Um 20 kíló á mann

Auglýsing

Þess­ar vik­urnar stendur yfir gerð nýrra búvöru­sam­inga á milli bænda og rík­is­ins. Í þeim hluta er snýr að sauð­fjár­rækt er lagt mikið kapp á að efla og auka fram­legð grein­ar­innar útfrá núver­andi for­send­um; þ.e. að fram­leiða lamba­kjöt. Sam­kvæmt fjár­lögum 2016 má reikna með að um 50 millj­arðar renni til sauð­fjár­rækt­ar­inn­ar ­yfir samn­ings­tím­ann, eða um 5 millj­arðar árlega. Und­an­farið hefur átt sér stað tals­verð umræða um fram­tíð­ar­mögu­leika grein­ar­inn­ar. Land­vinn­ingar erlend­is heilla og veðjað skal á markað kröfu­harðra neyt­enda líf­rænna afurða. Minna fer ­fyrir umræðu um hvernig kinda­kjöts­neysla hefur þró­ast inn­an­lands und­an­farna ára­tugi og því ekki úr vegi að hnykkja aðeins á henni.

Árið 1975 voru Íslend­ingar tæp­lega 216 þús­und. Um 72 þús­und gestir heim­sóttu okk­ur ár­lega og bændur höfðu rúm­lega 860 þús­und fjár á fóðr­um. Við neyttum á árs­basa um 45 kg af kinda­kjöti hvert, en þar sem fram­leiðslan nam tæp­lega 15 þús­und tonnum vorum við ekki að torga nema um 66% henn­ar. Við greiddum því með umfram­kjöt­in­u of­aní neyt­endur erlend­is.

Árið 1992 voru Íslend­ingar um 260 þús­und, rúm­lega 142 þús­und gestir heim­sóttu okk­ur ár­lega en sauðfé hafði fækkað í rétt um 487 þús­und gripi. Árleg kinda­kjöts­fram­leiðsla nam um 8600 tonn­um. Inn­an­lands­mark­að­ur­inn torg­aði um 93% af því, eða um 31 kg á íbúa.Þróun í fjölda Íslendinga, ferðamanna og sauðfjár frá árinu 1975 til 2014 samanborið  við árlega kindakjötsneyslu landans (heimildir: Hagstofan og Ferðamálastofa).

Auglýsing

Okk­ur hélt áfram að fjölga í róleg­heit­unum og árið 2002 voru Íslend­ingar tæp­lega 287 ­þús­und. Svip­aður fjöldi sá sér ástæðu til að heim­sækja okkur erlendis frá, eða um 278 þús­und manns. Um 470 þús­und fjár var í land­inu og gaf af sér um 8700 tonn af kinda­kjöti. Inn­an­lands­neysla var um 70% af heild­ar­fram­leiðsl­unni eða um 22 kg á íbúa.

Árið 2014 vorum við orðin um 326 þús­und tals­ins og um ein milljón ferða­manna sótt­u okkur heim. Jafn­margt fé var í land­inu og árið 1992, eða um 487 þús­und grip­ir ­sem gáfu af sér 10.100 tonn af kjöti. Hins­vegar hafði  inn­an­lands­salan dreg­ist meira saman og var orðin sam­bæri­leg við árið 1975, eða aðeins um 65%. Svo, þrátt fyrir þessa gríð­ar­legu fjölgun ferða­manna síðan árið 2002, þá borð­uðum við enn minna kinda­kjöt en áður á árs­vísu, aðeins um 20 kg á íbúa. Árleg heild­ar­kjöt­neysla á mann er aftur á móti 74,7 kg. Maður hlýtur að spyrja: hvað veldur því að sala á kinda­kjöti hefur ekki auk­ist í hlut­falls­legu magni við fjölgun ferða­manna ­síð­asta ára­tug­inn eða svo? Og - af hverju vill íslenski neyt­and­inn ekki meira?

