Kastljósið beinist að fjármögnun eigin bréfa - Innanmein sem óx og óx

hæstiréttur_opt.jpg
Auglýsing

Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrrum banka­stjóri Lands­bank­ans, Ívar Guð­jóns­son, fyrrum for­stöðu­maður eigin fjár­fest­inga Lands­bank­ans, Júl­íus S. Heið­ars­son, sem var sér­fræð­ingur í sömu deild, og Sindri Sveins­son, sem starf­aði við eigin fjár­fest­ingar hjá Lands­bank­an­um, voru allir dæmdir sekir um mark­aðs­mis­notkun í Hæsta­rétti 4. febr­úar síð­ast­lið­innÁn þess að farið sé út í máls­at­vik í smá­at­riðum að þessu sinni, þá beindust spjótin að fjár­mögnun bank­ans á eigin hluta­fé. Sig­ur­jón fékk 18 mán­aða fang­elsi, Ívar tveggja ára fang­elsi og Sindri og Júl­íus eins árs fang­elsi. Hæsti­réttur hefur nú ítrekað dæmt banka­menn seka um lög­brot, vegna fjár­mögn­unar bank­anna á eigin hluta­fé. Það gerð­ist í Al Than­i-­mál­inu, þar sem Kaup­þings­menn voru dæmdir sekir, Imon mál­inu þar sem Lands­banka­menn voru dæmdir sekir, og BK-­mál­inu, þar sem Glitn­is­menn voru dæmdir sek­ir. Svo ein­hver mál séu nefnd til sög­unn­ar, en fleiri mál, þar sem fjár­mögnun eigin hluta­bréfa bank­anna er ann­ars veg­ar, bíða þess að fá lokar­nið­ur­stöðu í Hæsta­rétti. Þar á meðal er mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál í Kaup­þingi, sem þegar hefur verið sak­fellt fyrir í hér­aði, og einnig Stím-­málið svo­kall­aða, sem einnig hefur verið sak­fellt fyrir í hér­aði.Þó skal tekið fram að hvert mál er ein­stakt og for­sendur geta verið ólík­ar, sem til umfjöll­unar eru í hverju máli. Menn eru sak­lausir uns sekt er sönn­uð, vita­skuld, og oft þurfa dóm­arar að meta marg­vís­leg gögn sem ekki endi­lega er ein­falt að greina. En það er sam­eig­in­legt með þessum málum öll­um, að fjár­mögnun á eigin hlutafé er til umfjöll­un­ar.Sam­tals nema fang­els­is­dómar í þessum mál­um, sem hafa verið til lykta leidd og nefnd hér að ofan, meira en 30 ára fang­elsi. Hæsti­réttur er því að draga djúpa línu í sand­inn með það, hvað sé leyfi­legt og hvað ekki, þegar kemur að fjár­mögnun á eigin hluta­fé. Oft hefur fjár­mögnun bank­anna á eigin hlutafé komið til umræðu á umliðnum árum, frá því að Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um banka­hrunið birti frum­gögn um hvernig hlutafé bank­anna var fjár­magn­að, og kom þá fram að allir bank­arnir þrír fjár­mögn­uðu mun meira en 10 pró­sent af eigin hluta­fé, sem var hámarkið sam­kvæmt íslenskum lög­um. Erlendis er hámarkið víð­ast hvar 5 pró­sent.Athygli hefur vak­ið, í þeim málum sem komið hafa til kasta dóm­stóla, að engin erlend for­dæmi hafa verið nefnd til sög­unn­ar, sem sýna við­líka fjár­mögnun á eigin hlutafé eins og var fyrir hendi hjá íslensku bönk­un­um. Ástæðan er lík­lega sú, að engin dæmi eru til erlendis frá um við­líka stöðu eins og átti sér stað hjá íslensku bönk­un­um, enda er það óeðli­leg staða - sem skapar mikla fjár­tjóns­hættu - þegar bankar fjár­magna stóran hluta af eigin hluta­fé. Fyrir skráð fyr­ir­tæki er það aug­ljós­lega til þess fallið að bjaga og falsa mark­aðs­verð.Með ólík­indum verður að telj­ast að Seðla­banki Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið hafi ekki greint þessa hættu sem skap­aði stórt inn­an­mein í banka­kerf­inu, ekki síst vegna kross­lána frá einum bank­anna til ann­ars. Í ljósi þess að þetta fékk að við­gangast, þá magn­að­ist vand­inn upp með tím­an­um, og gaf stjórn­endum bank­anna einnig engin skýr skila­boð um hvað má og hvað ekki. Í því felst rík ábyrgð hjá þessum lyk­il­stofn­unum á fjár­mála­mark­aði.

