Afsláttur á reglum réttarríkis

Auglýsing

Kristín Þor­steins­dótt­ir, rit­stjóri frétta­stofu 365, gerir leið­ar­a ­sem skrif­aður var á Kjarn­ann á mið­viku­dag og umræður sem áttu sér stað í Morg­un­út­varpi Rásar 2 á fimmtu­dags­morgun um við­tal við fanga á Kvía­bryggju að umtals­efni í Frétta­blað­inu í dag. Þar ætlar hún mér ýmis­legt sem vert er að svara fyr­ir.

Svo virð­ist sem rit­stjóri 365 hafi ein­fald­lega ekki hafa ­lesið leiðar­ann eða hlustað á við­talið sem hún vitnar í og gagn­rýn­ir. Hún leggur út frá því að skrifin hafi snú­ist um að ákvörðun frétta­stofu hennar um að taka við­tal við ­þrjá menn sem hafa verið dæmdir til þungrar refs­ingar í Al Than­i-­mál­in­u svo­kall­aða hafi verið liður í sam­særi. Því fer fjarri. 

Fyr­ir­sögn leið­ara Kjarn­ans - Stóra sam­særið - vísar í það að þeir sem hafa verið dæmdir í fang­elsi vegna hrun­mála líta svo á að sam­fé­lagið allt hafi framið sam­særi gegn þeim, ekki að við­talið sjálft hafi verið slíkt sam­særi.

Auglýsing

Þá sagði í leið­ara Kjarn­ans að við­talið hafi verið liður í her­ferð sem gengur út á að menn­irnir hafi verið dæmdir að ósekju og að á Ís­landi sé ekki alvöru rétt­ar­ríki fyrst það hafi verið nið­ur­staða dóm­stóla. Þar er átt við það sem menn­irnir sögðu í við­tal­inu, ekki til­urð við­tals­ins sjálfs. Það kemur skýrt fram.

Í við­tali við Morg­un­út­varp Rásar 2 á fimmtu­dag kom skýrt fram í mínum orðum að það væri ekk­ert athuga­vert við það að taka við­tal við ­menn sem afplán­uðu refs­ingu. Fyrir því eru mörg for­dæmi. Raunar hafi við­talið verið mjög athygl­is­vert, vegna þess sem við­tals­efnin sögðu um meinta aðför ­nán­ast alls sam­fé­lags­ins gegn sér. Það er því bein­línis rangt að ætla mér að hafa haldið því fram að við­tal sem þetta eigi ekki rétt á sér.

Þá gerði ég aldrei lítið úr frétta­mann­inum sem tók við­talið, enda veit ég nákvæm­lega hvaða kostum hann býr yfir. Ekk­ert í leið­ar­anum segir hann vera þátt­tak­anda í einu eða neinu, heldur segir mjög ­skýrt að við­talið - skila­boðin sem við­tals­efnin komu á fram­færi – væri lið­ur í skipu­lagðri her­ferð. Ég var enn síður að gera lítið úr þeim blaða- og frétta­mönnum sem starfa á miðlum 365. Þar starfar mjög öfl­ugur hóp­ur heið­ar­legra fjöl­miðla­manna. Ég ætla þeim sann­ar­lega ekki að vera peð eða ganga er­inda eins eða neins. 

Ég hef hins vegar þá rök­studdu skoðun að þeir starfi við af­leitar aðstæður vegna þess að stjórn­andi þeirra taki þátt í her­ferð sem snýst að hluta um frelsi þess manns sem stýrir fyr­ir­tæk­inu öllu. Sú þátt­taka birtist, að mínu mati, í frétta­mati og skoð­ana­skrifum rit­stjór­ans.

