Eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga, þá gæti komið til þess að álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík lokaði, ef ekki tekst að semja í kjaradeilu við starfsmenn sem hefst 2. desember. Óhjákvæmilegt væri þá að stöðva framleiðslu í álverunni.
Það verður að segjast alveg eins og er, að það er ekki trúverðug skýring að álverunni verði lokað fyrir fullt og allt, ef kjaradeilan leiðir til verkfalls. Ákvörðunin hlýtur að vera stærri en svo, að kjaradeila ráði úrslitum.
Miklu frekar er það heildar endurskipulagning Rio Tinto á heimsvísu, á sinni álframleiðslu, sem skiptir þar sköpum. Á síðustu sex árum hefur fyrirtækið lokað tveimur álverum og selt eignarhluti í fjórum til viðbótar. Í ljósi erfiðleika sem nú eru í áliðnaði í heiminum, þar sem lágt verð og mikið offramboð er að gera álframleiðendum lífið leitt, þá ætti endurskoðun á framleiðslu í Straumsvík ekki að vera órökrétt, en álverið telst lítið í alþjóðlegum samanburði, en stærðarhagkvæmni er verulega ákjósanleg í áliðnaði.
Ef allt færi á versta veg, og álverið lokaði, sem sannarlega er engin óskastaða og ljóst að margir myndu missa vinnuna vegna þessa, þá gæti Landsvirkjun hugsanlega átt leik á borði, og stjórnvöld þar með.
Það er að flýta undirbúningsvinnu vegna sæstrengs eins og kostur er, og nýta þá orku sem myndi losna um með þessu hætti, til að selja til Bretlands. Þá þyrfti ekki að fara út í nýjar umdeildar virkjanir, nema þá í minna mæli en rætt hefur verið um að undanförnu, og margfalt hærra verð fengist fyrir orkuna en nú, almenningi til hagsbóta.
Síðan er vitað að Landsvirkjun og Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls í Grundartanga, hafa ekki náð saman um framlengingu á raforkusamningi sem rennur út 2019.
Hugsanlega gæti þetta stutt enn frekar við þá aðgerð, að selja raforkuna frekar um sæstreng en til álveranna...