Samtök atvinnulífsins andsnúin lífskjarabótum fyrir almenning

Auglýsing

Fyrir Alþingi liggur nú frum­varp um ­stytt­ingu vinnu­dags­ins. Þetta frum­varp, sem er lagt fyrir í annað sinn, er komið til umræðu í nefnd hjá Al­þingi og því var kallað eftir umsögnum frá ýmsum hags­mun­að­il­um. Umsagn­ir bár­ust meðal ann­ars frá Sam­tökum Atvinnu­lífs­ins og Alþýðu­sam­bandi Íslands.

Merki­legt nokk, þá eru Sam­tök Atvinnu­lífs­ins og Alþýðu­sam­band Íslands sam­mála um eitt varð­andi frum­varp­ið, en það er ekki það að launa­fólk fái nú að vinna minna, heldur að frum­varpið beri ekki að ­sam­þykkja.

Það er vert að skoða betur af hverju ­sam­tökin leggj­ast bæði gegn frum­varp­inu.

Auglýsing

Byrjum á fram­lagi Sam­taka Atvinnu­lífs­ins. Í um­sögn þeirra segir meðal ann­ars að grein­ar­gerð með frum­varp­inu „ein­kenn­ist af órök­studdum alhæf­ingum og mis­skiln­ing­i“. Ekki fylgir með í umsögn Sam­taka At­vinnu­lífs­ins í hverju meintar alhæf­ingar og mis­skiln­ingur felast, heldur er vaðið fram og til baka í sund­ur­slit­inni umræðu um hitt og þetta sem teng­ist vinnu­tíma.

Skoðum nokkur dæmi.

Sam­tökin segja að lögin sem voru sett árið 1971 um 40 stunda vinnu­viku hafi verið upp­haf „óða­verð­bólg­unnar sem ríkti næst­u 10-15 árin“. Hér fylgir eng­inn rök­stuðn­ing­ur, engin ítar­leg grein­ing á þessu ­sam­bandi skemmri vinnu­viku og óða­verð­bólgu, og auk­in­heldur er hér alger­lega litið fram­hjá þeirri hag­stjórn sem ríkti á þeim tíma. Merki­legt nokk, þá saka ­Sam­tök Atvinnu­lífs­ins flutn­ings­menn laga­frum­varps­ins um alhæf­ing­ar, en sam­tök­in ­leyfa sér svo sjálf að varpa fram alhæf­ingum eins og þess­ari, og raunar gott bet­ur, því þau varpa hér fram alger­lega nýrri skýr­ingu á þeim miklu verð­bólgu­tímum í Íslands­sög­unni sem átt­undi ára­tug­ur­inn var.

En hér má ekki láta glepjast, því þetta er hræðslu­á­róð­ur: Mark­miðið er fyrst og fremst að hræða þing­menn á Alþing­i Ís­lend­inga til að hunsa frum­varp­ið, en jafn­framt koma þeirri hug­mynd að í hug­um ­fólks að skemmri vinnu­tími muni orsaka verð­bólg­u. Sam­tökin segja líka að vinnu­tími hafi styst á und­an­förn­um fjórum ára­tug­um. Af hverju fjórum ára­tug­um? Ef litið er á með­fylgj­andi mynd, þá sést að vinnu­tími á Íslandi stytt­ist mjög mikið milli 1970 og 1980, en síðan þá hefur lítið breyst. Sam­tökin bæta að vísu við að vinnu­tími hafi almennt styst um fjórar stundir á viku, und­an­farna tvo ára­tugi.



Það er samt aug­ljóst að Sam­tök Atvinnu­lífs­ins völdu þarna tíma­bil sem þeim hent­ar, til að láta sýn­ast sem svo að það sé fram­þróun í þessum mál­um, þegar í raun og veru hefur fjöldi vinnu­stunda fremur ein­kennst af stöðnun en öðru síðan 1980. Ekki má hér láta glepjast af eft­ir-hrunsár­un­um, því þar er um að ræða afleið­ingu af því að fólk fékk ekki lengur að vinna jafn mikla yfir­vinnu, og auk­in­held­ur, þá ku fjöldi vinnu­stunda vera á upp­leið á ný – eru ýmsir hag­fræð­ingar him­in­lif­and­i ­yfir því.

Sam­tök Atvinnu­lífs­ins segja líka að það verði að miða við „virkan vinnu­tíma á Íslandi, en ekki greiddan vinnu­tíma sem ­felur í sér neyslu­hlé og eru eigin tími starfs­manna“. Þessi mantra, sem heyr­is­t ­stundum frá and­stæð­ingum skemmri vinnu­stunda, er orðin nokkuð göm­ul. Þarna er ­dregin upp ein­hver sú mynd að íslenskir launa­menn eyði svo miklum tíma í „­neyslu“, að engum mæl­ingum á fjölda vinnu­stunda megi treysta.

Stað­reynd­irnar tala þó sínu máli: Vinnu­tím­i á Íslandi er lengri en í nágranna­ríkj­un­um, og lengri en í ýmsum  þró­uðum evr­ópu­ríkj­um, eins og Þýska­landi og Frakk­landi – myndin sýnir þetta vel. Þessi mynd er teiknuð eftir gögnum frá The Con­fer­ence Board, en þar á bæ hefur einmitt verið gerð ítar­leg til­raun til að draga kerf­is­bund­ið úr hinum ýmsu skekkjum sem meðal ann­ars verða til af „neyslu­hléum“. Þessi gamla m­antra um að íslenskir launa­menn eyði öðrum fremur löngum tíma i „neyslu“ á þvi varla við.