Mitt hug­læga mat

Það er sann­ar­lega ekki fólgin nein væn­i­sýki í þeirri á­lykt­un. Mjög öfl­ugur hópur lög­manna, almanna­tengla og ann­arra sem tengjast ­mönnum sem hlotið hafa dóma í hrun­málum er, og hefur mjög reglu­lega um lang­t ­skeið, skrifað grein­ar, veitt við­töl eða nýtt sam­fé­lags­miðla til að koma á fram­færi þeim skila­boðum að framið hafi verið rétt­ar­morð á þeim sem hafa ver­ið ­dæmdir til fang­els­is­vistar í hrun­mál­um. Ég skil það líka mjög vel að vel gef­ið ­fólk sem hefur bæði efni á og færi til að berj­ast fyrir frelsi sínu með öll­u­m til­tækum ráðum geri það. 

Mitt hug­læga mat er hins vegar það að þessi her­ferð birtist einnig mjög skýrt í völdum fréttum og skoð­ana­greinum í tveimur af stærst­u einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum lands­ins. Mitt hug­læga mat er það að æðsti ­stjórn­andi frétta­stofu 365 hafi sýnt það í verki að hún slái sama takt og hinn öflugi hópur sem þátt tekur í her­ferð dæmdu mann­anna. Það eru margir fleiri sem hafa þá skoðun að öfl­ugum miðlum 365 hafi verið beitt af stjórn­endum sínum með þessum hætti gegn dóms­kerf­inu. Meðal ann­ars fyrrum dóms­mála­ráð­herra lands­ins.

Það er mitt hug­læga mat að þetta hafi rit­stjór­inn sýnt í leið­ara­skrifum í apríl í fyrra, þar sem hún ákvað meðal ann­ars að segja frá inni­haldi aðsendrar greinar eftir dóm­ara í Aur­um-­mál­inu þrátt fyrir að dóm­ar­inn hafi ákveðið að birta grein­ina ekki. Í leið­ar­anum sagði m.a.: „Það er ­nauð­syn­legt að upp­lýsa hvort sér­stakur sak­sókn­ari laug þegar hann sagð­ist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafs­son­ar. Nið­ur­staða Hæsta­réttar er ó­boð­leg, og má ekki verða enda­hnútur þessa máls. Nú taka fjöl­miðlar við."

Þessi skrif rím­uðu mjög við skrif hennar á opin­berum vett­vangi sem birst höfðu áður en Kristín varð rit­stjóri. 

Einn sak­born­inga í Aur­um-­mál­inu svo­kall­aða, er Jón Ásgeir Jóhann­es­son, eig­in­mað­ur­ ­eig­anda 365 og sá sem stýrir fyr­ir­tæk­in­u. Máttur fjöl­miðla 365 er gríð­ar­lega mik­ill og skoð­ana­mynd­andi, enda öfl­ug­asta net sjón­varps-, útvarps-, prent- og net­fjöl­miðla sem til er á Íslandi.

Þegar rit­stjóri frétta­stofu stærsta einka­rekna fjöl­mið­ils lands­ins seg­ir: „Nú taka fjöl­miðlar við“ varð­andi end­an­lega ­nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í máli sem snertir eig­in­mann eig­anda mið­ils­ins, sem ­rit­stjór­inn hefur unnið fyrir árum saman í ýmsum störf­um, þá er það mitt hug­læga mat að standa ekki á sama.

Ein­hliða fram­setn­ing

Í kjöl­far þessa kom mik­ill upp­slátt­ur Frétta­blaðs­ins, stærsta dag­blaðs lands­ins, á fréttum um að Ólafur Ólafs­son hefði ein­ungis verið dæmdur í fang­elsi á grund­velli þess að um „rangan Óla“ hafi verið rætt í sím­tali sem rætt er um í dómi Hæsta­rétt­ar. Allir sér­fræð­ing­ar ­sem blaðið ræddi við um þessa túlkun sína voru aðilar sem höfðu bein tengsl við sak­born­inga eða höfðu áður tjáð sig um að þau brot sem þar væru undir væru alls ekk­ert lög­brot, löngu áður en að nið­ur­staða dóm­stóla lá fyr­ir. Þessum frétta­flutn­ingi var fylgt eftir með frek­ari leið­ara­skrifum þar sem tekið var undir þá túlk­un.

