Kalt stríð Gunnars Braga - Fær stuðning frá sendiherranum

Sigmundur Illugi Gunnar Bragi
Auglýsing

Óhætt er að sega að Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra standi nú í ströngu, vegna þrýst­ings frá hags­muna­gæslu­fólki sjáv­ar­út­vegs­ins hér á landi í tengslum við við­skipta­bann Rússa gagn­vart Ísland­i. 

Útgerð­ar­fyr­ir­tækin telja að þau verði af tíu til tólf millj­örðum árlega, og áhrifin séu mikil í öllu hag­kerf­inu. Íslandi þurfi að hugsa um sína hags­muni, og því eigi ekki að taka þátt í þving­un­ar­að­gerðum gagn­vart Rússum, svo að það geti opn­ast fyrir við­skipti þang­að. 

Gunnar Bragi hefur marg áréttað að full­veldi ríkja sé ekki metið til fjár, og það sé mik­il­vægt fyrir Íslend­inga að muna, að þátt­taka okkar í alþjóða­sam­starfi banda­lags­ríkja skipti landið sköp­um. Ekki komi til greina að skipta um stefnu í mál­inu.

Auglýsing

Gunn­ari Braga barst mik­il­vægur liðs­auki, í þessu kalda stríði sínu í dag, þegar sendi­herra Banda­ríkj­anna á Ísland­i, Robert Cus­hman Bar­ber, birti grein á vef sendi­ráðs­ins og á Face­book síðu þess, sem Morg­un­blaðið hafði neitað að birta. Þar færir hann rök fyrir mik­il­vægi þess að halda uppi refsi­agð­erðum gegn Rúss­um.

Greinin er eft­ir­far­andi:

Mig langar til þess að bregð­ast við því sem kom fram í frétt Morg­un­blaðs­ins þann 4. jan­úar sl. um refsi­að­gerðir Banda­ríkj­anna gegn Rúss­landi vegna aðgerða þeirra í Úkra­ínu.

Banda­ríkin eru stað­föst í þeirri trú sinni að það þurfi að halda áfram refsi­að­gerð­unum gegn Rúss­landi þar til landið upp­fyllir skuld­bind­ingar sínar sam­væmt Minsk-­sam­komu­lag­inu. Þessum refsi­að­gerðum var komið á til þess að bregð­ast við alvar­legum brotum á alþjóð­legum reglum og full­veldi þjóða á upp­byggi­legan og gæt­inn hátt án þess að grípa til vopna. Við treystum öll á og verðum að vernda alþjóð­legt kerfi, sem útheimtir virð­ingu fyrir full­veldi þjóða. Án þess­arar grund­vall­ar­reglu stafar hætta að okkur öll­um. Þess vegna er mik­il­vægt að allar þjóð­ir, sem halda grund­vall­ar­lög­mál rétt­ar­rík­is­ins í heiðri, standi sam­an.

Varð­andi það sem kemur fram í grein­inni um að Banda­ríkin hafi sótt um und­an­þágur fyrir rúss­neska vara­hluti í þyrlur langar mig að taka fram að í nóv­em­ber 2015 leyfðum við send­ingu á slíkum vara­hlutum sem afganski her­inn þarfn­að­ist fyrir Mi-17 þyrlur sín­ar. Þessir vara­hlutir féllu undir refsi­að­gerðir er snúa að tak­mörkun á útbreiðslu ger­eyð­ing­ar­vopna, sem settar voru á sam­kvæmt banda­rískum lögum um slíkar tak­mark­anir að því er varðar Íran, Norð­ur­-Kóreu og Sýr­land. Þessir vara­hlutir falla ekki undir refsi­að­gerðir vegna Úkra­ínu­deil­unn­ar. Þessi aðgerð hafði þann tak­mark­aða og ákveðna til­gang að aðstoða örygg­is­sveitir Afgana í bar­áttu sinni gegn hryðju­verk­um.

Banda­rík­in, líkt og Ísland og aðrar þjóð­ir, hafa fundið fyrir afleið­ingum refsi­að­gerð­anna vegna Úkra­ínu­deil­unnar og gagn­að­gerðum Rússa. Við vitum að þessu fylgir kostn­að­ur. Sem dæmi má nefna að á milli áranna 2014 til 2015 minnk­aði útflutn­ingur frá Banda­ríkj­unum til Rúss­lands stór­lega vegna refsi­að­gerð­anna, og varð land­bún­að­ur­inn fyrir mestum skakka­föll­um.

Við sýnum því skiln­ing að aðgerð­irnar hafa haft áhrif á íslenskan sjáv­ar­út­veg og vitum að þær geta haft þung­bær áhrif á sum byggð­ar­lög á lands­byggð­inni. Engu að síður teljum við mik­il­vægt að við sem banda­menn í Norð­ur­-Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO) höldum áfram að standa vörð um nauð­syn­legar grund­vall­ar­reglur sem eru í húfi ef við ætlum að draga úr árás­ar­girni og við­leitni til að breyta landa­mærum með vopna­vald­i.“

Þetta er skýrt, og vel fram sett hjá sendi­herr­an­um. Spenn­andi verður að fylg­ast með því, hvort átaka­lín­urnar í utan­rík­is­þjón­ust­unni íslensku, milli útgerð­ar­innar og síðan sjálfrar utan­rík­is­stefn­unnar sjálfra, verða enn skýr­ari en þær eru nú þegar orðn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri mann­rétt­inda- og lýðræðis­stofn­un­ar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None