Forréttindablinda Þjóðkirkjunnar

Auglýsing
Nýlega hafa þrjár greinar um Þjóðkirkjuna birst á íslenskum vefmiðlum. Allar líta fram hjá því grundvallaratriði í trúmálum á Íslandi að hér nýtur ríkiskirkjan forréttinda og stundar yfirgang.

Afneitun á forréttindum

Í grein presthjónanna Árna Svans Daníelssonar og Kristínar Þórunnar Tómasdóttur afneita þau fjárhagslegum forréttindum kirkjunnar. Þau fullyrða að ríkið myndi ekki spara milljarða á aðskilnaði ríkis og kirkju og halda því um leið fram að greiðslur ríkisins til kirkjunnar hvíli á samningi sjálfstæðra aðila".

Minnihluti fjárframlaga ríkisins til Þjóðkirkjunnar byggir á samningum. Stærsti hluti er framlög í formi sóknargjalda, greiðslur í kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna. Þessi framlög byggja ekki á samningum og þarna gætið ríkið sparað hátt í þrjá milljarða.

Auglýsing

Afneitun á yfirgangi

Í grein Grétars Halldórssonar, starfsmanns Kjalarnesprófastsdæmis, veltir hann fyrir sér hvað orsaki pirring út í kirkju og kristni. 
Niðurstaða hans er að andstæðingar Þjóðkirkjunnar séu haldnir trúarþörf sem þeir ná ekki að fullnægja. Kirkja og kristni minna þá á þessa óuppfylltu þörf og þess vegna ráðast þeir á kirkjuna. Þetta kallar Grétar 
andlega brundstíflugremju". 

Hann íhugar stuttlega hvort ástæða reiðinnar gæti annars vegar verið sú að ríkiskirkjan sé einhver hræðilegasta stofnun sem algeimurinn hefur fætt af sér" eða þá hvort ástæðan sé að á Íslandi séu trúleysingjar skattlagðir sérstaklega í formi sóknargjalda.

Seinni tilgátan er afskrifuð með þeim rökum að sóknargjöld séu einungis tíu þúsund krónur á ári. Trúleysingjaskatturinn er ekki svo hár að hans mati að það útskýri andstöðuna við kirkjuna. Ef það væri tíu þúsund króna konuskattur" á Íslandi myndu flestir skilja að konur væru sótbrjálaðar" og kæmu ekki með langsóttar útskýringar um typpaöfund. Enn frekar ef að Þjóðkarlafélagið" myndi opinberlega verja konuskattinn" á sama hátt og ríkiskirkjan hefur barist gegn afnámi trúleysingjaskattsins.

Þó ríkiskirkjan sé að sjálfsögðu ekki einhver hræðilegasta stofnun sögunnar (enginn hefur haldið því fram), er nóg af ástæðum fyrir reiði í garð ríkiskirkjunnar sem Grétar mætti íhuga áður en hann fer út í vafasamar sálgreiningar. Hér eru þrjár:

Ríkiskirkjan nýtur forréttinda í landslögum, þar með talið í stjórnarskrá og fær hlutfallslega meiri pening frá ríkinu en önnur trúfélög. Það er óverjandi ástand sem talsmenn ríkiskirkjunnar ýmist afneita eða reyna að réttlæta. 

Ríkiskirkjan hefur staðið í vegi fyrir framförum á sviði mannréttinda. Síðast voru það réttindi hinsegin fólks. Ríkiskirkjan tafði setningu einnar hjúskaparlaga um mörg ár. Núna láta talsmenn kirkjunnar eins og kirkjan hafi verið í fararbroddi.

Ríkiskirkjan lætur börn annarra ekki í friði. Hún hefur markvisst reynt að troða sér í opinbera leik- og grunnskóla með trúboð sitt. Það er mitt mat að stór hluti þeirra sem ganga í Vantrú gera það einmitt eftir að hafa upplifað svona yfirgang.

Afleiðing afneitunarinnar

Óttar Guðmundsson kvartar  undan árásum" á Þjóðkirkjuna í grein sinni. Hann reynir ekki að troða trú [sinni] upp á nokkurn mann” og vill fá að hafa hana í friði fyrir öllum þessum besserwisserum sem vita hvað öllum er fyrir bestu".

Það sem Óttar  virðist ekki skilja er að trúleysingjar fá ekki frið fyrir trú kirkjunnar hans og að henni er sannarlega troðið upp á þá sem ekki aðhyllast hana, eins og sést á upptalningu minni hér á undan. Á meðan yfirgangur og forréttindi ríkiskirkjunnar er við lýði getur Óttar ekki búist við því að fólk ráðist" ekki á kirkjuna.

Höfundur er ritstjóri Vantrú.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None