Kunnuglegar slóðir

Merkilegt með stórborgina New York, að hún virðist kunnugleg flestum þeim sem hana heimsækja, strax við fyrstu kynni. Afþreyingariðnaðurinn hefur séð til þess.

Auglýsing

Eitt af því sem ég átt­aði mig á, þegar ég kom til New York í fyrsta sinn, var að þarna var ég ­stað­ar­kunn­ug­ur. Umhverfið á mörgum stöðum í borg­inni var ekki nýtt fyrir mér­, og jafn­vel smá­at­riði í dag­legu lífi, eins og stað­setn­ingar á til­teknum bekkj­u­m í almenn­ings­görð­um, pylsu­vagnar á götu­horn­um, götu­skilti eða litlar versl­an­ir, virtu­st ­kunn­ug­leg. Hvers vegna er þetta?

Ástæðan fyrir þessum hug­hrifum mínum er meðal ann­ars sú að ­New York er fyrir aug­unum í gegnum afþrey­ing­ar­iðn­að­inn svo til alla daga. Í mínu til­felli, ver­andi á 36. ald­ursári, þá var New York-skotin menn­ing ­sér­stak­lega áhrifa­mikil í gegnum afþrey­ing­ar­iðnað og tísku á árunum 1990 til­ 2000. En það hafa komið mörg slík skeið á und­an­far­inni öld, þar sem menn­ing­ar- og lista­straum­arnir frá borg­inni hafa kryddað til­veru fólks um allan heim, og verið áhrifa­miklir í mótun tíð­ar­and­ans.

Nokkrir staðir í borg­inni, sem lifn­uðu við í hug­an­um, voru sér­stak­lega eft­ir­minni­leg­ir, og ég spurði mig hvers vegna ég kann­að­ist við þá, hvar þeir höfðu birst. 

Auglýsing

Ljós­lif­andi höfðu þeir birst mér í gegnum menn­ing­ar- og lista­strauma sem tengj­ast borg­inni órjúf­an­legum bönd­um. Það er þannig með menn­ing­ar- og lista­starf að það verður seint metið til fjár af ein­hverri nákvæmni, og oft er það ósýni­legt. Þegar fólk er farið að efast um gildi þess, þá er hollt að staldra við og horfa í kringum sig. New York er ekki ein­stök hvað þetta varð­ar, heldur frekar boð­beri þess­ara tíð­inda og stað­fest­ing á mik­il­vægi þeirra.

Grand Central

Stór­virkið Grand Central er með mögn­uð­ustu bygg­ingum New York ­borg­ar. Hún hefur verið vett­vangur ótal list­gjörn­inga í gegnum tíð­ina. Með­al­ ann­ars má nefna loka­sen­una í Car­litos Way, frá 1993, þar sem Benny Blanco frá Bronx hverf­in­u birt­ist skyndi­lega.Litla Ítalía

Kvik­mynd Martin Scor­sese, Good­fellas, kemur upp í hug­ann hér, og einnig mynd­irnar um Guð­föð­ur­inn. En það sem ég tók eftir helst var að ­kvik­myndin Leon eftir Luc Bes­son, frá 1994, þar sem Gary Old­man biður und­ir­mann sinn um að ná í „alla“ til að stöðva Leon, ger­ist þarna öll. Í mynd­inni eru fal­leg skot af götu­mynd­inni og hús­unum sömu­leið­is, ekki síst þegar leigu­morð­ing­inn þrammar ­með tólf ára stúlku sér við hlið – og kakt­us­inn – milli gisti­heim­ila.Þarna ganga þau með kaktusinn, leigumorðinginn Leon, og hin tólf ára gamla Mathilda, sem Natalie Portman lék.

