Allir stilli sér upp með fólkinu á gólfinu í Straumsvík

RioTinto.jpg
Auglýsing

Stór­fyr­ir­tækið Rio Tin­to, sem er eig­andi álvers­ins í Straums­vík, hefur hug á því að fara með vinnu­stöðvun hafn­ar­verka­manna, sem getur hamlað útflutn­ingi á áli, fyrir félags­dóm. Þetta kom fram í fréttum RÚV.Með öðrum orð­um, þá ætlar fyr­ir­tækið að fara í hart við starfs­menn­ina sína. Í ljósi þess hvernig fyr­ir­tækið hefur komið fram að und­an­förnu, þá verða óbeinar hót­anir um að allir starfs­menn í Straums­vík missi vinn­una lík­lega ekki langt und­an. 

Það verður að telj­ast með nokkrum ólík­indum að stjórn­völd í land­inu, verka­lýðs­hreyf­ingin öll (líka Vil­hjálmur Birg­is­son) og Sam­tök atvinnu­lífs­ins, hafi ekki komið sér saman í fylk­ingu um að berj­ast gegn ömur­legum aðferðum þessa stór­fyr­ir­tæk­is, í kjara­deilum starfs­manna þess og fyr­ir­tæk­is­ins. For­stjóri Rio Tin­to, Sam Walsh, ákvað að aftengja starf­semi Rio Tinto úr íslenskum vinnu­rétti með ein­hliða ákvörðun sinni um launa­fryst­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, til að bregð­ast við erf­iðu rekstr­ar­um­hverfi í augna­blik­in­u. Fyrir vikið er fyr­ir­tækið ekki að starfa á grunni ára­tuga venju um að virða kjara­samn­inga og sam­komu­lag aðila vinnu­mark­að­ars­ins. Það sem er líka alvar­legt í þessu sam­hengi, er að allur þung­inn í umræð­unum fer frá stjórn­endum í Straums­vík og beint inn á borð for­stjór­ans á heims­vísu, og yfir­stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta er ekki lítið mál, og starfs­menn­irnir í Straums­vík, sem eru þekktir fyrir trygg­lyndi og dugn­að, standa nú frammi fyrir því að geta með engu móti náð eyra þeirra sem ráða ferð­inni hjá við­semj­andn­um. Hroki sem þessi á sér fá dæmi hér á landi, og algjör óþarfi að leyfa honum að koma fram án mót­mæla.Sér­með­ferðin sem fyr­ir­tækið hefur feng­ið, ekki síst eftir að lög um fjár­magns­höft voru sam­þykkt í nóv­em­ber 2008, er algjör­lega óum­deild og mik­il­vægt að fólk átti sig á því, að það eru tak­mörk fyrir yfir­gang­inum sem alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki geta sýnt hér á land­i. 

Rann­veig Rist, for­stjór­inn á Íslandi, og hennar næstu und­ir­menn hér á landi - svo ekki sé nú talað um upp­lýs­inga­full­trú­ann sem enga vigt hefur - ráða ekki neinu um fram­vindu mála í þessum deil­um, og svo virð­ist sem hin sjálf­stæða stjórn hér á landi geri það ekki held­ur. Það þarf að standa vörð um ára­tuga­upp­bygg­ingu íslensks vinnu­mark­að­ar, og þar eiga atvinnu­rek­endur og verka­lýðs­hreyf­ingin mikla og ríka sögu sem hefur skipt miklu máli. Í þessu til­tekna máli starfs­fólks­ins í Straums­vík er nýjum aðferðum beitt, sem tengj­ast grund­vall­ar­at­riðum á vinnu­mark­aði á Íslandi. Von­andi tekst þeim sem eiga hags­muna að gæta, fyrir hönd starfs­fólks­ins á gólf­inu í Straums­vík, að stilla sér upp sam­eig­in­lega gegn yfir­gangi Rio Tinto. 

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None