Svarthöfði og loftslagsmálin

Björn Blöndal
Auglýsing

Á við­burða­ríku ári sem er að líða í borg­ar­málum finnst mér heims­við­burðir hafa markað var­an­leg­ustu og merki­leg­ust­u ­spor­in. Fyrir utan hefð­bundin verk­efni eins og snjó­mokst­ur, rekstur skóla, bar­átt­u við að láta enda ná saman fjár­hags­lega, aðstoða þá sem á þurfa að halda osfv. er mér efst í huga nýliðin lofts­lags­ráð­stefna í París og sá tíma­móta­samn­ing­ur ­sem þar var sam­þykkt­ur. Aðgerðir í lofts­lags­málum eru lang­mik­il­vægasta við­fangs­efni sam­tím­ans og til dæmis er sá flótta­manna­vandi sem heims­byggð­in glímir við í dag ein­ungis örlítið brot hjá því sem myndi verða ef hlýnun jarð­ar­ héldi áfram á þeirri braut sem hún hefur ver­ið. Fólks­flutn­ingar til­komnir af ­neyð myndu verða slíkir að ómögu­legt er að sjá fyrir afleið­ing­arn­ar.

Und­an­farin ár hefur mikið verk verið unn­ið í Reykja­vík til að bæta aðstæður fyrir fleiri ferða­máta en einka­bíl­inn. Heil­mikið hefur verið fram­kvæmt í þá veru, en það sem skiptir lang mestu máli er hug­ar­fars­breyt­ing íbúa. Almennt við­horf hefur tekið nokkrum stakka­skiptum á und­an­förnum miss­er­um. Það er sem betur fer svo að mik­ill meiri­hlut­i ­borg­ar­full­trúa skilur þörf­ina fyrir breyt­ingar og gengur þar í takt við þorra al­menn­ings. Þó eimir aðeins eftir af öflum sem berja höfð­inu við stein, telja að þétt­ing byggðar sé byggð á mis­skiln­ingi, rétt sé að brjóta nýtt land og ­leiðin að bættum sam­göngum sé að byggja fleiri mis­læg gatna­mót. Þessum rödd­um til varnar verður þó að taka fram að allar breyt­ingar geta vaxið fólki í aug­um, eins og dæmin í sög­unni sýna. Það er aldrei of oft minnt á það að hópur karla barð­ist hat­ram­lega gegn rit­sím­anum fyrir ríf­lega 100 árum, nokkuð sem flest­u­m finnst ansi hjá­kát­legt í dag.

Kostir þess að greiða leið þeirra sem vilja ­ferð­ast með öðrum hætti en á einka­bíl eru gríð­ar­leg­ir, bæði fyrir þá sjálfa og ekki síður þá sem telja sig háða einka­bíln­um. Ávinn­ing­ur­inn er umhverf­is­leg­ur, lýð­heilsu­legur og fjár­hags­leg­ur. Allir græða, bæði á dag­inn og á kvöld­in.

Auglýsing

Borgir ­leiða breyt­ingar

Á lofts­lags­ráð­stefn­unni í París kom það ber­sýni­lega í ljós að borgir og sveit­ar­fé­lög eru komin mun lengra í bar­átt­unn­i ­gegn lofts­lags­breyt­ingum en þjóð­ríki. Vand­inn sem lofts­lags­breyt­ing­arnar valda eru orðnar mjög áþreif­an­legar í borg­um, mengun eykst, jarð­vegur er tak­mark­að­ur­ eða hefur súrnað og getur ekki tekið við regn­vatni. Árs­tíðir raskast, það ­rignir meira, snjóar meira, er heit­ara, er kald­ara. Allt er ýkt­ara. Vatn er víða af skornum skammti og lífs­gæði borg­ar­anna hafa rýrn­að. Þetta kallar á að­gerðir strax og þarna eru borg­irnar og sveit­ar­fé­lög komin á fullt skrið að snú­a af þeirri braut sem mörkuð hefur verið und­an­farna ára­tugi. Í stað þess að þenja ­borg­irnar út og brjóta sífellt nýtt land er stefnan að þétta inn­á­við, bæta al­menn­ings­sam­göngur og gera fólki kleift að ganga eða hjóla stærri, eða jafn­vel ­stærstan hluta sinna ferða. Slíkum aðgerðum er ekki alltaf tekið vel í fyrst­u. Á sér­stakri hlið­ar­dag­skrá borga í tengslum við COP21 ráð­stefn­una í París sagð­i ­Boris John­son, borg­ar­stjóri London, að upp­bygg­ing hjól­reiða­hrað­brauta (cycl­ing hig­hwa­ys) væri ótrú­lega óvin­sæl, en samt rétta leið­in. Það er kannski full­djúpt í árinni tekið hjá Boris að segja þessar aðgerðir "ótrú­lega ó­vin­sæl­ar", enda kannski frekar hægt að tala um slík við­horf fyrir 10 ár­um. Meiri­hluti íbúa Reykja­víkur hefur í það minnsta ekki lýst yfir van­þókn­un á slíkum aðgerðum hér, en ég tek hins vegar undir þau orð að þetta sé rétta ­leið­in. 

Megi mátt­ur­inn vera með okkur

Fyrir utan Par­ís­ar­ráð­stefn­una, mik­il­vægust­u ráð­stefnu allra tíma, eins og leik­ar­inn og umhverf­isaktí­vist­inn Leon­ar­do D­iCaprio kall­aði hana, er næst jákvæð­asti við­burður árs­ins lík­lega frum­sýn­ing nýj­ustu Star Wars mynd­ar­inn­ar. Þegar þetta er skrifað hef ég ekki séð þá mynd, og það skiptir ekki alveg öllu hvernig hún er, Star Wars æðið í sjálfu sér er bara svo skemmti­legt. Reykja­vík teng­ist nú Star Wars með áþreif­an­legri og var­an­legri hætti en nokkru sinni fyrr. Gata í Reykja­vík heitir nú Svart­höfð­i; frá­bær til­laga sem sett var fram á hinum fram­sækna lýð­ræð­is­vett­vangi Betri Reykja­vík, af Óla Gneista. Til­lagan hlaut ein­róma sam­þykki borg­ar­full­trúa sem um málið fjöll­uðu. Gatan stendur á einum af fram­tíð­ar­þétt­ing­ar­reit­u­m ­borg­ar­inn­ar, Höfð­un­um.

Mátt­ur­inn í Reykja­vík er tals­vert mik­ill og meg­i hann vera með okkur um ókomna fram­tíð. 

Höf­undur er odd­viti Bjartrar fram­tíðar í Reykja­vík.

Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None