Ástæða til að spyrja spurninga um eignaumsýslu ESÍ - Stenst hún lög?

Bjarni og Már
Auglýsing

Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ) vinnur nú að því að selja frá sér eign­ir. Fjórir fjár­festa­hópar munu ganga til við­ræðna um kaup á öllum eignum Hildu, dótt­ur­fé­lags ESÍ.

Hóp­arnir fjórir voru settir saman af fjár­mála­fyr­ir­tækj­unum Arct­ica Fin­ance, Virð­ingu, Kviku fjár­fest­ing­ar­banka (sam­ein­aður banki Straums og MP banka) og ALM Verð­bréf­um. Þetta kom fram í DV  á dög­un­um.

Hilda á 364 fast­eignir sem bók­færðar eru á 6,6 millj­arða króna, 387 útlán (til 260 lán­tak­enda) og önnur skulda­bréf sem metin eru á 5,7 millj­arða króna og hand­bært fé/­kröfur upp á 2,9 millj­arða króna. 

Auglýsing

Hilda á alls sex dótt­ur­fé­lög og hjá félag­inu starfa 13 starfs­menn. Það hagn­að­ist um 1,5 millj­arð króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins og mun­aði þar lang­mestu um hreinar rekstr­ar­tekj­ur, sem eru sala eigna og lána á tíma­bil­in­u. 

Auk þess námu leigu­tekjur 139 millj­ónum króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins.

Þessi eigna­um­sýsla ESÍ er athygl­is­verð. Eins og Kjarn­inn hefur áður fjallað um, þá mætti Seðla­banki Íslands ganga mun lengra í því að selja frá sér eignir með gagn­sæi að leið­ar­ljósi, einkum meðan sölu­ferlið er í gangi. Almenn­ingur á þessar eign­ir, og það verður allt að þola dags­ljósið í þessum efn­um, á meðan á sölu­ferl­inu stend­ur. Það er ekki nóg að opna dyrnar eftir á.

Vafa­laust er ekki mik­ill vilji til þess að stór­felldir efna­hags­brota­glæpa­menn kaupi þessar eignir í gegnum and­lits­laus félög, svo dæmi sé tek­ið. En slíkt getur ger­st, ef ekki er passað upp á ferl­ið. Það heyrir meira upp á Alþingi en Seðla­banka Íslands, að skapa almenni­legan lag­ara­mma um þetta ferli.

Það verður að telj­ast und­ar­legt, að ESÍ telji sig geta stundað eigna­um­sýslu sem þessa í ljósi athuga­semda sem komið hafa fram frá Umboðs­manni Alþing­is. Hann hefur sagt, að Seðla­banki Íslands hafi ekki haft skýra laga­heim­ild til þess að flytja verk­efni til ESÍ í upp­hafi. Ef þetta er rétt hjá Umboðs­manni, þá er ljóst að ESÍ er á afar veikum laga­grunni að stunda tug­millj­arða við­skipti með eignir almenn­ings, og ætti frekar að fara sér rólega í þess­ari eigna­sölu en hitt, á meðan laga­legur grund­völlur stofn­unar ESÍ er óljós. 

Athuga­semdir Umboðs­manns, er varða ýmsa aðra þætti sem snerta rann­sókn­ar- og eft­ir­lits­hlut­verk bank­ans í gjald­eyr­is­mál­um, eftir að fjár­magns­höftum var komið á í nóv­em­ber 2008, eru grafal­var­legar og full ástæða til að velta við hverjum steini í leit að sann­leik­anum í þeim efn­um.

Annað er síð­an, að sporin hræða þegar kemur að laga­legum álita­málum er varða ýmis­legt sem Seðla­banki Íslands á að hafa eft­ir­lit með og fram­kvæma. Til dæmis fór það algjör­lega fram­hjá helstu lög­spek­ingum bank­ans, þegar heill lána­flokkur í íslenska banka­kerf­inu upp á mörg hund­ruð millj­arða var ólög­leg­ur, það er geng­is­tryggð lán í krón­um. Hæsti­réttur hefur stað­fest að slíkur lána­flokkur var ólög­legur með end­ur­teknum dóm­um.

Helstu lög­fræð­ingar bank­ans greindu þetta ekki, þrátt fyrir skýrt eft­ir­lits­hlut­verk sitt og að lögum sam­kvæmt eigi bank­inn að stuðla að fjár­mála­stöð­ug­leika og hafa eft­ir­lit með hon­um. Sann­ar­lega varð­aði umfang þess­ara lána í banka­kerf­inu fjár­mála­stöð­ug­leika, eins og óþarft er að hafa mörg orð um, í ljósi hins for­dæma­lausa hruns banka­kerf­is­ins dag­ana 7. til 9. októ­ber 2008.

Nú þegar vel rök­studd atriði, sem varða laga­leg álita­efni um eigna­um­sýslu á vegum ESÍ, eru komin fram, ætti bank­inn að fara sér hægt, og setja almanna­hag í fyr­ir­rúm. Hafa öll atriði upp á borð­um, um hvaða eignir er verið og selja og hvaða ein­stak­ling­ar, sjóðir og fyr­ir­tæki hafa áhuga á þeim.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None