Fornir fjendur takast á á fríblaðamarkaði

jon-asgeir-3.jpg
Auglýsing

Það er margt sem hefur komið meira á óvart en sú gagn­rýni nýverið var sett fram á Gunnar Smára Egils­son í nafn­lausa pistla­dálknum „Stjórn­ar­mað­ur­inn“ í Frétta­blað­inu. Frá því að pistla­dálk­ur­inn hóf göngu sína hef­ur inni­hald hans verið mjög keim­líkt þeim mál­flutn­ingi sem Jón Ásgeir Jóhann­es­son, eig­in­maður eig­anda 365 og áhrifa­maður innan fyr­ir­tæk­is­ins, hefur haldið fram á opin­berum vett­vangi und­an­far­in. Í þeim hafa t.d. dómar í hrun­málum og sú end­ur­skipu­lagn­ing á við­skipta­líf­inu sem átt hefur sér stað eftir hrun verið harð­lega gagn­rýnd. Flestir á sem starfa á rit­stjórn 365 hafa enga hug­mynd um hver skrifar pistl­ana. 

Gunnar Smári og Jón Ásgeir hafa átt sínar rimmur á und­an­förnum árum. Sá fyrr­nefndi skrif­aði t.d. grein í Morg­un­blaðið 11. nóv­em­ber 2008 þar sem hann sagði þann síð­ar­nefnda hafa skuldað meira en eitt þús­und millj­arða króna. Greinin vakti mikla athygli, enda höfðu Gunnar Smári og Jón Ás­geir verið sam­starfs­menn um nokk­urra ára skeið. Saman byggðu þeir upp alþjóð­leg­t ­fjöl­miðla­veldi sem inni­hélt meðal ann­ars Frétta­blaðið og aðra miðla 365, NFS ,Ny­hedsa­visen og Boston Now. Sam­an­lagt tap vegna þessa ævin­týris var sag­t margir millj­arðar króna. Jón Ásgeir svar­aði grein­inni og sagði hana ósanna. Hann skuld­aði bara um 900 millj­arða króna.

Í síð­asta „Stjórn­ar­manni“ var Gunnar Smári síðan gagn­rýnd­ur ­fyrir að fara illa með fé, en þá hafði nýverið verið til­kynnt að hann hefð­i á­samt með­fjár­festum keypt Frétta­tím­ann og ætl­aði í harð­ari sam­keppni á frí­blaða­mark­aði við Frétta­blað 365. Með­fjár­fest­arnir eru Sig­urður Gísli Pálma­son úr Hag­kaups­fjöl­skyld­unni og við­skipta­fé­lag­arnir Árni Hauks­son og Hall­björn Karls­son.  

Auglýsing

Og það er ekki bara Gunnar Smári úr þessum fjár­festa­hópi sem Jón Ásgeir hefur tek­ist á við á und­an­förnum árum.

Í Ævin­týra­eyj­unni, bók Ármanns Þor­valds­son­ar, fyrrum for­stjóra ­Kaupt­hing Sin­ger&Fried­land­er, er aðdrag­anda slæms sam­bands Sig­urðar Gísla, og bróður hans Jóns, við Jón Ásgeir lýst. Þar segir að upp­hafið hafi ver­ið vilji Jóns Ásgeirs til að taka yfir Hag­kaup, þá fjöl­skyldu­fyr­ir­tækis bræðranna, í stað þess að smá­söluris­inn Hag­kaup tæki yfir Bón­us, sem var þá í eigu Jóns Ás­geirs. Á end­anum gengu áform Jóns Ásgeirs eft­ir, með aðstoð Kaup­þings. Ármann ­segir þessa þróun mála „og ást­ar­sam­band Jóns Ásgeirs og Hag­kaups­dótt­ur­inn­ar, Ingi­bjarg­ar, en þau gift­ust síð­ar, [hafa orð­ið] til þess að sam­band hans og bræðr­anna versn­aði. Á enda­spretti kaupanna var orðið svo kalt á milli þeirra að Jón Ásgeir gat ekki lagt bílnum sínum fyrir utan skrif­stofur okk­ar. Bræð­urn­ir ­neit­uðu að stíga fæti inn í húsið ef þeir vissu af honum þar. Þetta leidd­i einnig til sundr­ungar milli systr­anna [Ingi­bjargar og Lilju] ann­ars vegar og bræðr­anna hins veg­ar. Nokkrum árum síðar unnum við fyrir syst­urnar þegar ver­ið var að skipta eignum milli þeirra og bræðr­anna. Þá gátum við ekki einu sinn­i ­fengið þau öll inn í sama her­bergið til að skrifa undir samn­ing­inn. Sem bet­ur ­fer dró úr ósætt­inu með tím­anum og sam­skiptin milli systk­in­anna og Jóns Ásgeir­s ­bötn­uð­u“.

Árni Hauks­son og Jón Ásgeir hafa lík­a eldað grátt silfur sam­an. Árni var á meðal eig­anda 365 miðla fyrir hrun og sat í stjórn félags­ins. Þegar staða 365 var orðin þannig, í nóv­em­ber 2008, að ­fé­lagið gat ekki staðið við gjald­daga sem var framundan ákvað stjórn þess að ­selja alla fjöl­miðla 365 til nýs félags í eigu Jóns Ásgeirs, sem hét Rauð­sól, á 1,4 millj­arða króna.  Þessi ákvörðun var ­tekin á stjórn­ar­fundi 365 sem hald­inn var í hádeg­inu 1. nóv­em­ber 2008. Fyr­ir­ fund­inn hitt­ust allir stjórn­ar­menn utan Árna á fundi fyrir fund­inn. Salan var ­síðan afgreidd með öllum atkvæðum stjórn­ar­manna nema Árna, sem kom á fram­færi ­mót­mælum sínum og sagði sig siðan úr stjórn­inni. Hann rök­studdi ákvörðun sína meðal ann­ars með því að hann teldi gjörn­ing­inn lög­brot. Sú ákvörðun var ekki vin­sæl á með­al­ ann­arra stjórn­ar­manna hjá 365 á þeim tíma.

Nokkrum árum síð­ar, snemma árs 2013, þurftu hinir stjórn­ar­menn­irnir: Jón Ásgeir, Pálmi Har­alds­son, Magnús Ármann og Þor­steinn M. Jóns­son að greiða sjóði í eigu Lands­bank­ans tugi millj­óna króna fyrir að falla frá­ skaða­bóta­máli á hendur sér vegna söl­unnar á fjöl­miðlum 365. Sjóð­ur­inn var einn ­kröfu­hafa gamla 365, sem var sett í þrot og kröfu­hafar þess töp­uðu 3,7 millj­örðum króna.

Ofan á allt annað keypti Árni, ásamt við­skipta­fé­lög­um sín­um, stóran hlut í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki Jóns Ásgeirs, Hög­um, á árinu 2011 og hagn­að­ist gríð­ar­lega vel á þeirri fjár­fest­ingu.

Í ljósi þeirrar for­sögu sem er til staðar milli nýrra eig­enda Frétta­tím­ans og eig­in­manns aðal­eig­anda Frétta­blaðs­ins munu átök á frí­blaða­mark­aðnum á kom­andi miss­erum því lík­ast til vera enn harð­ari en ella. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None