Af hjólreiðum, einka­bílnum og meintri aðför

000_Par7821745.jpg
Auglýsing

Það er margt í opinberri umræðu sem ég hreinlega skil ekki. Eitt af því er hin svokallaða aðför að einkabílnum og öll umræðan í kringum það. Jón Gnarr, fráfarandi borgarstjóri, var í áhugaverðu viðtali á Vísi í síðustu viku. Þar talaði hann m.a. um að það sem hefði komið honum einna mest á óvart í starfi sínu sem borgarstjóri væri hversu mikill mótvindur hefði verið með gerð hjólreiðastíga. Það þarf svo ekki annað en að skima yfir kommentakerfið sem fylgir viðtalinu til þess að sjá að þessi andstaða er enn mjög lifandi. Skemmst er líka að minnast umræðunnar um Borgartúnið frá því fyrr í vor.

Af hverju þessi heift?


Ég skil ekki þessa heift í umræðunni. Af hverju er slæmt fyrir einhvern, sama hvaða samgöngumáta sá einstaklingur kýs, ef fleiri hjóla? Kona sem keyrir allra sinna ferða ætti að gleðjast yfir því þegar fleiri hjóla, þá ætti að vera meira pláss á götunum, fleiri bílastæði við áfangastað hennar o.s.frv. Karlmaðurinn sem hjólar allra sinna ferða gleðst væntanlega yfir bættumpassamynd hjólreiðastígum. Ég held þó að við séum flest þannig að við viljum geta valið hvaða samgöngumáta við notum hverju sinni enda eru þeir ólíkir og hafa allir ákveðna kosti og galla. Ég elska strætó, bílinn minn og hjólið mitt. Síðustu ár hef ég lengst af búið við þann lúxus að stunda nám og vinnu mjög nálægt heimili mínu, bjó í miðbænum og gekk í Háskóla Íslands. Núna bý ég í Fossvoginum og vinn á Stórhöfða, rétt við Grafarvoginn.

Þegar ég byrjaði að vinna þar keypti ég mér bíl. Minn fyrsta bíl. Það var svo sem eðlilegt, ég á líka oft erindi út í bæ vinnu minnar vegna og þá er einkabíllinn fínn ferðamáti. Líka í alls konar annað. Ég hef ekki orðið vör við að það sé ómögulegt að vera á einkabíl í borginni, en ég á það reyndar til að vera svolítið utan við mig. Strætó er líka frábær ferðamáti, t.d. ef ég er að fara að drekka bjór með vinum mínum niðri í bæ. Ég hef heldur ekki orðið vör við það hvað strætókerfið er ömurlegt, eins og heyrist oft í opinberri umræðu.

almennt_22_05_2014

Reykjavík er frábær hjólaborg


Fyrir nokkrum vikum keypti ég mér nýtt hjól og hef síðan þá reynt að nota það sem mest, þegar það hentar mér. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Reykjavík er orðin frábær hjólaborg. Ég hjóla úr Fossvoginum upp á höfða um yndislegt umhverfi Elliðaárvoganna og Grafarvogsins. Ég hjóla í Vesturbæjarlaugina og niður í bæ framhjá Nauthólsvíkinni og flug­vellinum og á hverjum degi finn ég einhvern nýjan snilldarstað í borginni sem ég hefði aldrei fundið án þess að vera á hjóli. Stemningin á hjólastígunum minnir mig stundum helst á Kaupmannahöfn, eina af mínum uppáhaldsborgum. Allir brosandi glaðir á hjólunum sínum, sumir í gulum vestum með endurskinsmerki, aðrir með kaffibolla á stýrinu og með blóm í körfunni. Teljarinn á Suðurlandsbrautinni hjálpar líka til, ég hvet alla til að hjóla þar framhjá af því það er svo gaman. Ég var nr. 722 þann dag í síðustu viku sem ég átti leið þar hjá.

Gefum breytingum séns


Ég reyndi að grúska aðeins í tölum varðandi kostnað við gatnakerfið og hjólastígakerfið þegar ég var að skrifa þessa grein. Það hafa verið skrifaðar heilu skýrslurnar um þetta en samt erum við ennþá að rífast um þetta. Það blasir náttúru­lega bara við að hjólastígakerfið er miklu ódýrara en gatnakerfið, maður þarf ekki að vera verk­fræðingur til að átta sig á því. Í hjólreiða­áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2010-2020 segir að á þessu 10 ára tímabili muni sparast 7,3 milljarðar í viðhaldi gatna­kerfisins. Á árinu 2014 á að eyða 500 milljónum í göngu- og hjólastíga og það á að gera alveg helling. Ætli upphæðin hafi ekki verið svipuð síðustu ár? Þetta eru ekki miklir peningar fyrir þessa gríðarlegu bót á hjólreiðastígakerfinu og lífsgæðum borgar­búa og gesta borgarinnar. Getum við ekki allavega gefið þessu séns, sparað aðeins heiftina og þá kannski leysast allar umferðarteppurnar sem fara í taugarnar á þeim sem kvarta bara af sjálfu sér? Við ættum öll að geta notið borgarinnar okkar og þess sem hún býður upp á, sama hvernig við kjósum að ferðast.

Auglýsing

Höfundur er félagi í Samtökum um bíllausan lífsstíl.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None