#sparkvarpið

Hlutverk fjölmiðla í fótbolta – Viðtal við Magnús Má

Magnús Már Ein­ars­son, rist­jóri Fót­bolt­i.­net, er gestur Sparkvarps­ins þessa vik­una. Hann spjallar við þá Þor­geir, Þór­hall og Árna um fjöl­miðla í fót­bolta­heim­in­um. Magnús þekkir ekk­ert annað en að vinna við skrif um fót­bolta og hefur starfað við það í fimmtán ár.

Umræða þátt­ar­ins snérist um almenna umfjöllun um fót­bolta, hlut­verk fjöl­miðla, þátt Fót­bolta.­net í að skapa stærri grund­völl fyrir fót­bolt­ann á Íslandi. Einnig var farið yfir dag­legt starf vef­síð­unn­ar, stað­fest-svig­ann, slúð­ur­fréttir og texta­lýs­ing­ar. Þá veltu þeir því fyrir sér hvort að þetta væri skemmti­leg­asta fót­bolta­sumar á Íslandi í langan tíma.

Í lokin töl­uðu þeir við Magnús um feril hans með Aft­ur­eld­ingu í ann­ari deild­inni, félags­skipta­glugg­ann á Íslandi og hvort setja ætti reglur um fjölda erlendra leik­manna.

Þátt­ur­inn er fyrsti hluti af syrpu þeirra Sparkvarps­manna um íslenska bolt­ann. Í syrp­unni verður fjallað sér­stak­lega um fjöl­miðla, dóm­ara, stuðn­ings­menn og stjórn­ar­menn liða í íslenskri knatt­spyrnu.

Auglýsing