Kalt stríð Gunnars Braga - Fær stuðning frá sendiherranum

Sigmundur Illugi Gunnar Bragi
Auglýsing

Óhætt er að sega að Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra standi nú í ströngu, vegna þrýst­ings frá hags­muna­gæslu­fólki sjáv­ar­út­vegs­ins hér á landi í tengslum við við­skipta­bann Rússa gagn­vart Ísland­i. 

Útgerð­ar­fyr­ir­tækin telja að þau verði af tíu til tólf millj­örðum árlega, og áhrifin séu mikil í öllu hag­kerf­inu. Íslandi þurfi að hugsa um sína hags­muni, og því eigi ekki að taka þátt í þving­un­ar­að­gerðum gagn­vart Rússum, svo að það geti opn­ast fyrir við­skipti þang­að. 

Gunnar Bragi hefur marg áréttað að full­veldi ríkja sé ekki metið til fjár, og það sé mik­il­vægt fyrir Íslend­inga að muna, að þátt­taka okkar í alþjóða­sam­starfi banda­lags­ríkja skipti landið sköp­um. Ekki komi til greina að skipta um stefnu í mál­inu.

Auglýsing

Gunn­ari Braga barst mik­il­vægur liðs­auki, í þessu kalda stríði sínu í dag, þegar sendi­herra Banda­ríkj­anna á Ísland­i, Robert Cus­hman Bar­ber, birti grein á vef sendi­ráðs­ins og á Face­book síðu þess, sem Morg­un­blaðið hafði neitað að birta. Þar færir hann rök fyrir mik­il­vægi þess að halda uppi refsi­agð­erðum gegn Rúss­um.

Greinin er eft­ir­far­andi:

Mig langar til þess að bregð­ast við því sem kom fram í frétt Morg­un­blaðs­ins þann 4. jan­úar sl. um refsi­að­gerðir Banda­ríkj­anna gegn Rúss­landi vegna aðgerða þeirra í Úkra­ínu.

Banda­ríkin eru stað­föst í þeirri trú sinni að það þurfi að halda áfram refsi­að­gerð­unum gegn Rúss­landi þar til landið upp­fyllir skuld­bind­ingar sínar sam­væmt Minsk-­sam­komu­lag­inu. Þessum refsi­að­gerðum var komið á til þess að bregð­ast við alvar­legum brotum á alþjóð­legum reglum og full­veldi þjóða á upp­byggi­legan og gæt­inn hátt án þess að grípa til vopna. Við treystum öll á og verðum að vernda alþjóð­legt kerfi, sem útheimtir virð­ingu fyrir full­veldi þjóða. Án þess­arar grund­vall­ar­reglu stafar hætta að okkur öll­um. Þess vegna er mik­il­vægt að allar þjóð­ir, sem halda grund­vall­ar­lög­mál rétt­ar­rík­is­ins í heiðri, standi sam­an.

Varð­andi það sem kemur fram í grein­inni um að Banda­ríkin hafi sótt um und­an­þágur fyrir rúss­neska vara­hluti í þyrlur langar mig að taka fram að í nóv­em­ber 2015 leyfðum við send­ingu á slíkum vara­hlutum sem afganski her­inn þarfn­að­ist fyrir Mi-17 þyrlur sín­ar. Þessir vara­hlutir féllu undir refsi­að­gerðir er snúa að tak­mörkun á útbreiðslu ger­eyð­ing­ar­vopna, sem settar voru á sam­kvæmt banda­rískum lögum um slíkar tak­mark­anir að því er varðar Íran, Norð­ur­-Kóreu og Sýr­land. Þessir vara­hlutir falla ekki undir refsi­að­gerðir vegna Úkra­ínu­deil­unn­ar. Þessi aðgerð hafði þann tak­mark­aða og ákveðna til­gang að aðstoða örygg­is­sveitir Afgana í bar­áttu sinni gegn hryðju­verk­um.

Banda­rík­in, líkt og Ísland og aðrar þjóð­ir, hafa fundið fyrir afleið­ingum refsi­að­gerð­anna vegna Úkra­ínu­deil­unnar og gagn­að­gerðum Rússa. Við vitum að þessu fylgir kostn­að­ur. Sem dæmi má nefna að á milli áranna 2014 til 2015 minnk­aði útflutn­ingur frá Banda­ríkj­unum til Rúss­lands stór­lega vegna refsi­að­gerð­anna, og varð land­bún­að­ur­inn fyrir mestum skakka­föll­um.

Við sýnum því skiln­ing að aðgerð­irnar hafa haft áhrif á íslenskan sjáv­ar­út­veg og vitum að þær geta haft þung­bær áhrif á sum byggð­ar­lög á lands­byggð­inni. Engu að síður teljum við mik­il­vægt að við sem banda­menn í Norð­ur­-Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO) höldum áfram að standa vörð um nauð­syn­legar grund­vall­ar­reglur sem eru í húfi ef við ætlum að draga úr árás­ar­girni og við­leitni til að breyta landa­mærum með vopna­vald­i.“

Þetta er skýrt, og vel fram sett hjá sendi­herr­an­um. Spenn­andi verður að fylg­ast með því, hvort átaka­lín­urnar í utan­rík­is­þjón­ust­unni íslensku, milli útgerð­ar­innar og síðan sjálfrar utan­rík­is­stefn­unnar sjálfra, verða enn skýr­ari en þær eru nú þegar orðn­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None