Sparkvarpið bauð upp á tvennu í þætti vikunnar en þeir Árni Þórður Randversson og Þórhallur Valsson sáu um hann. Þeir fjölluðu um tvö lið sem lifðu í „draumi“ um stutt skeið áður en að raunveruleikinn blasti við þeim. Leeds United er eitt af þekktari liðum Bretlands þó að það hafi ekki verið í efstu deild í nokkur ár. Fjallað var um gullaldarár Liðsins undir stjórn Don Revie á 7. og 8. áratugnum en þá unnu Leeds deildina m.a. tvisvar. Um aldarmótin var Leeds United eitt af bestu liðum Evrópu og komst alla leið í undanúrslit meistaradeildarinnar en datt út á móti sterku liði Valencia. Gengi liðsins hefur verið hræðilegt eftir það og verður rætt um ýmsar ástæður af hverju það gerðist.
Lazio er lið sem spilar í Róm á Ítalíu og vann Serie A árið 2000 á ótrúlegan hátt. Peningar, spilling, Cragnotti og frábær leikmannahópur liðsins er tekið fyrir í þættinum. Hvernig gat Lazio unnið deildina á þeim tíma sem ítalski boltinn var líklega sá sterkasti í Evrópu?