.0), Sad heaven piano #3 eftir PSOVOD (CC BY 3.0), Building Tension Instrumental eftir Mooncusser (CC BY 3.0).