Gestur vikunnar kemur langt að þessa vikunna, en Sigrún spjallaði við Leuh Ruppanner sem er dósent í félagsfræði við Háskólann í Melbourne í Ástralíu. Rannsóknaráherslur hennar eru fjölskyldan, kynjafræði og stefnumótun og skoðar hún þessi efni oft í alþjóðlegu samhengi.
Mikið hefur verið rætt um að áhrif COVID-19 séu kynjuð, þar sem konur taka á sig meira álag sem tengist því að líf fjölskyldna hafa farið úr skorðum í faraldrinum. Leah hefur meðal annars skoðað þetta og segir okkur frá helstu niðurstöðum sínum varðandi það sem og öðrum áhugaverðum rannsóknarefnum.