Kalt stríð Gunnars Braga - Fær stuðning frá sendiherranum

Sigmundur Illugi Gunnar Bragi
Auglýsing

Óhætt er að sega að Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra standi nú í ströngu, vegna þrýst­ings frá hags­muna­gæslu­fólki sjáv­ar­út­vegs­ins hér á landi í tengslum við við­skipta­bann Rússa gagn­vart Ísland­i. 

Útgerð­ar­fyr­ir­tækin telja að þau verði af tíu til tólf millj­örðum árlega, og áhrifin séu mikil í öllu hag­kerf­inu. Íslandi þurfi að hugsa um sína hags­muni, og því eigi ekki að taka þátt í þving­un­ar­að­gerðum gagn­vart Rússum, svo að það geti opn­ast fyrir við­skipti þang­að. 

Gunnar Bragi hefur marg áréttað að full­veldi ríkja sé ekki metið til fjár, og það sé mik­il­vægt fyrir Íslend­inga að muna, að þátt­taka okkar í alþjóða­sam­starfi banda­lags­ríkja skipti landið sköp­um. Ekki komi til greina að skipta um stefnu í mál­inu.

Auglýsing

Gunn­ari Braga barst mik­il­vægur liðs­auki, í þessu kalda stríði sínu í dag, þegar sendi­herra Banda­ríkj­anna á Ísland­i, Robert Cus­hman Bar­ber, birti grein á vef sendi­ráðs­ins og á Face­book síðu þess, sem Morg­un­blaðið hafði neitað að birta. Þar færir hann rök fyrir mik­il­vægi þess að halda uppi refsi­agð­erðum gegn Rúss­um.

Greinin er eft­ir­far­andi:

Mig langar til þess að bregð­ast við því sem kom fram í frétt Morg­un­blaðs­ins þann 4. jan­úar sl. um refsi­að­gerðir Banda­ríkj­anna gegn Rúss­landi vegna aðgerða þeirra í Úkra­ínu.

Banda­ríkin eru stað­föst í þeirri trú sinni að það þurfi að halda áfram refsi­að­gerð­unum gegn Rúss­landi þar til landið upp­fyllir skuld­bind­ingar sínar sam­væmt Minsk-­sam­komu­lag­inu. Þessum refsi­að­gerðum var komið á til þess að bregð­ast við alvar­legum brotum á alþjóð­legum reglum og full­veldi þjóða á upp­byggi­legan og gæt­inn hátt án þess að grípa til vopna. Við treystum öll á og verðum að vernda alþjóð­legt kerfi, sem útheimtir virð­ingu fyrir full­veldi þjóða. Án þess­arar grund­vall­ar­reglu stafar hætta að okkur öll­um. Þess vegna er mik­il­vægt að allar þjóð­ir, sem halda grund­vall­ar­lög­mál rétt­ar­rík­is­ins í heiðri, standi sam­an.

Varð­andi það sem kemur fram í grein­inni um að Banda­ríkin hafi sótt um und­an­þágur fyrir rúss­neska vara­hluti í þyrlur langar mig að taka fram að í nóv­em­ber 2015 leyfðum við send­ingu á slíkum vara­hlutum sem afganski her­inn þarfn­að­ist fyrir Mi-17 þyrlur sín­ar. Þessir vara­hlutir féllu undir refsi­að­gerðir er snúa að tak­mörkun á útbreiðslu ger­eyð­ing­ar­vopna, sem settar voru á sam­kvæmt banda­rískum lögum um slíkar tak­mark­anir að því er varðar Íran, Norð­ur­-Kóreu og Sýr­land. Þessir vara­hlutir falla ekki undir refsi­að­gerðir vegna Úkra­ínu­deil­unn­ar. Þessi aðgerð hafði þann tak­mark­aða og ákveðna til­gang að aðstoða örygg­is­sveitir Afgana í bar­áttu sinni gegn hryðju­verk­um.

Banda­rík­in, líkt og Ísland og aðrar þjóð­ir, hafa fundið fyrir afleið­ingum refsi­að­gerð­anna vegna Úkra­ínu­deil­unnar og gagn­að­gerðum Rússa. Við vitum að þessu fylgir kostn­að­ur. Sem dæmi má nefna að á milli áranna 2014 til 2015 minnk­aði útflutn­ingur frá Banda­ríkj­unum til Rúss­lands stór­lega vegna refsi­að­gerð­anna, og varð land­bún­að­ur­inn fyrir mestum skakka­föll­um.

Við sýnum því skiln­ing að aðgerð­irnar hafa haft áhrif á íslenskan sjáv­ar­út­veg og vitum að þær geta haft þung­bær áhrif á sum byggð­ar­lög á lands­byggð­inni. Engu að síður teljum við mik­il­vægt að við sem banda­menn í Norð­ur­-Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO) höldum áfram að standa vörð um nauð­syn­legar grund­vall­ar­reglur sem eru í húfi ef við ætlum að draga úr árás­ar­girni og við­leitni til að breyta landa­mærum með vopna­vald­i.“

Þetta er skýrt, og vel fram sett hjá sendi­herr­an­um. Spenn­andi verður að fylg­ast með því, hvort átaka­lín­urnar í utan­rík­is­þjón­ust­unni íslensku, milli útgerð­ar­innar og síðan sjálfrar utan­rík­is­stefn­unnar sjálfra, verða enn skýr­ari en þær eru nú þegar orðn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None