Grátandi mæður og lúxus-vandamálin íslensku

Auglýsing

The High School of Fas­hion Industries. Hann er stað­settur á 24. stræti á Man­hattan í New York, vest­an­meg­in. Að koma inn í skól­ann er eins og spóla aftur til 1990. Lit­ir. Der­húf­ur. Hip hop-kultúr sjá­an­leg­ur, í bland við aðra New York-­lega krafta. Þeir ein­kenn­ast af fjöl­breytni. Skól­inn er sögu­frægur fyrir góða kennslu og fram­úr­stefnu.

Ég vakn­aði upp við það, þegar við fjöl­skyldan fluttum hing­að, að þetta tíma­bil fyrir ald­ar­fjórð­ungi hefur birst manni oft í gegnum afþrey­ing­ar­iðn­að­inn. Tón­list, kvik­myndir og tíma­rit ekki síst, hafa séð til þess að þessi um margt skemmti­lega og skap­andi mynd af New York, hefur fylgt manni í gegnum líf­ið, svo að segja.

Skóla­kerfi í stór­borg

Í haust þegar strákar okkar tveir, átta og þriggja og hálfs árs, voru að fara í skóla - sá eldri í 3. bekk og sá yngri í það sem kall­ast Pre K (for­skóla) - þá þurftum við að sækja um und­an­þágu frá ströngu kerfi New York borgar þegar kemur að svæð­is­skipu­lagi í opin­bera skóla­kerf­in­u. 

Auglýsing

Þar er grunn­hugs­unin sú, að krakkar á sama svæð­inu gangi saman í skóla. Í stór­borg, þar sem búið er þétt, er þetta ekki ein­falt mál. Ef fólk reynir að svindla á kerf­inu, til dæm­is, með því að færa heim­il­is­fang tíma­bundið innan þess svæðis þar sem það vill að börnin fari í opin­bera skóla, þá getur það farið í fang­elsi. 

Stétt­leysið

Að baki þessu er sú fal­lega hugs­un, að reyna að sporna gegn mis- og stétta­skipt­ingu, með því að tengja fjöl­skyldur með ólíkan bak­grunn saman í gegnum nærum­hverfi sitt og opin­bera skóla­kerf­ið.

En það eru und­an­tekn­ingar sem sanna gildi reglna, og það sama á við um skóla­kerfið í New York. Það er oft hart barist um und­an­þág­urn­ar. Skól­arnir geta svo tekið á móti tak­mörk­uðum fjölda, eins og gefur að skila.

Þegar við hjónin komum í sal­inn í High School of Fas­hion, þangað sem við vorum send og borg­ar­yf­ir­völd höfðu komið upp tíma­bund­inni aðstöðu, sáum við hversu stór vanda­mál geta skap­ast í borg­ar­sam­fé­lög­um. Þegar inn var komið mátti sjá mörg hund­ruð manns, aðal­lega svartar mæð­ur. Í fæstum til­fellum var karl­maður sjá­an­legur þeim til stuðn­ings. 

Barist fyrir börnin

Mæð­urnar voru að berj­ast fyrir börnin sín, að reyna að koma þeim í þann skóla sem hafði á sér best orð í nágrenn­inu og hafði fengið bestu umsögn í mati borg­ar­yf­ir­valda og for­eldra, sem finna má á vefn­um. Þetta er mikið hags­muna­mál, ekki síst fyrir fólk sem ekki hefur neitt bak­land eða fjár­hags­lega stöðu til að styðja við börnin í gegnum einka­skóla. Svo snýst þetta líka stundum um að halda vin­skap á milli barna, og jafn­vel fjöl­skyldu­tengsl­um.

Heimir Andri og Halldór Elí, á fyrsta skóladegi í skólanum PS 165, á 109. stræti, vestan megin á Manhattan.

Okkur hafði verið sagt að sýna Col­umbi­a-­skóla­skír­teinið hennar Freyju (konu minn­ar), og fylla sam­visku­sam­lega út alla papp­íra og reyna með öllum ráðum að tala fyrir mik­il­vægi þess að þeir bræður gætu verið í sama skól­an­um. Það hefði ekki verið raun­in, ef sá eldri fengi ekki und­an­þágu, þar sem annað gilti um Pre K-kerfið en grunn­skól­ana. 



Þetta tókst að lok­um. En það sem var sár­ast að finna, var að vera tekin fram fyrir röð­ina, í raun án þess að eiga það skil­ið. Margar mæður voru með tárin í aug­unum að skýra mál sitt. Það voru ekki allt fal­legar sögur sem fólk hafði að segja. Þó starfs­fólk borg­ar­innar hafði verið allt að vilja gert, þá var það þeim greini­lega þung­bært að segja nei í mörgum til­vik­um.

Mæð­urnar með veika bak­landið áttu það frekar skilið en við, að fá und­an­þágur fyrir börnin sín. Það er alveg sama hvaða mæli­kvarði er not­aður til að mæla það. Í það minnsta var það okkar mat, þrátt fyrir allt. En maður gleymir stundum að hugsa út í svona lag­að.

Glímum við lúx­us-­vanda­mál

Þetta litla mál sýnir kannski ágæt­lega hvernig stór­borg­ar­lífið birtst venju­legu fólki. Á Íslandi er það óhugs­andi staða að mörg hund­ruð mæð­ur, með tárin í aug­un, stæðu í röðum til að fá að skrá börnin sín í opin­bera skóla í nágrenn­inu. En jafn­vel stefnu­mörkun með mann­úð­ar­sjón­ar­mið að vopni, eins og er reyndin með svæð­is­skipu­lag í skóla­kerf­inu í New York, hafa samt stór vanda­mál í fartesk­inu sem leysa þarf úr, oft með sárs­auka­fullum hætti fyrir fólk. 

Það er mik­ill lúxus fyrir Ísland að þurfa ekki að glíma við harð­neskj­una sem oft fylgir alþjóð­legu stór­borg­ar­lífi. Þar er þétt búið og reglu­verkið er mis­kunn­ar­laust, enda ekk­ert annað í boði. Maður gleymir því stundum hvaða grunn­inn­viðir á Íslandi eru sterkir og mann­úð­ar­leg­ir, miðað við víð­ast hvar ann­ars stað­ar. 

Það er gott að minna sig á það reglu­lega - ekki síst um jóla­há­tíðir þegar fjöl­skyldur sam­ein­ast -  hvers gott og öruggt er að búa á Íslandi, í sam­an­burði við marga aðra staði. Vanda­málin í okkar dag­lega amstri eru oft létt­væg miðað við amstur í stór­borg­ar­líf­inu, þó það hafi líka sinn sjarma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None