Svarthöfði og loftslagsmálin

Björn Blöndal
Auglýsing

Á við­burða­ríku ári sem er að líða í borg­ar­málum finnst mér heims­við­burðir hafa markað var­an­leg­ustu og merki­leg­ust­u ­spor­in. Fyrir utan hefð­bundin verk­efni eins og snjó­mokst­ur, rekstur skóla, bar­átt­u við að láta enda ná saman fjár­hags­lega, aðstoða þá sem á þurfa að halda osfv. er mér efst í huga nýliðin lofts­lags­ráð­stefna í París og sá tíma­móta­samn­ing­ur ­sem þar var sam­þykkt­ur. Aðgerðir í lofts­lags­málum eru lang­mik­il­vægasta við­fangs­efni sam­tím­ans og til dæmis er sá flótta­manna­vandi sem heims­byggð­in glímir við í dag ein­ungis örlítið brot hjá því sem myndi verða ef hlýnun jarð­ar­ héldi áfram á þeirri braut sem hún hefur ver­ið. Fólks­flutn­ingar til­komnir af ­neyð myndu verða slíkir að ómögu­legt er að sjá fyrir afleið­ing­arn­ar.

Und­an­farin ár hefur mikið verk verið unn­ið í Reykja­vík til að bæta aðstæður fyrir fleiri ferða­máta en einka­bíl­inn. Heil­mikið hefur verið fram­kvæmt í þá veru, en það sem skiptir lang mestu máli er hug­ar­fars­breyt­ing íbúa. Almennt við­horf hefur tekið nokkrum stakka­skiptum á und­an­förnum miss­er­um. Það er sem betur fer svo að mik­ill meiri­hlut­i ­borg­ar­full­trúa skilur þörf­ina fyrir breyt­ingar og gengur þar í takt við þorra al­menn­ings. Þó eimir aðeins eftir af öflum sem berja höfð­inu við stein, telja að þétt­ing byggðar sé byggð á mis­skiln­ingi, rétt sé að brjóta nýtt land og ­leiðin að bættum sam­göngum sé að byggja fleiri mis­læg gatna­mót. Þessum rödd­um til varnar verður þó að taka fram að allar breyt­ingar geta vaxið fólki í aug­um, eins og dæmin í sög­unni sýna. Það er aldrei of oft minnt á það að hópur karla barð­ist hat­ram­lega gegn rit­sím­anum fyrir ríf­lega 100 árum, nokkuð sem flest­u­m finnst ansi hjá­kát­legt í dag.

Kostir þess að greiða leið þeirra sem vilja ­ferð­ast með öðrum hætti en á einka­bíl eru gríð­ar­leg­ir, bæði fyrir þá sjálfa og ekki síður þá sem telja sig háða einka­bíln­um. Ávinn­ing­ur­inn er umhverf­is­leg­ur, lýð­heilsu­legur og fjár­hags­leg­ur. Allir græða, bæði á dag­inn og á kvöld­in.

Auglýsing

Borgir ­leiða breyt­ingar

Á lofts­lags­ráð­stefn­unni í París kom það ber­sýni­lega í ljós að borgir og sveit­ar­fé­lög eru komin mun lengra í bar­átt­unn­i ­gegn lofts­lags­breyt­ingum en þjóð­ríki. Vand­inn sem lofts­lags­breyt­ing­arnar valda eru orðnar mjög áþreif­an­legar í borg­um, mengun eykst, jarð­vegur er tak­mark­að­ur­ eða hefur súrnað og getur ekki tekið við regn­vatni. Árs­tíðir raskast, það ­rignir meira, snjóar meira, er heit­ara, er kald­ara. Allt er ýkt­ara. Vatn er víða af skornum skammti og lífs­gæði borg­ar­anna hafa rýrn­að. Þetta kallar á að­gerðir strax og þarna eru borg­irnar og sveit­ar­fé­lög komin á fullt skrið að snú­a af þeirri braut sem mörkuð hefur verið und­an­farna ára­tugi. Í stað þess að þenja ­borg­irnar út og brjóta sífellt nýtt land er stefnan að þétta inn­á­við, bæta al­menn­ings­sam­göngur og gera fólki kleift að ganga eða hjóla stærri, eða jafn­vel ­stærstan hluta sinna ferða. Slíkum aðgerðum er ekki alltaf tekið vel í fyrst­u. Á sér­stakri hlið­ar­dag­skrá borga í tengslum við COP21 ráð­stefn­una í París sagð­i ­Boris John­son, borg­ar­stjóri London, að upp­bygg­ing hjól­reiða­hrað­brauta (cycl­ing hig­hwa­ys) væri ótrú­lega óvin­sæl, en samt rétta leið­in. Það er kannski full­djúpt í árinni tekið hjá Boris að segja þessar aðgerðir "ótrú­lega ó­vin­sæl­ar", enda kannski frekar hægt að tala um slík við­horf fyrir 10 ár­um. Meiri­hluti íbúa Reykja­víkur hefur í það minnsta ekki lýst yfir van­þókn­un á slíkum aðgerðum hér, en ég tek hins vegar undir þau orð að þetta sé rétta ­leið­in. 

Megi mátt­ur­inn vera með okkur

Fyrir utan Par­ís­ar­ráð­stefn­una, mik­il­vægust­u ráð­stefnu allra tíma, eins og leik­ar­inn og umhverf­isaktí­vist­inn Leon­ar­do D­iCaprio kall­aði hana, er næst jákvæð­asti við­burður árs­ins lík­lega frum­sýn­ing nýj­ustu Star Wars mynd­ar­inn­ar. Þegar þetta er skrifað hef ég ekki séð þá mynd, og það skiptir ekki alveg öllu hvernig hún er, Star Wars æðið í sjálfu sér er bara svo skemmti­legt. Reykja­vík teng­ist nú Star Wars með áþreif­an­legri og var­an­legri hætti en nokkru sinni fyrr. Gata í Reykja­vík heitir nú Svart­höfð­i; frá­bær til­laga sem sett var fram á hinum fram­sækna lýð­ræð­is­vett­vangi Betri Reykja­vík, af Óla Gneista. Til­lagan hlaut ein­róma sam­þykki borg­ar­full­trúa sem um málið fjöll­uðu. Gatan stendur á einum af fram­tíð­ar­þétt­ing­ar­reit­u­m ­borg­ar­inn­ar, Höfð­un­um.

Mátt­ur­inn í Reykja­vík er tals­vert mik­ill og meg­i hann vera með okkur um ókomna fram­tíð. 

Höf­undur er odd­viti Bjartrar fram­tíðar í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None