Sam­tök Atvinnu­lífs­ins reyna ekki í umsögn sinni að teikna upp nokkra raunsanna mynd af því hvernig Ísland stend­ur ­sig gagn­vart öðrum löndum þegar kemur að vinnu­tíma – ekki út frá raun­gögnum í það minnsta. Það sem sam­tökin reyna að gera, öllu held­ur, er að byggja sína um­ræðu á þvi hver umsam­inn vinnu­tími er á Íslandi miðað við önnur lönd, og þar á Ísland að standa sig mjög vel – en, eins og allir vita sem hafa ein­hvern­tím­ann unnið hand­tak um ævina, þá eru gerðir samn­ingar ekki sama og raun­veru­leik­inn: Það ger­ist ótt og títt að samn­ingar stand­ast ekki, og alveg ­sér­stak­lega oft á Íslandi. Enga sér­staka umræðu er þó að finna í umsögn­inni um hvernig íslend­ingar standa sig í vinnu­tíma­mál­um, í raun og veru, gagn­vart öðrum löndum – ættu þó Sam­tök Atvinnu­lífs­ins að átta sig á þvi að samn­ingar eru ekki ­sama og raun­veru­leiki, því þessi sam­tök hafa verið í eld­línu brost­inna samn­inga svo árum skipt­ir.

Það sem sam­tökin gera enn frem­ur, er stór­merki­legt. Þau reyna að sýna fram á að fækkun vinnu­stunda yrði stór­kost­lega ­kostn­að­ar­söm fyrir fyr­ir­tækin í land­inu. Aftur er hér dregin fram klass­ísk m­antra, í þetta sinnið sú sem atvinnu­rek­endur hefja til lofts við hvert ­til­efni: Mantran um auk­inn kostnað og verð­bólgu. Sam­kvæmt Sam­tök­um At­vinnu­lífs­ins myndi fólk í raun bara vinna jafn lengi og áður, þrátt fyr­ir­ laga­setn­ingu um skemmri vinnu­dag, en að hluti vinnu­tím­ans yrði nú yfir­vinna, ­sem er betur borguð – það yrði því kostn­að­ar­auki fyrir fyr­ir­tæk­in. Hér líta ­Sam­tök Atvinnu­lífs­ins, enn á ný, alger­lega fram­hjá reynslu­heim­in­um: Það sem ­yf­ir­leitt ger­ist við stytt­ingu vinnu­dags – og það er meðal ann­ars reynslan frá­ mið-­Evr­ópu – er að fólk fer að vinna öðru­vísi, það fer að vinna vinn­una á hag­kvæm­ari hátt, þannig að það megi gera jafn mik­ið, jafn­vel meira, á skemmri ­tíma. Þannig fer fólk fyrr úr vinn­unni, en sinnir sömu verk­efnum – kannski fleiri. Við þetta þarf ekki að borga yfir­vinnu, auð­vit­að, og engin sér­stök ­kostn­að­ar­aukn­ing sem á sér stað. Til að þetta lukkist, auð­vit­að, þarf svo­lít­ið að hafa fyrir hlut­un­um.

Harma- og tára­söngur sem þessi er nú við­bú­inn frá hags­muna­sam­tökum eins og Sam­tökum Atvinnu­lífs­ins. En nú leggst ASÍ ­gegn frum­varp­inu líka, hvernig skyldi nú standa á því?

ASÍ er á móti frum­varp­inu á þeim for­send­um að Alþingi eigi ekki að skipta sér af vinnu­tíma, því það sé „ótíma­bært inn­grip“ á „heild­ar­end­ur­skoðun aðila“ vinnu­mark­að­ar­ins á vinnu­tíma. Les­ist: ASÍ vill að það sé látið í friði á meðan það reynir að gera eitt­hvað ótil­greint með­ hags­muna­sam­tökum atvinnu­rek­enda. Vanda­málið sem ASÍ glímir við hér, er hrein­lega það að ASÍ hefur ekki sýnt það í verki að sam­band­inu sé treystandi í þessum mála­flokki: Lítið hefur þok­ast í þessum mál­um, eins og um getur að fram­an, en auk þess hefur ASÍ verið með tvær nefndir að störf­um, aðra frá 1997 og hin frá 2006, báðar um vinnu­tíma – það er ágætt að halda því hér til haga að ­börn fædd 1997 verða bráðum tví­tug. Það hefur því lítið hafa þok­ast með þessa vinnu – gögnin sýna það, svart á hvítu. Kannski er hrein­lega best að menn fái vin­sam­legt klapp á bakið með laga­setn­ingu lög­gjafans – kannski þeir fari að vinna ein­beittar að þessum mál­um, og slaki á í kaffi­drykkj­unni?

Þess ber að geta að önnur hags­muna­sam­tök, BS­RB, lýsa yfir ánægju með frum­varpið og eru hlynnt sam­þykki þess.

Það er löngu kom­inn tími á raun­veru­leg­ar að­gerðir með stytt­ingu vinnu­tím­ans. Fram­lag þeirra alþing­is­manna sem settu fram hið títt­nefnda frum­varp, er allt af hinu besta.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None