Allir stilli sér upp með fólkinu á gólfinu í Straumsvík

RioTinto.jpg
Auglýsing

Stór­fyr­ir­tækið Rio Tin­to, sem er eig­andi álvers­ins í Straums­vík, hefur hug á því að fara með vinnu­stöðvun hafn­ar­verka­manna, sem getur hamlað útflutn­ingi á áli, fyrir félags­dóm. Þetta kom fram í fréttum RÚV.Með öðrum orð­um, þá ætlar fyr­ir­tækið að fara í hart við starfs­menn­ina sína. Í ljósi þess hvernig fyr­ir­tækið hefur komið fram að und­an­förnu, þá verða óbeinar hót­anir um að allir starfs­menn í Straums­vík missi vinn­una lík­lega ekki langt und­an. 

Það verður að telj­ast með nokkrum ólík­indum að stjórn­völd í land­inu, verka­lýðs­hreyf­ingin öll (líka Vil­hjálmur Birg­is­son) og Sam­tök atvinnu­lífs­ins, hafi ekki komið sér saman í fylk­ingu um að berj­ast gegn ömur­legum aðferðum þessa stór­fyr­ir­tæk­is, í kjara­deilum starfs­manna þess og fyr­ir­tæk­is­ins. For­stjóri Rio Tin­to, Sam Walsh, ákvað að aftengja starf­semi Rio Tinto úr íslenskum vinnu­rétti með ein­hliða ákvörðun sinni um launa­fryst­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, til að bregð­ast við erf­iðu rekstr­ar­um­hverfi í augna­blik­in­u. Fyrir vikið er fyr­ir­tækið ekki að starfa á grunni ára­tuga venju um að virða kjara­samn­inga og sam­komu­lag aðila vinnu­mark­að­ars­ins. Það sem er líka alvar­legt í þessu sam­hengi, er að allur þung­inn í umræð­unum fer frá stjórn­endum í Straums­vík og beint inn á borð for­stjór­ans á heims­vísu, og yfir­stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta er ekki lítið mál, og starfs­menn­irnir í Straums­vík, sem eru þekktir fyrir trygg­lyndi og dugn­að, standa nú frammi fyrir því að geta með engu móti náð eyra þeirra sem ráða ferð­inni hjá við­semj­andn­um. Hroki sem þessi á sér fá dæmi hér á landi, og algjör óþarfi að leyfa honum að koma fram án mót­mæla.Sér­með­ferðin sem fyr­ir­tækið hefur feng­ið, ekki síst eftir að lög um fjár­magns­höft voru sam­þykkt í nóv­em­ber 2008, er algjör­lega óum­deild og mik­il­vægt að fólk átti sig á því, að það eru tak­mörk fyrir yfir­gang­inum sem alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki geta sýnt hér á land­i. 

Rann­veig Rist, for­stjór­inn á Íslandi, og hennar næstu und­ir­menn hér á landi - svo ekki sé nú talað um upp­lýs­inga­full­trú­ann sem enga vigt hefur - ráða ekki neinu um fram­vindu mála í þessum deil­um, og svo virð­ist sem hin sjálf­stæða stjórn hér á landi geri það ekki held­ur. Það þarf að standa vörð um ára­tuga­upp­bygg­ingu íslensks vinnu­mark­að­ar, og þar eiga atvinnu­rek­endur og verka­lýðs­hreyf­ingin mikla og ríka sögu sem hefur skipt miklu máli. Í þessu til­tekna máli starfs­fólks­ins í Straums­vík er nýjum aðferðum beitt, sem tengj­ast grund­vall­ar­at­riðum á vinnu­mark­aði á Íslandi. Von­andi tekst þeim sem eiga hags­muna að gæta, fyrir hönd starfs­fólks­ins á gólf­inu í Straums­vík, að stilla sér upp sam­eig­in­lega gegn yfir­gangi Rio Tinto. 

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None