Árið 2015 gert upp - Hugsum til þeirra sem eiga um sárt að binda

Halldór Halldórsson
Auglýsing

Þegar litið er yfir árið 2015 út frá borg­ar­mál­unum kem­ur ­rekstur borg­ar­innar óneit­an­lega upp sem eitt af stóru mál­un­um. Þeir 9 borg­ar­full­trúar frá fjórum flokkum sem mynd­uðu meiri­hlut­ann í Reykja­vík­ur­borg á síð­asta ári hafa ekki náð tökum á rekstri borg­ar­sjóðs. Þau tóku við slæmu eig­in ­búi því Sam­fylk­ing og Björt fram­tíð/Besti flokk­ur­inn voru í meiri­hluta 2010-2014 og ráku borg­ina með tapi öll fjögur árin. Nú hafa þau bætt um bet­ur ­með áfram­hald­andi rekstr­ar­tapi en hærri töl­um. Skuldir borg­ar­sjóðs aukast um 30% á tveimur árum.

Þegar þetta er rætt hefur borg­ar­stjóri iðu­lega bent á að öll sveit­ar­fé­lög eigi í rekstr­ar­vand­ræð­um. Sem er rétt að hluta til. Rekst­ur ann­arra sveit­ar­fé­laga hefur þyngst en þegar borgin er borin saman við önn­ur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kemur hún verst út. Og það ætti auð­vitað ekki að þurfa að bera Reykja­vík­ur­borg saman við neitt annað sveit­ar­fé­lag á Ísland­i því hún er svo risa­stór miðað við öll hin íslensku sveit­ar­fé­lögin og ætti að vera lang­best rekna sveit­ar­fé­lag­ið. Við í minni­hlut­anum ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa meiri­hlut­anum að rétta rekst­ur­inn við enda skylda okk­ar ­gagn­vart borg­ar­bú­um. Verst hvað þau eru gjörn á að fella til­lögur frá okk­ur.

Hinir óspjöll­uðu Píratar

Og talandi um meiri­hlut­ann í Reykja­vík. Píratar eru í meiri­hlut­anum en það virð­ist oft koma fólki á óvart því Píratar eiga að vera að öllu leyti svo óspjall­aðir í stjórn­mál­un­um. Jæja a.m.k. taka Píratar þátt í á­kvörð­unum meiri­hlut­ans í Reykja­vík. Sama hvort það er að hlusta ekki á varn­að­ar­orð varð­andi skipu­lags­mál Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, hvað þá að taka mark á stærst­u und­ir­skrift­ar­listum sem um getur í skipu­lags­mál­um. Eða taka ákvörðun um að skerða þjón­ustu við eldri borg­ara í sumum hverfum en öðrum ekki. Eða að snið­ganga vörur frá Ísr­ael sem meiri­hlut­inn sam­þykkti reyndar að lokum að ­draga til baka eftir að við borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins feng­um auka­fund í borg­ar­stjórn. Eða enda­laust klúður í ferða­þjón­ustu fatl­aðs fólks og ­mál­efni tón­list­ar­skól­anna í borg­inni. Þetta eru bara nokkur dæmi um illa unn­in verk­efni. Það er ekki enda­laus ánægja með þennan meiri­hluta og rétt að rifja upp að hann er skip­aður borg­ar­full­trúum úr Sam­fylk­ingu, Bjartri fram­tíð, Vinstri grænum og Píröt­um.

Auglýsing

Mál­efni fatl­aðs fólks

Mjög jákvætt var að samn­ingar skyldu að lokum nást milli­ sveit­ar­fé­laga og rík­is­ins um rétta hlut­deild sveit­ar­fé­laga í tekjum hins opin­ber­a til að reka mála­flokk fatl­aðs fólks en það verk­efni kom til sveit­ar­fé­lag­anna árið 2011. Það kom í hlut und­ir­rit­aðs að fara fyrir þeim samn­ingum f.h. sveit­ar­fé­lag­anna og tel ég að vel hafi tek­ist að lok­um. Samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður fyrir stuttu við stutta en hátíð­lega athöfn í Þjóð­menn­ing­ar­hús­in­u við Hverf­is­götu. Með honum mun rekstur sveit­ar­fé­lag­anna og þar með borg­ar­inn­ar eiga betri mögu­leika. Gott að hafa getað lagt þar ákveðið lóð á vog­ar­skál­arn­ar í þessu sam­starf­verk­efni sem margt hæfi­leik­a­ríkt fólk kom að.

Verk­efni minni­hlut­ans

Það er hlut­verk minni­hluta hverju sinni að benda á það sem betur má fara til að fá fram þroskaðri umræðu og vand­aðri ákvarð­ana­töku. Við höfum lagt okkur fram um að svo megi verða við sem skipum minni­hlut­ann en við erum 6 full­trúar alls. Fjögur frá Sjálf­stæð­is­flokki og tvær frá Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­um. Það hafa ekki mörg mál verið svokölluð ,,upp­hlaupa­mál“ eins og á Alþingi þetta árið og kjós­endur segj­ast hafa fengið sig fullsadda á. Samt er það þannig að vekja þarf athygli á málum og mega reyk­vískir kjós­endur reikna ­með að við í borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins munum frekar herða okk­ur í því á nýju ári. Það er hægt að vera mál­efna­legur og gagn­rýn­inn og á því þarf ­meiri­hluti flokk­anna fjög­urra í borg­ar­stjórn Reykja­víkur svo sann­ar­lega að halda.

Við höfum fengið að fylgj­ast með jólatrjáa­fell­ing­um ­borg­ar­stjóra nán­ast í beinni útsend­ingu af og til í ár og í fyrra. Það er mik­il orka búin að fara í blessuð jóla­trén. Fara til Nor­egs og velja tré. Það stóð­st ekki veðrið frekar en í fyrra og borg­ar­stjóri fór í Heið­mörk með­ skell­inöðru­sög­ina og felldi á báða bóga. Tré fyrir okkur Reyk­vík­inga og fyr­ir­ vini okkar í Þórs­höfn í Fær­eyjum sem full­trúi meiri­hlut­ans fylgdi þangað út. Í fyrra var það for­seti borg­ar­stjórnar í ár var það odd­viti Pírata í borg­inn­i. Já­kvætt yfir­bragð en þetta er auð­vitað búið að kosta hell­ing af pen­ingum sem ekki verða not­aðir í annað á með­an.

Hjálpum öðrum

Við notum gervi­jóla­tréð okkar í 27. skipti þessi jólin þannig að það hlýtur að vera orðið umhverf­is­vænt eftir svona mikla notk­un. Það er hlut­i af hefð­inni hjá okkur að nota þetta sama tré með svip­uðum skreyt­ingum ár frá­ ári. Sumar eru skylda eins og svo margt annað sem hefðin skapar og mótar hjá ­fjöl­skyld­um. Það er nota­legt eins og jólin eru sem betur fer hjá flest­u­m ­fjöl­skyld­um. Hugsum til hvors ann­ars en ekki síst til þeirra sem eiga um sár­t að binda á þessum tíma sem öðr­um. Látum ekki nægja að hugsa heldur látum af hendi rakna það sem við getum til að hjálpa öðrum sem á hjálp þurfa að halda. Það skilar okkur hinum sanna jóla­anda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None