Freki kallinn vs. góða fólkið

Auglýsing

Átaka­línur í íslenskum stjórn­málum verða sífellt greini­legri á ný. Það virð­ist ljóst að þjóðin er mjög sundruð í mörgum lyk­il­málum og að lífs­sýn fólks á sitt­hvorum pólnum er nán­ast eins og svart og hvítt. Kjarn­inn í þessum átökum er ann­ars vegar sá hópur sem góða fólkið kallar freka kall­inn og hins vegar sá hópur sem freki kall­inn kallar góða fólk­ið.

Þótt báðir pól­arnir séu nokkuð klass­ískir í póli­tískum átökum þá er líka ýmis­legt sem hefur bæst við þá umfram þessa nýju nafna­gift.  

Freki kall­inn

Freki kall­inn er íhalds­sam­ur. Hann er ánægður með íslenskt sam­fé­lag eins og það er og hefur ver­ið. Honum finnst ekk­ert til­efni til þess að breyta ein­hverju sem er ekki bilað og frá­bærar hag­tölur und­an­far­inna ára stað­festa það. Hann aðhyllist topp­inn-­niður stjórn­sýslu þar sem sterkir leið­togar hafa vit fyrir óupp­lýstum almúg­an­um, vill að íslenskt hag­kerfi byggi á frum­vinnslu­greinum og að varð­staða verði slegin um rekstr­ar­form þeirra. Svo lengi sem sjáv­ar­út­veg­ur, land­bún­aður og orku­bú­skapur skapi störf þá sé auka­at­riði hvort ein­hverjir hagn­ist á rekstr­inum eða hvort ríkið þurfi að borga með skipu­lag­inu. Hann vill lægri skatta og telur að of háar bætur letji fólk frá heið­ar­legri vinnu.

Auglýsing

Freki kall­inn vill standa vörð um kristin gildi og telur þau vera horn­stein íslenskrar menn­ingar og sið­ferð­is­vit­und­ar. Því er hann mjög andsnú­inn aðskiln­aði ríkis og Þjóð­kirkju og lætur fátt fara meira í taug­arnar á sér en kröfur góða fólks­ins um að skólar hætti að fara með börnin þeirra í helgi­hús á hátíð­ar­dög­um. Nema þegar það fer fram á að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði fluttur úr Vatns­mýr­inni. Eða aðförin að einka­bíln­um. Freki kall­inn þolir ekki aðför Gísla Mart­eina þessa lands að bílnum og mal­bik­inu.

Freki kall­inn er þjóð­menn­ing­ar­lega sinn­að­ur, er mjög efins gagn­vart allri alþjóða­sam­vinnu og vill alls ekki fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag á Íslandi. Hann hræð­ist að inn­flytj­endur og flótta­menn muni hirða störf af Íslend­ingum og valda glund­roða í sam­fé­lag­inu með því að ota sínum lífs­skoð­unum fram í stað þess að aðlag­ast því sem fyrir er.

Hann er andsnú­inn nýrri stjórn­ar­skrá og finnst gott að vita af Ólafi Ragn­ari á Bessa­stöðum til að hafa vit fyrir stjórn­mála­mönn­unum ef þeir nýta lýð­ræð­is­legt umboð sitt á rangan hátt. Honum finnst kynja­kvótar mjög órétt­látir og er fylgj­andi því að lög­reglu­menn geti borið byss­ur, ef ske kynni að þeir þyrftu á þeim að halda.

Góða fólkið

Góða fólkið er frjáls­lynt og telur sig umbóta­sinn­að. Freka kall­inum finnst það hins vegar vera barna­leg og ein­föld nið­ur­rif­s­öfl sem halda að það séu enda­lausir pen­ingar í rík­is­seðla­vesk­inu til að borga fyrir mann­úð­ar­gælu­verk­efnin þeirra.

