Mestu mistök Ólafs Ragnars

Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son hættir senn sem for­seti Íslands, eins og hann gerði kunn­ugt á nýárs­dag, en for­seta­kosn­ingar fara fram 25. júní.

Fer­ill Ólafs Ragn­ars er merki­legur og það hafa skipst á skin og skúrir á löngum ferli, eins og von er. Hann er lík­lega slyng­asti stjórn­mála­maður sem Ísland hefur átt, hvað sem líður skoð­unum fólks á hon­um. Eng­inn maður í stjórn­mála­sögu lands­ins hefur með við­líka hætti skipt um bak­land og eign­ast fram­halds­líf - og sinn áhrifa­rík­asta tíma - eftir að hafa staðið ber­skjald­aður og trausti rúinn eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins.

Það gerði hann eftir hrun­ið, að miklu leyti, þó hann hafi alltaf átt sína hörðu vini og óvini.

Auglýsing

Stærsta málið

Eitt atriði sér­stak­lega, er svartur blettur á hans ferli, að mínu mati, sér­stak­lega í ljósi þessi hvernig hann beitti mál­skots­rétt­inum á ferli sín­um, á grund­velli auð­skilj­an­legra raka sem hann gerði opin­ber í til­kynn­ing­um. 

Það er að hafa ekki vísað lögum sem heim­il­uðu Kára­hnjúka­virkjun í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Það eru mestu mis­tök Ólafs Ragn­ars.

Bygg­ing Kár­hnjúka­virkj­un­ar, á grund­velli 40 ára raf­orku­sölu­samn­ings við Alcoa, er stærra mál fyrir Ísland heldur en hin málin sem Ólafur Ragnar vís­aði til þjóð­ar­inn­ar. Fyrst fjöl­miðla­lögin (sem aldrei fóru alla leið til þjóð­ar­inn­ar) og síðan Ices­a­ve-­mál­in, þar sem þjóðin átti loka­orðið í tvígang. Þessi mál eru ekki jafn stór og lang­tíma­samn­ing­ur­inn við Alcoa, í ljósi stærð­ar­hlut­falla hans í sam­hengi við þjóð­ar­búið og orku­auð­lindir þjóð­ar­inn­ar.

Gildir til 2048

Hinn 10. jan­úar 2003 var samn­ingur við Alcoa sam­þykktur í stjórn Lands­virkj­unar og var samið um 40 ára við­skipta­samn­ing frá fyrsta orku­af­hend­ing­ar­degi, sem er óupp­segj­an­legur á þeim tíma. Að loknum 20 árum frá orku­af­hend­ingu - það er árið 2027 - munu aðilar hefja við­ræður um mögu­legar breyt­ingar á orku­verð­inu, en ekk­ert er fast í hendi í þeim efn­um. Núgild­andi samn­ingur gildir til árið 2048, eða í 33 ár í við­bót.

Miklu meira virði

Það hefur komið í ljós, að þeir sem gagn­rýndu við­skipta­samn­ing­ana við Alcoa og lang­tíma­bind­ingu þeirra, höfðu rétt fyrir sér. Sér í lagi vegna þess, að orku­auð­lind Íslands var miklu meira virði til lengdar lit­ið, heldur en raf­orku­verðið sem samið var um sagði til um. 

Þegar Alþingi sam­þykkti lög um Jök­ulsá á Brú og Jök­ulsá á Fljóts­dal, 16. apríl 2002, þá hafði Ólafur Ragnar tæki­færi til þess að leyfa þjóð­inni að eiga síð­ast orðið um þessa ráð­stöfun á auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Ef ekki þá, þá á öðrum tíma­punktum þar sem lög voru sam­þykkt sem heim­il­uðu fram­kvæmd­ina. En það gerði hann ekki, þrátt fyrir að deil­urnar um virkj­un­ar­á­formin séu lík­lega djúp­stæð­ustu deilur sem farið hafa fram á Íslandi í seinni tíð. 

Létt­vægt í sam­an­burði

Eng­inn þarf að efast um að fjöl­miðla­lögin voru afskap­lega létt­væg í sam­hengi við Kára­hnjúka­virkj­un. Ices­a­ve-­málin áttu fullt erindi við þjóð­ina, enda er henni treystandi til að fara með loka­orðið í stórum mál­um, en þó ekki jafn skýrt og reyndin var með lögin um Kára­hnjúka­virkj­un. Þar var stór hluti orku­auð­linda þjóð­ar­innar und­ir, og stærri fjár­hags­legir hags­munir í húfi í ljósi ára­tuga við­skipta­samn­ings sem virkj­un­ar­á­formin byggðu á.

