Radíó Efling – Selma & Mummi

Selma Nótt stendur fyrir utan heim­ili Imbu, konu sem hún þrí­fur hjá fyrir heima­þjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar, með stórt potta­blóm í fang­inu. Hún ætlar að freista þess að Imba sjái um blómið því sjálf er hún að flytja úr landi. Selma ólst upp í Tyrk­landi við afar erf­iðar aðstæður sem á end­anum leiddu hana til Íslands í sjálf­boða­vinnu. Síðan hún flutti hing­að, hefur það kostað hana sleitu­lausa bar­áttu og vinnu að fá að búa hér og vinna.

Nú þegar hún hefur loks­ins fengið rík­is­borg­ara­rétt, hefur Selma gef­ist upp á líf­inu hér. Mygla í bíl­skúrnum sem hún leigir sem íbúð­ar­hús­næði gerði úts­lag­ið, en myglan hefur haft erfið áhrif á heilsu hennar og fugls­ins hennar Mumma. Leigusal­inn bregst ekki við kvört­un­um, hús­næð­is­mark­að­ur­inn er eins og hann er og Selma hefur ákveðið að flytja úr landi og byrja á núll­punkti í nýju landi – aft­ur.

Selma Nótt stands outside Imba’s home, where she cleans via the Reykja­vík city home care service. She holds a large potted plant, hop­ing that Imba will take care of it – because she’s lea­v­ing the country. Selma grew up in rough conditions in Tur­key, and ended up volun­teer­ing in Iceland. Since she moved here, she’s faced rel­entless struggle and hard work to be able to stay and work here.

Now, as she finally has an Icelandic cit­izens­hip, she’s given up on liv­ing here. Mould in the gara­ge, which she rents and where she lives, was the final straw. The mould has affected her health, and that of her par­rot, Mummi. The landlord doesn’t respond to compla­ints, the hous­ing market is as it is and Selma has decided to move abroad to start from scratch in a new country – aga­in.

Umsjón með þætt­inum hefur Þór­unn Haf­stað.

Tón­list og hljóð: www.freesound.com

Funky Moon eftir Stefan Kar­ten­berg (CC BY 3.0), Sad hea­ven piano #3 eftir PSOVOD (CC BY 3.0), Build­ing Tension Instru­mental eftir Mooncusser (CC BY 3.0).

Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023