Hvað skal til bragðs taka?

Þess­ar ­tölur sýna ber­lega að greinin er langt frá því að vera í mark­aðs­legu jafn­væg­i. Fram­boð er mun meira en eft­ir­spurn. Afurða­verð til bónda er sömu­leiðis lág­t, fram­leiðslu­styrkir háir og ekki fyr­ir­séð að það muni breyt­ast á næstu árum. ­Jafn­vel þótt mark­aðs­grein­ingar sýni hugs­an­lega mögu­leika á hærra afurða­verð­i, ­sér­stak­lega fyrir útflutn­ing á sér­vöru­mark­aði. Sam­kvæmt skýrslu sem ­Rann­sókn­ar­stofnun Háskól­ans á Akur­eyri gerði nýlega fyrir LS þá er mest allt lamba­kjöt sem flutt er út selt án upp­runa­merk­ing­ar. Hvernig má það vera? Ef við ætlum raun­veru­lega að skapa afurð­inni sér­stöðu sem íslenskrar “hálf­gild­is villi­bráð­ar” þá þurfa kaup­endur að minnsta kosti að vita upp­runa­land vör­unn­ar?

Ég vil sjá sauð­fjár­rækt halda áfram að vera til og dafna vel. Að ær og lömb séu á út­haga­beit sum­ar­langt og að afurð­irnar sem greinin fram­leiðir flokk­ist sem há­gæða­vara, fram­leidd á sjálf­bæran hátt án allra auka­efna. Að grunn afurða­verð hækki umtals­vert og svæð­is­bundin full­vinnsla afurða vaxi og styrk­ist enn frek­ar. Að við hættum að leggja gæði og verð lamba- svína og kjúklinga­kjöts að jöfnu. Ég trúi að tæki­færin séu ­fjölda­mörg en þau liggja ekki í að halda áfram á sömu braut og greinin hef­ur ­fylgt síð­ustu 50 árin eða svo.

Það þarf að koll­varpa núver­andi kerfi og aflæsa öllum gildrum sem eru inn­byggðar í það. Hugsa heild­stætt, tengja fram­tíð­ar­sýn grein­ar­innar mun sterkar við ­byggða­mál almennt og opna á ný atvinnu­tæki­færi fyrir þá sem kjósa að byggja sveitir lands­ins. Af hverju erum við til dæmis enn að greiða fram­leiðslu­styrki út á hvert kíló kinda­kjöts eða á grip? Af hverju greiðir ríkið ekki bændum fyr­ir­ ný­sköpun í stað­inn, til að mynda í formi búsetu- eða byggða­styrkja og hvetur þá þannig til að hugsa útfyrir kass­ann? Þeir sem vilja halda sauðfé geta sem best ­gert það áfram sam­hliða öðrum verk­efnum en þeir sem vilja nýta aðrar auð­lind­ir en beiti­land fengju aukin tæki­færi til þess.  Því ætti það ekki að ganga?

Það er margt fleira en mark­aðs­málin athuga­vert við núver­andi stöðu. Lag­ara­mm­inn, ­styrkja­kerfið allt, ástand og með­ferð beiti­lands, vörslu­skylda búfjár og lög­þving­aðar smala­mennskur fjár­lausra land­eig­enda eru, svo eitt­hvað sé nefn­t, mjög eld­fim og vand­með­farin mál sem þarf að ræða á lausn­a­mið­aðan hátt og marka ­skýran ramma. Það ger­ist aðeins með sam­vinnu og trausti á milli allra þeirra ­sem telja sig eiga hags­muna að gæta. Greinin þarf sömu­leiðis að vinna sér­ ­traust og virð­ingu neyt­enda og það verður aðeins gert með því að hlusta eft­ir óskum þeirra varð­andi afurð­irnar sem þeim er ætlað að kaupa. 

Höf­undur er land­græðslu­vist­fræð­ingur og starfar hjá Land­græðslu rík­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None