Kalt stríð Gunnars Braga - Fær stuðning frá sendiherranum

Sigmundur Illugi Gunnar Bragi
Auglýsing

Óhætt er að sega að Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra standi nú í ströngu, vegna þrýst­ings frá hags­muna­gæslu­fólki sjáv­ar­út­vegs­ins hér á landi í tengslum við við­skipta­bann Rússa gagn­vart Ísland­i. 

Útgerð­ar­fyr­ir­tækin telja að þau verði af tíu til tólf millj­örðum árlega, og áhrifin séu mikil í öllu hag­kerf­inu. Íslandi þurfi að hugsa um sína hags­muni, og því eigi ekki að taka þátt í þving­un­ar­að­gerðum gagn­vart Rússum, svo að það geti opn­ast fyrir við­skipti þang­að. 

Gunnar Bragi hefur marg áréttað að full­veldi ríkja sé ekki metið til fjár, og það sé mik­il­vægt fyrir Íslend­inga að muna, að þátt­taka okkar í alþjóða­sam­starfi banda­lags­ríkja skipti landið sköp­um. Ekki komi til greina að skipta um stefnu í mál­inu.

Auglýsing

Gunn­ari Braga barst mik­il­vægur liðs­auki, í þessu kalda stríði sínu í dag, þegar sendi­herra Banda­ríkj­anna á Ísland­i, Robert Cus­hman Bar­ber, birti grein á vef sendi­ráðs­ins og á Face­book síðu þess, sem Morg­un­blaðið hafði neitað að birta. Þar færir hann rök fyrir mik­il­vægi þess að halda uppi refsi­agð­erðum gegn Rúss­um.

Greinin er eft­ir­far­andi:

Mig langar til þess að bregð­ast við því sem kom fram í frétt Morg­un­blaðs­ins þann 4. jan­úar sl. um refsi­að­gerðir Banda­ríkj­anna gegn Rúss­landi vegna aðgerða þeirra í Úkra­ínu.

Banda­ríkin eru stað­föst í þeirri trú sinni að það þurfi að halda áfram refsi­að­gerð­unum gegn Rúss­landi þar til landið upp­fyllir skuld­bind­ingar sínar sam­væmt Minsk-­sam­komu­lag­inu. Þessum refsi­að­gerðum var komið á til þess að bregð­ast við alvar­legum brotum á alþjóð­legum reglum og full­veldi þjóða á upp­byggi­legan og gæt­inn hátt án þess að grípa til vopna. Við treystum öll á og verðum að vernda alþjóð­legt kerfi, sem útheimtir virð­ingu fyrir full­veldi þjóða. Án þess­arar grund­vall­ar­reglu stafar hætta að okkur öll­um. Þess vegna er mik­il­vægt að allar þjóð­ir, sem halda grund­vall­ar­lög­mál rétt­ar­rík­is­ins í heiðri, standi sam­an.

Varð­andi það sem kemur fram í grein­inni um að Banda­ríkin hafi sótt um und­an­þágur fyrir rúss­neska vara­hluti í þyrlur langar mig að taka fram að í nóv­em­ber 2015 leyfðum við send­ingu á slíkum vara­hlutum sem afganski her­inn þarfn­að­ist fyrir Mi-17 þyrlur sín­ar. Þessir vara­hlutir féllu undir refsi­að­gerðir er snúa að tak­mörkun á útbreiðslu ger­eyð­ing­ar­vopna, sem settar voru á sam­kvæmt banda­rískum lögum um slíkar tak­mark­anir að því er varðar Íran, Norð­ur­-Kóreu og Sýr­land. Þessir vara­hlutir falla ekki undir refsi­að­gerðir vegna Úkra­ínu­deil­unn­ar. Þessi aðgerð hafði þann tak­mark­aða og ákveðna til­gang að aðstoða örygg­is­sveitir Afgana í bar­áttu sinni gegn hryðju­verk­um.

Banda­rík­in, líkt og Ísland og aðrar þjóð­ir, hafa fundið fyrir afleið­ingum refsi­að­gerð­anna vegna Úkra­ínu­deil­unnar og gagn­að­gerðum Rússa. Við vitum að þessu fylgir kostn­að­ur. Sem dæmi má nefna að á milli áranna 2014 til 2015 minnk­aði útflutn­ingur frá Banda­ríkj­unum til Rúss­lands stór­lega vegna refsi­að­gerð­anna, og varð land­bún­að­ur­inn fyrir mestum skakka­föll­um.

Við sýnum því skiln­ing að aðgerð­irnar hafa haft áhrif á íslenskan sjáv­ar­út­veg og vitum að þær geta haft þung­bær áhrif á sum byggð­ar­lög á lands­byggð­inni. Engu að síður teljum við mik­il­vægt að við sem banda­menn í Norð­ur­-Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO) höldum áfram að standa vörð um nauð­syn­legar grund­vall­ar­reglur sem eru í húfi ef við ætlum að draga úr árás­ar­girni og við­leitni til að breyta landa­mærum með vopna­vald­i.“

Þetta er skýrt, og vel fram sett hjá sendi­herr­an­um. Spenn­andi verður að fylg­ast með því, hvort átaka­lín­urnar í utan­rík­is­þjón­ust­unni íslensku, milli útgerð­ar­innar og síðan sjálfrar utan­rík­is­stefn­unnar sjálfra, verða enn skýr­ari en þær eru nú þegar orðn­ar. 

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None