2.000 tómar íbúðir og húsnæðisekla

einb.hus_.m.tr_.ppum_.jpg
Auglýsing

Í Reykjanesbæ standa upp undir 2.000 íbúðir tómar.Þær eru af ýmsum gerðum í ein- og fjölbýli og eru samtals um helmingur af öllu auðu og íbúðarhæfu húsnæði landsins. Ótaldar eru þó ófullgerðar byggingar á svæðinu.

Eignir þessar standa landfræðilega á tiltölulega afmörkuðu svæði. Hlutfallslega samsvarar fjöldi þeirra því að tugþúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu mitt í æpandi húsnæðiseklu.

almennt_22_05_2014

Auglýsing

Þetta ástand hefur varað allt frá hruni, þegar loftið lak úr íslensku fasteignabólunni. Viðbrögð bæjaryfirvalda hafa verið í skötulíki, þó að fólk í húsnæðis­hraki hafi fjölgað á tímabilinu. Bæjaryfirvöld hafa ekki umráðavald yfir eignunum. Ástandið fær litla um­fjöllun í fjölmiðlum og umræðan á svæðinu rétt fyrir kosningar er jafn flatneskjuleg og flugbrautirnar á vellinum.

tom blokk

Hagfræðingar, sumir með Nóbelsgráðu, hafa dásamað íslensku leiðina út úr efnahagshruninu. Þeir lenda í Keflavík, taka rútuna í bæinn og halda fyrirlestra sína í Hörpunni.
Yrðu niðurstöður þeirra eins ef þeir stöldruðu aðeins lengur við í Keflavík? Færu í bíltúr einn eftirmiðdag og teldu tómar íbúðir og einbýlishús? Keflavík er á sinn hátt svar Íslands við Detroit í Bandaríkjunum. Borgin laðar að sér ljósmyndara alls staðar að sem taka myndir af tómum húsum. Í Keflavík eru hæg heimatökin og yfrið nóg myndefni örstutt frá flugvellinum. Hægt væri að selja ljósmyndaferðir um svæðið. Af nógu er að taka. Meðfylgjandi myndir eru frá Styrmi Barkarsyni. Hann tók yfir 300 myndir á nokkrum dögum. Þær voru að fjölda til aðeins toppurinn á ísjakanum.

no 28 fjölbýli

Leiðsögumaður í ljósmyndaleiðangrinum þarf að útskýra fyrir útlendingum hvernig standi á neyðarástandi á leigumarkaði þar sem þúsundir íbúða standa auðar. Svæðið er íslenska efnahagsundrið fyrir og eftir hrun í hnotskurn. Þar er grafhvelfing „Græða á daginn, grilla á kvöldin“. Líkið af sparisjóðnum og féhirðinum. Beinagrindin af rafmagnslausa álverinu. Múmían af innhverfri einkavæðingu. Og síðast en ekki síst: Upp undir tvö þúsund íbúðir sem lánastofnanir láta grotna niður heilu og hálfu áratugina. Barnafjölskyldur á svæðinu í húsnæðishraki koma að luktum dyrum alls staðar í kerfinu. Þau sem hafa misst húsnæði sitt og lent á vanskilaskrá eru læst út í kuldanum. Kerfið yppir öxlum. Íslensk húsnæðispólítík eftir hrun.

no 11 bárujárnshús

Fengi svæðið efnahagslegt heilbrigðisvottorð frá Hörpuhagfræðingunum? Eða þarf að endurskoða hagfræðina?

Til að sjá fleiri myndir af tómum húsum í Reykjanesbæ smelltu hér.

Greinin birtist fyrst í nýjasta Kjarnanum. Lestu hann hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None