Sigurjón Þ. Árnason.Í dómi Hæsta­réttar frá 4. febr­ú­ar, er vitnað til tölvu­bréfa sem Sig­ur­jón Árna­son sendi á Björgólf Thor Björg­ólfs­son, fjár­festi og þá stærsta eig­anda Lands­bank­ans, ásamt föður sín­um. Í póst­inum er meðal ann­ars verið að ræða mögu­lega sam­ein­ingu Straums og Lands­bank­ans. Í dómnum seg­ir: „
Þá hafa verið lögð fram tvö tölvu­bréf sem ákærði Sig­ur­jón sendi BTB í ágúst og sept­em­ber 2008. Með fyrra tölvu­bréf­inu 22. ágúst 2008 fylgdi kynn­ing á því í formi glæra hvernig haga mætti hugs­an­legri sam­ein­ingu Lands­banka Íslands hf. og Straum­s-­Burða­r­áss Fjár­fest­inga­banka hf., en sá banki mun að stórum hluta hafa verið í eigu félaga sem BTB og BG réðu yfir. Síð­ara tölvu­bréf­inu 17. sept­em­ber 2008 fylgdi minn­is­blað sem ákærði hafði tekið saman um þennan hugs­an­lega sam­runa bank­anna tveggja. Þar sagði meðal ann­ars: „Kjarni máls­ins er að það er of mikið flot á bréfum hvors banka fyrir sig, þ.e. okkur vantar í enda­kaup­endur af bréfum sem og fjár­mögn­un­ar­að­ila á bréfin almennt ... Lands­bank­inn á erfitt með að kaupa meira af eigin bréfum án eig­in­fjár­aukn­ingar ... Sam­ein­ing við Lands­banka býður hins vegar upp á að færa eig­in­fjár­hlut­fallið sam­ein­aðs banka í c.a. 11% en við það losnar um ríf­lega 600 millj­ónir evra af eigin fé. Þetta er einmitt það eigið fé sem við höfum gert ráð fyrir að nota ann­ars vegar í að þurrka upp eigin bréf og hins vegar til að leysa ákv. mál ... Jafn­framt verður að hafa í huga að skv. reglum eru báðir bank­arnir tak­mark­aðir af því að fjár­magna eigin bréf við 10% af nafn­verði hluta­fjár.Það eru hins vegar minni tak­mark­anir á að fjár­magna bréf hvors ann­ars beint og óbeint ... Þetta hafa bank­arnir verið að gera í tölu­verðum mæli. Þannig að það er umtals­vert magn af rými til fjár­mögn­unar hluta­bréfa sem fellur út við sam­ein­ingu þar sem lán út á Straums­bréf koma til með að flokk­ast sem lán út á eig­in­bréf eftir sam­ein­ingu og lán út á Lands­banka­bréf í Straumi verða lán út á eigin bréf í sam­ein­uðum banka ... Þegar þetta er skoðað þá verður nið­ur­staðan sú að lán út á Straums­bréf/­Sam­son Global í Lands­banka sem verði áfram til eftir sam­ein­ing­una og lán í Straumi út á Lands­banka/­Sam­son ehf. verða um 10% af hlutafé sam­ein­aðs banka. Þetta er auð­vitað vanda­mál þar sem til við­bótar eru auð­vitað núver­andi lán Lands­bank­ans út á eigin bréf sem verða eftir sam­ein­ing­una um 7-8% af heild­ar­bréfum bank­ans þrátt fyrir að ég geri ráð fyrir að fella niður umtals­vert magn bréfa. Sam­tals er þetta um 17-18% sem auð­vitað er nokkuð yfir 10% mörk­un­um. Þetta verður ekki leyst nema í sam­vinnu við KB og Glitni. En í því sam­hengi er rétt að muna að við erum núna að semja við Glitni um að taka 27 millj­arða á Sam­son ehf. sem ekki er með­talið í þess­ari umræð­u.“

Björgólfur Thor Björgólfsson, framan á bók sinni, Billions to Bust - and Back.

Auglýsing

Þetta eru áhuga­verðar upp­lýs­ing­ar, og ljóst að Björgólfi Thor var haldið upp­lýstum um þetta inn­an­mein, í það minnsta sem snéri að Lands­bank­an­um. Þó allir banka­menn neiti sök, þegar kemur að hrun­mál­un­um, þá ætti það ekki að koma neinum á óvart, að fjár­mögnun bank­anna allra á eigin hluta­fé, og fram­kvæmdin á þeim við­skiptum þar sem slíkt er gert, sé að rata inn á borð dóm­stóla og þeir líti svo á að um ólög­legar aðgerðir sé að ræða. Þegar fyr­ir­tæki fjár­magna eigin hlutafé langt út fyrir lög­leg mörk þá er verið að hola þau að inn­an, og senda út röng skila­boð um mark­aðsvirði þeirra og fjár­hags­legan styrk. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None