Forréttindablinda Þjóðkirkjunnar

Auglýsing
Nýlega hafa þrjár greinar um Þjóð­kirkj­una birst á íslenskum vef­miðl­um. Allar líta fram hjá því grund­vall­ar­at­riði í trú­málum á Íslandi að hér nýtur ríkis­kirkjan for­rétt­inda og stundar yfir­gang.

Afneitun á for­rétt­indum

Í grein prest­hjón­anna Árna Svans Dan­í­els­sonar og Krist­ínar Þór­unnar Tóm­as­dóttur afneita þau fjár­hags­legum for­rétt­indum kirkj­unn­ar. Þau full­yrða að ríkið myndi ekki spara millj­arða á aðskiln­aði ríkis og kirkju og halda því um leið fram að greiðslur rík­is­ins til kirkj­unn­ar hvíli á samn­ingi sjálf­stæðra aðila".

Minni­hluti fjár­fram­laga rík­is­ins til Þjóð­kirkj­unnar byggir á samn­ing­um. Stærsti hluti er fram­lög í formi sókn­ar­gjalda, greiðslur í kirkju­mála­sjóð og Jöfn­un­ar­sjóð sókna. Þessi fram­lög byggja ekki á samn­ingum og þarna gætið ríkið sparað hátt í þrjá millj­arða.

Auglýsing

Afneitun á yfir­gangi

Í grein Grét­ars Hall­dórs­sonar, starfs­manns Kjal­ar­nes­pró­fasts­dæm­is, veltir hann fyrir sér hvað orsaki pirr­ing út í kirkju og kristn­i. 

Nið­ur­staða hans er að and­stæð­ingar Þjóð­kirkj­unnar séu haldnir trú­ar­þörf sem þeir ná ekki að full­nægja. Kirkja og kristni minna þá á þessa óupp­fylltu þörf og þess vegna ráð­ast þeir á kirkj­una. Þetta kallar Grét­ar 
and­lega brundstíflugremju". 

Hann íhugar stutt­lega hvort ástæða reið­innar gæti ann­ars vegar verið sú að ríkis­kirkjan sé ein­hver hræði­leg­asta stofnun sem algeim­ur­inn hefur fætt af sér" eða þá hvort ástæðan sé að á Íslandi séu trú­leys­ingjar skatt­lagðir sér­stak­lega í formi sókn­ar­gjalda.

Seinni til­gátan er afskrifuð með þeim rökum að sókn­ar­gjöld séu ein­ungis tíu þús­und krónur á ári. Trú­leys­ingja­skatt­ur­inn er ekki svo hár að hans mati að það útskýri and­stöð­una við kirkj­una. Ef það væri tíu þús­und króna konu­skatt­ur" á Íslandi myndu flestir skilja að konur væru sót­brjál­að­ar" og kæmu ekki með langsóttar útskýr­ingar um typpa­öf­und. Enn frekar ef að Þjóð­karla­fé­lag­ið" myndi opin­ber­lega verja konu­skatt­inn" á sama hátt og ríkis­kirkjan hefur barist gegn afnámi trú­leys­ingja­skatts­ins.

Þó ríkis­kirkjan sé að sjálf­sögðu ekki ein­hver hræði­leg­asta stofnun sög­unnar (eng­inn hefur haldið því fram), er nóg af ástæðum fyrir reiði í garð ríkis­kirkj­unnar sem Grétar mætti íhuga áður en hann fer út í vafa­samar sál­grein­ing­ar. Hér eru þrjár:

Ríkis­kirkjan nýtur for­rétt­inda í lands­lög­um, þar með talið í stjórn­ar­skrá og fær hlut­falls­lega meiri pen­ing frá rík­inu en önnur trú­fé­lög. Það er óverj­andi ástand sem tals­menn ríkis­kirkj­unnar ýmist afneita eða reyna að rétt­læta. 

Ríkis­kirkjan hefur staðið í vegi fyrir fram­förum á sviði mann­rétt­inda. Síð­ast voru það rétt­indi hinsegin fólks. Ríkis­kirkjan tafði setn­ingu einnar hjú­skap­ar­laga um mörg ár. Núna láta tals­menn kirkj­unnar eins og kirkjan hafi verið í far­ar­broddi.

Ríkis­kirkjan lætur börn ann­arra ekki í friði. Hún hefur mark­visst reynt að troða sér í opin­bera leik- og grunn­skóla með trú­boð sitt. Það er mitt mat að stór hluti þeirra sem ganga í Van­trú gera það einmitt eftir að hafa upp­lifað svona yfir­gang.

Afleið­ing afneit­un­ar­innar

Óttar Guð­munds­son kvartar  und­an árásum" á Þjóð­kirkj­una í grein sinni. Hann reyn­ir ekki að troða trú [sinni] upp á nokkurn mann” og vill fá að hafa hana í friði fyrir öllum þessum bess­erwiss­erum sem vita hvað öllum er fyrir best­u".

Það sem Ótt­ar  virð­ist ekki skilja er að trú­leys­ingjar fá ekki frið fyrir trú kirkj­unnar hans og að henni er sann­ar­lega troðið upp á þá sem ekki aðhyll­ast hana, eins og sést á upp­taln­ingu minni hér á und­an. Á meðan yfir­gangur og for­rétt­indi ríkis­kirkj­unnar er við lýði getur Óttar ekki búist við því að fólk ráð­ist" ekki á kirkj­una.

Höf­undur er rit­stjóri Van­trú.­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None