Góða fólkið vill aukið beint lýð­ræði, nýja stjórn­ar­skrá og botn-­upp stjórn­sýslu. Það mælir ekki lífs­ham­ingju í fer­metrum, bankainn­stæðum eða bíla­fjölda. Það vill búa minna, hjóla eða labba og flokka ruslið sitt.

Góða fólk­inu finnst að stjórn­skipan lands­ins og hlut­verk rík­is­valds­ins eigi að breyt­ast með tíð­ar­and­an­um. Að sam­fé­lags­sátt­mál­inn sé dýnamískur, ekki meit­l­aður í stein. Það er þeirrar skoð­unar að ríkið eigi ekki að reka trú­fé­lag né að bjóða upp á krist­in­fræði­kennslu sam­kvæmt aðal­námskrá. Góða fólkið vill taka við sem flestum flótta­mönnum og inn­flytj­endum og telur þá auðga sam­fé­lagið menn­ing­ar­lega og efna­hags­lega. Það er fylgj­andi alþjóða­sam­vinnu, vill að auð­linda­nýt­ing sé grund­völlur fjöl­breytt­ara atvinnu­lífs en ekki aðal­for­senda þess. Því finnst bein­línis fárán­legt að ríkið beiti sér fyrir bygg­ingu áburð­ar­verk­smiðju eða álvers til að skapa störf á lands­byggð­inni en seg­ist til­búið að borga hærri skatta fyrir meiri þjón­ustu, menn­ingu og sterkara vel­ferð­ar­net.

Þrátt fyrir að vera hæfi­lega mark­aðs­sinnað þá hafnar góða fólkið brauð­mola­kenn­ing­unni um að auður sumra hristi mylsnu niður til allra hinna og bæti með því allt sam­fé­lag­ið. Góða fólkið vill mun fremur beita rík­is­vald­inu til að draga úr mis­skipt­ingu auðs og stétta­mynd­un. Og það vill að valdi fylgi skil­yrð­is­laus ábyrgð sem vald­hafar þurfi að axla geri þeir mis­tök.

Það er oft stutt í vand­læt­ing­una hjá góða fólk­inu. Þá breyt­ist ætlað umburð­ar­lyndi í heift­úð­lega andúð gagn­vart skoð­unum þeirra sem horfa öðru­vísi á heim­inn en með þeirra góðu gler­aug­um. Þrátt fyrir allt frjáls­lyndið er alltaf ein skoðun „rétt­ari“ en önn­ur. 

Hinir

Flestir Íslend­ingar eru ein­hvers­staðar á gráa svæð­inu á milli þess­arra tveggja póla, en hall­ast örugg­lega nær öðrum frekar en hin­um. Þeir eru sam­mála sumu í mál­flutn­ingi beggja, ósam­mála öðru og áskilja sér rétt til að hafa ekki skoðun á hinu. En umræðan skil­grein­ist því miður af pól­un­um.

Í grunn­inn eru þetta enn sömu póli­tísku átök sem átt hafa sér stað ára­tugum sam­an. Ein­stak­lings­hyggja á móti heild­ar­hyggju. Íhalds­semi gegn frjáls­lyndi. Þjóð­rækni á móti alþjóða­sam­starfi. Frjáls­hyggja á móti jafn­að­ar­mennsku/sós­í­al­isma.

Upp­lýs­inga- og tækni­bylt­ing und­an­far­inna ára, sem hefur kúvent aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum og umræðu, hefur hins vegar breytt far­vegi átak­anna. Þau eiga sér ekki lengur stað í gegnum for­ystu­menn stjórn­mála­flokka, á kaffi­stofum eða í ferm­ing­ar­veisl­um. Þau nú fara fram án milli­liða og tak­mark­ana á inter­net­inu.

Mjög áhuga­vert verður að sjá hvor póll­inn verður ofan á eftir næstu kosn­ing­ar. Hvorki freki kall­inn né góða fólkið mun ráða því. Það munu hinir ger­a. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None