Það er með ólík­indum að orku­verðið og samn­ing­arnir sem lágu til grund­vallar þess­ari risa­fram­kvæmd - sem kost­aði fyr­ir­tæki almenn­ings, Lands­virkj­un, vel á annað hund­rað millj­arða (miðað við núver­andi gengi; allt á lánum í erlendri mynt) - hafi ekki legið á borð­inu, skýrt og skil­merki­lega sett fram fyrir almenn­ing, þegar gengið var frá mál­inu, Alþingi sam­þykkti og for­set­inn síðan stað­festi. En þannig var það, eins og ótrú­legt og það hljómar nú.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þessum tíma hvað lýð­ræð­is­þróun varð­ar, ekki síst vegna dýpri áhrifa af upp­lýs­inga­bylt­ingu sem fylgt hefur sífellt meiri áhrifum inter­nets­ins. Vel má hugsa sér að svona yrði málið aldrei afgreitt í dag. 

Miklir almanna­hags­munir

Til þess að setja hlut­ina í sam­hengi, með töl­um, þá verður að horfa til þess hversu umfangs­miklir þessir við­skipta­hags­munir eru. Alcoa kaupir 37,5 pró­sent af þeim mega­vatt­stundum raf­magns sem Lands­virkjun sel­ur, en heildar rekstr­ar­tekjur Lands­virkj­unar í fyrra vegna seldrar raf­orku námu um 438 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 57 millj­örðum króna. Sé miðað við fyrr­nefnt hlut­fall Alcoa í þessum við­skiptum þá er það ríf­lega 21 millj­arður króna á ári.

Þegar samið var við Alcoa, og lög sam­þykkt á Alþingi sem heim­il­uðu þessa mestu rík­is­fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar, þá lá fyrir að umhverf­is­væn orka Íslands var að vaxa mikið í verði, og eft­ir­spurn eftir henni að aukast. 

Ekki síst þess vegna bentu margir þeirra sem gagn­rýndu virkj­ana­fram­kvæmd­irnar mál­efna­lega en af mik­illi festu, eins og Guð­mundur Páll Ólafs­son heit­inn, að með þessum við­skipta­samn­ingi við Alcoa væri verið að fara út í risa­vaxna fram­kvæmd á grund­velli hags­muna fyr­ir­tæk­is­ins, en ekki kom­andi kyn­slóða á Ísland­i. 

Nú, meira en þrettán árum eftir að lögin um virkj­ana­fram­kvæmd­irnar voru sam­þykkt, liggur fyrir að grein­ing þeirra sem voru að gagn­rýna við­skipta­samn­ing­inn - sam­hliða nátt­úru­vernd­ar­bar­áttu - var rétt. Yfir­stjórn Lands­virkj­unar hefur bein­línis stað­fest þetta, og talar nú opin­skátt um að ekki sé verj­andi að selja raf­orku á und­ir­verði til álf­ram­leið­enda í ljósi þess hversu mikil eft­ir­spurn er eftir orkunni hér á landi og hún mik­ils virði.

Breytt staða í heim­inum

Nið­ur­staða lofts­lags­ráð­stefn­unnar í París - sem Ólafur Ragnar vék sér­stak­lega að í síð­asta ávarpi sínu á nýárs­dag - þar sem náð­ist sam­komu­lag þjóða heims­ins um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og þrýsta þar með á um að vist­væn orka verði notuð í fram­tíð­inni í meira mæli, meða hags­muni heild­ar­innar að leið­ar­ljósi, eykur enn eft­ir­spurn eftir orku á Íslandi. Til dæmis eru miklir mögu­leikar fyrir hendi þegar kemur að sölu á raf­orku um sæstreng, eins og Ólafur Ragnar benti á sjálfur í fyrr­nefndu ávarpi. Í þeim við­skiptum er bein­línis opin­bert, að marg­falt hærra verð fæst fyrir hvert mega­vatt af raf­magni heldur en álf­ram­leið­end­urnir greiða.

Það er grát­legt fyrir Ísland að sitja uppi með þennan ára­tuga óupp­segj­an­lega samn­ing við Alcoa, í ljósi stöðu mála í orku­málum heims­ins og virði orku­auð­linda þjóð­ar­inn­ar. Það er ekki hægt að segja ann­að, en að þessi lang­tíma­bind­ing stórs hluta orku­auð­linda þjóð­ar­innar við Alcoa, sé með verstu afleikjum sem íslenskir stjórn­mála­menn hafa komið að. Núver­andi kyn­slóð Íslend­inga hefði örlítið hreinni sam­visku í mál­inu ef hún hefði fengið beina aðkomu að mál­inu í gegnum þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Ólafur Ragnar fékk tæki­færi til þess að setja málið í dóm þjóð­ar­innar en gerði það ekki.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None