Emp­ire State

Mynd­irnar af verka­mönn­unum sem voru lausir við loft­hræðslu eru vissu­lega eitt af því sem kom upp í hug­ann, þegar upp í Emp­ire State var kom­ið. En einn áhrifa­mesti lista­maður Banda­ríkj­anna – og New York borgar um ­leið – rapp­ar­inn Jay Z, hefur líka fengið mann til að muna vel eftir Emp­ire Sta­te, og mörgum öðrum kenni­leitum borg­ar­inn­ar. Alicia Keys, sem syngur lag­ið Emp­ire State of Mind, er líkt og Jay Z fædd og upp­alin í New York. Hún er ­jafn­framt á lista yfir fræg­ustu „drop out“ nem­endur í Col­umbia háskóla.  Hún hætti eftir mánuð í háskóla­nám­inu og á­kvað að ein­beita sér að tón­list­ar­ferl­in­um, sem þá þegar var á fleygi­ferð.47. stræti, vest­an­megin

Það kann að hljóma und­ar­lega, en ég kann­að­ist eitt­hvað við mig á 47. stræti, þegar ég kom þangað fyrst. Það voru myndir sem maður sá þar ­sem ég hafði séð áður. Martin Scor­sese, hver ann­ar, leik­stýrði meist­ara­verk­inu Tax­i Dri­ver, frá 1976 með Robert De Niro í aðal­hlut­verki, og fóru tökur að miklu ­leyti fram á þessu svæði. Magn­þrungin spenna mynd­ar­inn­ar, og eft­ir­minni­leg ­sam­töl, koma þarna upp í hug­ann.Central Park

Margt er hægt að telja til hér – ótal­margar sen­ur, tón­list­ar­mynd­bönd og fleira – en ég sá John McClane koma akandi á taxa, skap­andi stór­hættu, í gegnum garð­inn.Man­hattan

Sjón­varps­þætt­irnir Sex and The City eru fyrir löngu búnir að ­skapa sér sess í sögu sjón­varps­þátt­anna. Þeir gefa góða inn­sýn í lífið á Man­hatt­an. Þegar út fyrir það svæði er far­ið, dregur yfir­leitt til tíð­inda í þátt­un­um. Sam­an­ber þegar Miranda Hobbes ákveður að flytja til Brook­lyn. Sem var auð­vitað óhugs­andi.Mad­i­son Squ­are Gar­den

Þegar John Starks tróð yfir Chicago Bulls, í úr­slita­keppn­inni 1993. Ef það var eitt­hvað sem ég man sterkt eftir úr æsku, sem teng­ist New York, þá eru það viður­eignir New York Knicks og Chicago Bulls í úr­slita­keppni NBA-­deild­ar­inn­ar. Allt var reynt til að stoppa Mich­ael Jor­dan og ­fé­laga, en sig­ur­inn lenti yfir­leitt að lokum hjá Bulls. Jor­dan lék sjaldan bet­ur en í Mad­i­son Squ­are Gar­den, en hann er fæddur og upp­al­inn í New York, nán­ar til­tekið í Brook­lyn.Wall Street

Það er auð­velt að nefna Wall Street eftir Oli­ver Sto­ne, frá­ ár­inu 1989 hér. Það var ekki það sem kom upp í hug­ann, heldur til­tekið atrið­i úr kvik­mynd­inni. Þegar Gor­don Gekko heldur ræðu á hlut­hafa­fundi, og segir þau fleygu orð; „græðgi er góð“. Hann gleym­ist stundum að hann bætt við; „græðgi er rétt“. Að lokum fór þó illa fyrir hon­um.Plaza Hotel

Það var ekki ég sem fékk flugu í höf­uðið þegar þetta hót­el blasti við, við Central Park skammt frá 59. stræti. Heldur sonur minn. Þarna kom Kevin sér fyrir í Home Alone 2, og hafði það fínt, eftir að hafa átt stutt sam­tal við Don­ald Trump. Það er árlegur við­burð­ur­ hjá hót­el­inu að leyfa fólki að koma við og taka mynd­ir, til að máta sig í jólastemmn­ing­una sem Home Alone kallar fram hjá mörg­um. Coney Island Boar­d­walk

Dar­ren Arronof­sky ber ábyrgð á því að þetta svæði virtist ­kunn­ug­legt. Í hinni mögn­uðu, en jafn­framt átak­an­legu, Requiem For a Dream, ­gengur Jared Leto um svæðið sem fíkni­efna­sjúk­ling­ur­inn Harry Gold­far­b. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None