Í þætti vikunnar ræddu þeir Þórhallur og Þorgeir um núverandi ofur kynslóð belgíska landsliðiðsins. Fótboltasaga þjóðarinnar er ekki upp á marga fiska en Belgarnir komust þó í úrslitaleik EM árið 1980 og í undanúrslit á HM 1986. Á stuttum tíma hafa þeir sett
sig í hóp bestu landsliða í heimi og sitja í 5. Sæti á Heimslista FIFA nokkrum mánuðum fyrir stórmótið í Rússlandi.
Strákarnir fóru yfir hvað hefði breyst í belgískum fótbolta og mögulegar ástæður fyrir þessum mikla viðsnúningi á stuttum tíma en fyrir HM 2014 hefðu þeir ekki komist á stórmót í 12 ár. Það var þá sem að knattspyrnusamband Belgíu gerði miklar áherslubreytingar í nálgun
sinni á þjálfun í yngri flokkum og settu upp viðamikla rannsóknarstofu og fótbolta aðsetur í Tubize.
Auk þess að tala um landsliðið ræddu strákarnir um nokkur félagslið í Belgíu og fyrirkomulag belgísku deildarinnar en hún er ein sú flóknasta í Evrópu.