Kalt stríð Gunnars Braga - Fær stuðning frá sendiherranum

Sigmundur Illugi Gunnar Bragi
Auglýsing

Óhætt er að sega að Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra standi nú í ströngu, vegna þrýst­ings frá hags­muna­gæslu­fólki sjáv­ar­út­vegs­ins hér á landi í tengslum við við­skipta­bann Rússa gagn­vart Ísland­i. 

Útgerð­ar­fyr­ir­tækin telja að þau verði af tíu til tólf millj­örðum árlega, og áhrifin séu mikil í öllu hag­kerf­inu. Íslandi þurfi að hugsa um sína hags­muni, og því eigi ekki að taka þátt í þving­un­ar­að­gerðum gagn­vart Rússum, svo að það geti opn­ast fyrir við­skipti þang­að. 

Gunnar Bragi hefur marg áréttað að full­veldi ríkja sé ekki metið til fjár, og það sé mik­il­vægt fyrir Íslend­inga að muna, að þátt­taka okkar í alþjóða­sam­starfi banda­lags­ríkja skipti landið sköp­um. Ekki komi til greina að skipta um stefnu í mál­inu.

Auglýsing

Gunn­ari Braga barst mik­il­vægur liðs­auki, í þessu kalda stríði sínu í dag, þegar sendi­herra Banda­ríkj­anna á Ísland­i, Robert Cus­hman Bar­ber, birti grein á vef sendi­ráðs­ins og á Face­book síðu þess, sem Morg­un­blaðið hafði neitað að birta. Þar færir hann rök fyrir mik­il­vægi þess að halda uppi refsi­agð­erðum gegn Rúss­um.

Greinin er eft­ir­far­andi:

Mig langar til þess að bregð­ast við því sem kom fram í frétt Morg­un­blaðs­ins þann 4. jan­úar sl. um refsi­að­gerðir Banda­ríkj­anna gegn Rúss­landi vegna aðgerða þeirra í Úkra­ínu.

Banda­ríkin eru stað­föst í þeirri trú sinni að það þurfi að halda áfram refsi­að­gerð­unum gegn Rúss­landi þar til landið upp­fyllir skuld­bind­ingar sínar sam­væmt Minsk-­sam­komu­lag­inu. Þessum refsi­að­gerðum var komið á til þess að bregð­ast við alvar­legum brotum á alþjóð­legum reglum og full­veldi þjóða á upp­byggi­legan og gæt­inn hátt án þess að grípa til vopna. Við treystum öll á og verðum að vernda alþjóð­legt kerfi, sem útheimtir virð­ingu fyrir full­veldi þjóða. Án þess­arar grund­vall­ar­reglu stafar hætta að okkur öll­um. Þess vegna er mik­il­vægt að allar þjóð­ir, sem halda grund­vall­ar­lög­mál rétt­ar­rík­is­ins í heiðri, standi sam­an.

Varð­andi það sem kemur fram í grein­inni um að Banda­ríkin hafi sótt um und­an­þágur fyrir rúss­neska vara­hluti í þyrlur langar mig að taka fram að í nóv­em­ber 2015 leyfðum við send­ingu á slíkum vara­hlutum sem afganski her­inn þarfn­að­ist fyrir Mi-17 þyrlur sín­ar. Þessir vara­hlutir féllu undir refsi­að­gerðir er snúa að tak­mörkun á útbreiðslu ger­eyð­ing­ar­vopna, sem settar voru á sam­kvæmt banda­rískum lögum um slíkar tak­mark­anir að því er varðar Íran, Norð­ur­-Kóreu og Sýr­land. Þessir vara­hlutir falla ekki undir refsi­að­gerðir vegna Úkra­ínu­deil­unn­ar. Þessi aðgerð hafði þann tak­mark­aða og ákveðna til­gang að aðstoða örygg­is­sveitir Afgana í bar­áttu sinni gegn hryðju­verk­um.

Banda­rík­in, líkt og Ísland og aðrar þjóð­ir, hafa fundið fyrir afleið­ingum refsi­að­gerð­anna vegna Úkra­ínu­deil­unnar og gagn­að­gerðum Rússa. Við vitum að þessu fylgir kostn­að­ur. Sem dæmi má nefna að á milli áranna 2014 til 2015 minnk­aði útflutn­ingur frá Banda­ríkj­unum til Rúss­lands stór­lega vegna refsi­að­gerð­anna, og varð land­bún­að­ur­inn fyrir mestum skakka­föll­um.

Við sýnum því skiln­ing að aðgerð­irnar hafa haft áhrif á íslenskan sjáv­ar­út­veg og vitum að þær geta haft þung­bær áhrif á sum byggð­ar­lög á lands­byggð­inni. Engu að síður teljum við mik­il­vægt að við sem banda­menn í Norð­ur­-Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO) höldum áfram að standa vörð um nauð­syn­legar grund­vall­ar­reglur sem eru í húfi ef við ætlum að draga úr árás­ar­girni og við­leitni til að breyta landa­mærum með vopna­vald­i.“

Þetta er skýrt, og vel fram sett hjá sendi­herr­an­um. Spenn­andi verður að fylg­ast með því, hvort átaka­lín­urnar í utan­rík­is­þjón­ust­unni íslensku, milli útgerð­ar­innar og síðan sjálfrar utan­rík­is­stefn­unnar sjálfra, verða enn skýr­ari en þær eru nú þegar orðn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None