Magnús Már Einarsson, ristjóri Fótbolti.net, er gestur Sparkvarpsins þessa vikuna. Hann spjallar við þá Þorgeir, Þórhall og Árna um fjölmiðla í fótboltaheiminum. Magnús þekkir ekkert annað en að vinna við skrif um fótbolta og hefur starfað við það í fimmtán ár.
Umræða þáttarins snérist um almenna umfjöllun um fótbolta, hlutverk fjölmiðla, þátt Fótbolta.net í að skapa stærri grundvöll fyrir fótboltann á Íslandi. Einnig var farið yfir daglegt starf vefsíðunnar, staðfest-svigann, slúðurfréttir og textalýsingar. Þá veltu þeir því fyrir sér hvort að þetta væri skemmtilegasta fótboltasumar á Íslandi í langan tíma.
Í lokin töluðu þeir við Magnús um feril hans með Aftureldingu í annari deildinni, félagsskiptagluggann á Íslandi og hvort setja ætti reglur um fjölda erlendra leikmanna.
Þátturinn er fyrsti hluti af syrpu þeirra Sparkvarpsmanna um íslenska boltann. Í syrpunni verður fjallað sérstaklega um fjölmiðla, dómara, stuðningsmenn og stjórnarmenn liða í íslenskri knattspyrnu.