Leikskólinn, fyrsta stig í einstaklingsmiðuðu skólakerfi

Auglýsing

Ég hef alltaf elskað starfið mitt sem leik­skóla­kenn­ari og leik­skóla­stjóri. Því mið­ur­ er sagan að breyt­ast og þessa dag­ana horfi ég annað varð­andi fram­tíð mína. Ekki ­vegna þess að starfið mitt er ekki krefj­andi og gef­andi. Ekki heldur vegna þess að ég er gráðug og vil fá meira kaup eða annan lífstíl. Heldur vegna þess að ég er búin að fá nóg af misvísand­i skila­boðum frá samfélag­inu og ­yf­ir­völdum um hlut­verk leik­skóla og fram­tíð skóla­stigs­ins.

Í aðal­námskrá leik­skóla og í lögum um leik­skóla­stig­ið, kem­ur fram að leik­skólar skuli vera sam­fé­lag þar sem yngstu ein­stak­ling­ar ­sam­fé­lags­ins njóti bernsku sinnar við leiki þar sem leikur er tal­inn mik­ilvægasta náms­leið ungra barna. Leikskólinn á að  vinna sam­þætt með upp­eldi, menntun og u­mönn­un. Við eigum að hlúa að börnum and­lega, vits­mun­lega og lík­am­lega eft­ir þörfum hvers og eins. Við eigum að tryggja að öll börn finni til sín, finni hæfni til að vaxa.

Sú umræða sem nú lætur hæst frá hendi yfir­valda er fælandi fyrir fag­fólk leik­skólans. Umræðan snýst um efna­hags­leg ­sjón­ar­mið  m.a. gjald­frjálsa leik­skóla ­fyrir for­eldra, um að leik­skól­inn taki inn yngri börn í stað þess að stjórnvöld tak­ist á við að lengja ­fæð­ing­ar­or­lof. Og einnig er umræða um að fimm ára börn eigi betur heima í grunn­skóla þrátt fyrir rann­sókn­ir ­sem styðja hið gagn­stæða, rann­sóknir sem sýna fram á að börn vaxi best í um­hverfi sem ekki er of stýr­andi og eins­leitt. Farsælt væri að mennta­mála­r­á­herra myndi taka þátt í þess­ari umræðu af meiri krafti en nú er. Umræður um nið­ur­skurð í leik­skól­anum í Reykja­vík­ur­borg er auð­vitað ekki hægt að forð­ast þessa dag­ana. Leik­skólar hafa verið skornir niður inn að bein­i og nú er ætl­ast til þess að við tökum upp hníf­inn einu sinni enn, en samt sem áður að eigum við að vernda grunn­þjón­usta og jafn­vel bæta fag­leg vinnu­brögð.

Auglýsing

Það læsisátak ­sem nú ríður yfir upp­lifum við mörg sem læsisárás. Við eigum að vinna með flókið læsi sem mælt er með einföld­um við­miðum um lest­ur. Auð­vitað þurfa börn að læra að ­lesa, en þarf það að ger­ast á sama tíma hjá öllum börn­um? Ég var læs fjög­urra ára, bróð­ir m­inn sjö ára. En viti menn, við náðum svip­uðum árangri í skóla­kerf­inu þeg­ar fram liðu stund­ir. Mér er sagt að mark­viss læsisskimun í leik­skóla, strax á þriðja ári, sé ætlað að segja okkur hvaða börn eru í áhættu­hópi varð­andi lestur og þróun máls. Ein­faldar mælingar þar sem horft er fram hjá að sum­ ­börn eru tví­tyngd, önnur hafa lít­inn áhuga á lestri eða koma kannski frá­ heim­ilum þar sem for­eldrar glíma við „lífið sjálft“. Skól­um, bæði leik- og grunn­skól­um, ber skylda til að mæta þessu fólki, efla það, styðja og hlúa að þeim á þeirra for­send­um. Ekki greina það með einföldum mælitækjum, merkja það og hræða um lélega fram­tíð­ar­mögu­leika.

Er nauðsyn­leg­t að hafa við­mið sem allir eiga að ná á sama tíma? Ef við náum ekki öll­u­m við­mið­unum erum við þá í raun­inni í vanda eða áhættu? Gæti það hugs­an­lega verið að leik­skóla­börn séu ein­stak­lingar sem þroskast mis­hratt og hafi getu á mis­mun­andi svið­um?

Ef grunn­skól­inn er eins­leitur og býr ekki yfir svig­rúmi til að ­kenna marg­breyti­legum hópi barna með fjöl­breyttum kennslu­að­ferðum, er það þá hlut­verk leik­skóla að kenna börnum að lesa áður en þau stíga inn í kennslu­stofu? Er það raun­veru­legt hlut­verk leik­skóla að móta öll börn í sama mót?

Með til­liti til nýlegrar fréttar um stór­auk­inn kvíða barna tel ég að við verðum að staldra við og íhuga hvert við stefn­um. Helga Arn­fríð­ur­ Har­alds­dóttir sál­fræð­ingur telur meðal ann­ars, að börn hafa minni tími en áður­ til að leika sér og að þeim sé of mikið stýrt í skól­an­um, það valdi þeim streitu og kvíða. Í leik­skól­anum kallar núna margt á aukna stýr­ingu, aukna eins­leitni og aukna mið­stýr­ingu. Er ekki skekkja í þessu?

Ég heillast að leik­skóla­kenn­ara­starf­inu vegna þess að hingað til hefur það veit mér tækifæri til að skapa samfélag ­með mis­mun­andi fólki. Starfið felst í að skapa samfélag með ólíkum börnum og for­eldrum þeirra og und­ir­bú­a ­börnin þannig fyrir þátt­töku í stærra ­samfélagi. Ég óttast það samfélag þar sem við ­setjum við­mið sem tekur ekki mið af ein­stak­ling­um, við­mið sem margir upp­fylla ekki. Ég ótt­ast einnig sam­fé­lag sem setur kröfu á fyrstu skóla­stig enn er ekki reið­búin að við­ur­kenna að það þarf einnig að hlúa að, styðja við og efla ­starfið sem þar fer fram og að það kostar þó nokkrar krón­ur.

Að því sögðu vil ég óska öllum til ham­ingju með Dag ­leik­skól­ans. 

Höf­undur er leik­skóla­stjóri í leik­skól­anum Ösp og for­maður hverf­is­ráðs Breið­holt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None