Sjúkraþjálfun er svarið

Auglýsing

Í pæl­ingum Kjarn­ans hinn 9. jan­ú­ar 2016, er vitnað í eft­ir­far­andi orð sem féllu á fundi Sam­taka Atvinnu­lífs­ins: „Á ­sama tíma er öldruðum að fjölga ört, sem kallar á end­ur­skoð­un heil­brigð­is­kerf­is­ins“. Fróð­legt er að skoða hvað gert er í heil­brigð­is­kerf­inu í ljósi þess­ara orða.

Besta leiðin til að bregð­ast við ­fjölgun aldr­aðra, er að stuðla að því að þeir haldi heil­brigði sínu, hreysti og at­gervi sem allra lengst. Því er það afar sér­stakt að sá geiri heil­brigð­is­kerf­is­ins, sem helst stuðlar að því, er skor­inn niður við trog sem aldrei fyrr. Þar er ég að tala um sjúkra­þjálf­un.

Á hru­nár­unum var skorið meira niður í end­ur­hæf­ing­u/­sjúkra­þjálfun en nokkrum öðrum geira heil­brigð­is­kerf­is­ins. Síð­an þá hefur lítið verið bætt í og jafn­vel skorið enn meira nið­ur. Nefni ég því til­ ­dæmis lokun end­ur­hæf­ing­ar­rýma Hrafn­istu á síð­asta ári, lokun fjórð­ungs end­ur­hæf­ing­ar­rýma á Krist­nesi við Akur­eyri sem til­kynnt var í des­em­ber sl. og nú síð­ast upp­sögn á aðstöðu sjúkra­þjálf­ara á hjúkr­un­ar­heim­ili Vopna­fjarð­ar­, eina sjúkra­þjálf­ar­ans í byggð­ar­lag­inu.

Auglýsing

Ekki er þetta eina hindr­unin sem mæt­ir þeim sem þarf á sjúkra­þjálfun að halda, heldur var sett reglu­gerð, sem ger­ir það að verkum að almennur sjúk­lingur fær enga nið­ur­greiðslu á þjón­ust­u ­sjúkra­þjálf­ara fyrstu 5 með­ferð­ar­skiptin og þarf því að greiða þau að fullu úr eigin vasa.

Gríð­ar­lega mik­il­vægt er að eldri ­borg­arar hafi greiðan aðgang að sjúkra­þjálf­un. Það dytti von­andi engum í hug að rífa lyf af öldruðum ein­stak­lingi sökum sparn­að­ar, en rétt er að benda á að ­með­ferð sjúkra­þjálf­ara, þjálfun og æfingar er engu minni með­ferð við mörgum þeim kvillum sem hrjá aldr­aða en lyf. Rann­sóknir hafa sýnt að áhrif þjálf­unar og hreyf­ingar hefur gríð­ar­lega jákvæð áhrif á lík­am­lega færni og and­lega líð­an eldra fólks og því hefur verið haldið fram að væri til lyf sem hefði jafn­ breið­virk með­ferð­ar­á­hrif og þjálfun, væri það kallað krafta­verka­lyf.

Rann­sóknir hafa sýnt að aldr­aðir sem njóta þjálf­unar eru mun lík­legri til að geta verið heima leng­ur, ekki síst ef þeir í fram­haldi fá þjón­ustu sjúkra­þjálf­ara heim. Sjúkra­þjálfun á hjúkr­un­ar­heim­ilum er ekki síður mik­il­væg. Þjálfun sem gerir öldruð­u­m ein­stak­lingi kleift að vera sjálf­bjarga á sal­erni í stað þess að þurfa aðstoð 1 – 2 aðstoð­ar­manna getur ekki annað en verið sparn­að­ur, að ógleymdum þeim aukn­u lífs­gæðum sem slíkt felur í sér. Þessi sparn­aður kemur hins vegar ekki fram á fyrsta degi og er því freist­andi fyrir aðþrengda fram­kvæmda­stjóra hjúkr­un­ar­heim­ila að spara aur­inn með því að skera niður þjón­ustu sjúkra­þjálf­un­ar. Sú stað­reynd að með því sé krón­unni hent er gert að seinni tíma vanda­máli.

Sé ráða­mönnum alvara í því að bregðast á skyn­sam­legan hátt við fjölgun aldr­aðra þá er stór­felld efl­ing sjúkra­þjálf­un­ar og almennrar end­ur­hæf­ingar lyk­ill­inn að lausn þess stóra verk­efn­is.

Höf­undur er for­maður Félags sjúkra­þjálf­ara.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None