Fornir fjendur takast á á fríblaðamarkaði

jon-asgeir-3.jpg
Auglýsing

Það er margt sem hefur komið meira á óvart en sú gagnrýni nýverið var sett fram á Gunnar Smára Egilsson í nafnlausa pistladálknum „Stjórnarmaðurinn“ í Fréttablaðinu. Frá því að pistladálkurinn hóf göngu sína hefur innihald hans verið mjög keimlíkt þeim málflutningi sem Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður eiganda 365 og áhrifamaður innan fyrirtækisins, hefur haldið fram á opinberum vettvangi undanfarin. Í þeim hafa t.d. dómar í hrunmálum og sú endurskipulagning á viðskiptalífinu sem átt hefur sér stað eftir hrun verið harðlega gagnrýnd. Flestir á sem starfa á ritstjórn 365 hafa enga hugmynd um hver skrifar pistlana. 

Gunnar Smári og Jón Ásgeir hafa átt sínar rimmur á undanförnum árum. Sá fyrrnefndi skrifaði t.d. grein í Morgunblaðið 11. nóvember 2008 þar sem hann sagði þann síðarnefnda hafa skuldað meira en eitt þúsund milljarða króna. Greinin vakti mikla athygli, enda höfðu Gunnar Smári og Jón Ásgeir verið samstarfsmenn um nokkurra ára skeið. Saman byggðu þeir upp alþjóðlegt fjölmiðlaveldi sem innihélt meðal annars Fréttablaðið og aðra miðla 365, NFS ,Nyhedsavisen og Boston Now. Samanlagt tap vegna þessa ævintýris var sagt margir milljarðar króna. Jón Ásgeir svaraði greininni og sagði hana ósanna. Hann skuldaði bara um 900 milljarða króna.

Í síðasta „Stjórnarmanni“ var Gunnar Smári síðan gagnrýndur fyrir að fara illa með fé, en þá hafði nýverið verið tilkynnt að hann hefði ásamt meðfjárfestum keypt Fréttatímann og ætlaði í harðari samkeppni á fríblaðamarkaði við Fréttablað 365. Meðfjárfestarnir eru Sigurður Gísli Pálmason úr Hagkaupsfjölskyldunni og viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson.  

Auglýsing

Og það er ekki bara Gunnar Smári úr þessum fjárfestahópi sem Jón Ásgeir hefur tekist á við á undanförnum árum.

Í Ævintýraeyjunni, bók Ármanns Þorvaldssonar, fyrrum forstjóra Kaupthing Singer&Friedlander, er aðdraganda slæms sambands Sigurðar Gísla, og bróður hans Jóns, við Jón Ásgeir lýst. Þar segir að upphafið hafi verið vilji Jóns Ásgeirs til að taka yfir Hagkaup, þá fjölskyldufyrirtækis bræðranna, í stað þess að smásölurisinn Hagkaup tæki yfir Bónus, sem var þá í eigu Jóns Ásgeirs. Á endanum gengu áform Jóns Ásgeirs eftir, með aðstoð Kaupþings. Ármann segir þessa þróun mála „og ástarsamband Jóns Ásgeirs og Hagkaupsdótturinnar, Ingibjargar, en þau giftust síðar, [hafa orðið] til þess að samband hans og bræðranna versnaði. Á endaspretti kaupanna var orðið svo kalt á milli þeirra að Jón Ásgeir gat ekki lagt bílnum sínum fyrir utan skrifstofur okkar. Bræðurnir neituðu að stíga fæti inn í húsið ef þeir vissu af honum þar. Þetta leiddi einnig til sundrungar milli systranna [Ingibjargar og Lilju] annars vegar og bræðranna hins vegar. Nokkrum árum síðar unnum við fyrir systurnar þegar verið var að skipta eignum milli þeirra og bræðranna. Þá gátum við ekki einu sinni fengið þau öll inn í sama herbergið til að skrifa undir samninginn. Sem betur fer dró úr ósættinu með tímanum og samskiptin milli systkinanna og Jóns Ásgeirs bötnuðu“.

Árni Hauksson og Jón Ásgeir hafa líka eldað grátt silfur saman. Árni var á meðal eiganda 365 miðla fyrir hrun og sat í stjórn félagsins. Þegar staða 365 var orðin þannig, í nóvember 2008, að félagið gat ekki staðið við gjalddaga sem var framundan ákvað stjórn þess að selja alla fjölmiðla 365 til nýs félags í eigu Jóns Ásgeirs, sem hét Rauðsól, á 1,4 milljarða króna.  Þessi ákvörðun var tekin á stjórnarfundi 365 sem haldinn var í hádeginu 1. nóvember 2008. Fyrir fundinn hittust allir stjórnarmenn utan Árna á fundi fyrir fundinn. Salan var síðan afgreidd með öllum atkvæðum stjórnarmanna nema Árna, sem kom á framfæri mótmælum sínum og sagði sig siðan úr stjórninni. Hann rökstuddi ákvörðun sína meðal annars með því að hann teldi gjörninginn lögbrot. Sú ákvörðun var ekki vinsæl á meðal annarra stjórnarmanna hjá 365 á þeim tíma.

Nokkrum árum síðar, snemma árs 2013, þurftu hinir stjórnarmennirnir: Jón Ásgeir, Pálmi Haraldsson, Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson að greiða sjóði í eigu Landsbankans tugi milljóna króna fyrir að falla frá skaðabótamáli á hendur sér vegna sölunnar á fjölmiðlum 365. Sjóðurinn var einn kröfuhafa gamla 365, sem var sett í þrot og kröfuhafar þess töpuðu 3,7 milljörðum króna.

Ofan á allt annað keypti Árni, ásamt viðskiptafélögum sínum, stóran hlut í fjölskyldufyrirtæki Jóns Ásgeirs, Högum, á árinu 2011 og hagnaðist gríðarlega vel á þeirri fjárfestingu.

Í ljósi þeirrar forsögu sem er til staðar milli nýrra eigenda Fréttatímans og eiginmanns aðaleiganda Fréttablaðsins munu átök á fríblaðamarkaðnum á komandi misserum því líkast til vera enn harðari en ella. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None