Það er mitt hug­læga mat, eftir að hafa lesið dóm Hæsta­rétt­ar í Al Than­i-­mál­inu og ráð­fært mig við ýmsa lög­lærða menn, að slík ein­hliða fram­setn­ing sé í besta falli til þess fallin að afvega­leiða les­endur sem hafa ekki lesið dóminn­ eða rætt við sér­fræð­inga um hann. Að ákvörðun stjórn­anda fjöl­mið­ils­ins um að keyra á þess­ari fram­setn­ingu í for­síðu­fréttum í Frétta­blað­inu dag eftir dag hafi ekki verið til þess að upp­lýsa les­endur heldur hluti af her­ferð sem mið­ar­ að því að grafa undan trú­verð­ug­leika íslenska rétt­ar­kerf­is­ins. Þetta mat var einnig hægt að rök­styðja vegna þess að Hæsti­réttur var að fara að taka fyrir mál teng­t Jóni Ásgeiri nokkrum dögum eftir að öll þessi umfjöllun Frétta­blaðs­ins átti sér­ ­stað.

Varð­andi hitt fjöl­miðla­fyr­ir­tækið sem nefnt var í sam­heng­i við umrædda her­ferð þá er það mitt hug­læga mat að ýmis skrif sem þar hafi birst ­sýni svart á hvítu að stjórn­endur þess hafa tekið mjög harða afstöðu með því að ekk­ert rétta­ríki sé á Íslandi vegna hrun­dóma.

Að rann­sóknir á hendur banka­mönnum séu „of­sókn­ir“ og að ­nið­ur­staða þeirra sé rétt­ar­morð. Þessi skoðun birt­ist ítrekað í leið­urum í DV og er því ekk­ert leynd­ar­mál. Hún birt­ist meira að segja í Völvu blaðs­ins fyr­ir­ árið 2016 og henni hefur síðan verið haldið á lofti frétta­síðum sem tengjast D­V. 

Mis­mun­andi afsláttur

Í leið­ara rit­stjóra Frétta­blaðs­ins í dag segir hún að eng­in her­ferð sé í gangi, þótt hún hafi varað við stemmn­ingu gagn­vart ákveðn­um ­þjóð­fé­lags­hópi í fyrri leið­urum sín­um. „Í því felst ekki sú skoðun að ekki skuli rann­saka lög­brot, held­ur á­bend­ingar um að stigið skuli var­lega til jarðar og hvergi gef­inn afsláttur af ­reglum rétt­ar­rík­is­ins,“ segir Krist­ín.

Það er erfitt að skilja þessa pillu. Ég hef aldrei haft fyr­ir­fram mót­aðar skoð­anir gagn­vart nið­ur­stöðu dóms­mála. Það blasti aldrei við í mínum huga að það væri sjálf­gefið að brot hrun­manna væru ólög­leg. Dóm­stólar hafa hins vegar kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að svo sé. 

Í skrif­unum sem rit­stjór­inn er að gagn­rýna er líka skýrt kallað eft­ir op­inni efn­is­legri umræðu fag­manna um nið­ur­stöður dóma í stað þess að umræðan sé ein­hliða á þann veg að rétt­ar­kerfið sé ónýtt vegna þess að það dómar í hrun­mál­u­m hafi skilað sak­fell­ing­um. 

Við Kristín erum alveg sam­mála um að eng­inn afsláttur eigi að vera gef­inn af reglum rétta­rík­is­ins, en á mis­mun­andi for­send­um. Ég er þeirrar skoð­unar að rétt­ar­ríkið sé ekki sjálf­krafa ó­nýtt þegar ríkir menn eru dæmdir í fang­elsi á meðan að rit­stjóri 365 er þeirrar skoð­unar að það séu einmitt slíkar nið­ur­stöður sem ónýti rétt­ar­rík­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None