Upplýsingasamfélag framtíðar - Þróun á ábyrgð ríkisins

snjallsimi.jpg
Auglýsing

Hér­ verður kynnt til sög­unnar nýtt hug­tak, upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar. Það er sam­fé­lags­gerð sem gæti mynd­ast með skipu­legri hag­nýt­ingu upp­lýs­inga­tækni og nets­ins. Hún hefur margs konar ein­kenni sem breyta lífi okk­ar, á heim­ili, í skóla og í vinnu. Ekki verður hér staldrað við þau öll, heldur verður fók­us­inn áfram á hvað ríkið og opin­berir aðilar þurfa að ­gera til þess að fylgja for­dæmi fremstu nágranna­ríkja.

Það ­sem ein­kennir upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar er að sam­eig­in­legar upp­lýs­ingar eru að­gengi­leg­ar, hægt er að rækja erindi sín við opin­bera aðila á net­inu (þeir hafa form­breytt þjón­ustu sinn­i), sam­ráð er haft við almenn­ing og atvinnu­líf og frels­is­hug­myndir nets­ins hafa áhrif á stjórn­mál og ekki síður stjórn­sýslu.

Rík­ið ­leikur aðal­hlut­verk við myndun upp­lýs­inga­sam­fé­lags fram­tíð­ar. For­ystu­hlut­verk þess felst m.a. í stefnu­mörk­un, fram­kvæmd­um, ekki síst á tölvu­svið­in­u, breyt­ingu á starfs­hátt­um, myndun mark­aðar fyrir upp­lýs­inga­tækni­lausnir, mynd­un ­upp­lýs­inga­tækni­iðn­aðar og end­ur­skipu­lagn­ingu skóla­náms með áherslu á raun­grein­ar.

Auglýsing

Í síð­ustu grein var fjallað um mæl­ingar á frammi­stöðu rík­is­ins. 

Greina þarf á milli tölvu­væð­ingar á rík­is­stigi og tölvu­væð­ingar á stofn­ana- og sveit­ar­stjórn­ar­stigi. Á meðan hið fyrr­nefnda myndar upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar er hið síð­ar­nefnda mik­il­væg for­senda þess. Tölvu­væð­ing og gagna­söfn á stofn­ana­stigi eru í ákveðnum til­vikum í ágætu lagi hér á landi (t.d. RSK og Land­spít­al­inn), en sveit­ar­fé­lögin eru víða á eft­ir. En það vantar nán­ast alla ­tölvu­væð­ingu á rík­is­stigi eins og fram kom í síð­ustu grein. Ef hún er ekki ­fyrir hendi er hætt við því að ávinn­ingur af tölvu­væð­ingu stofn­ana og sveit­ar­fé­laga nýt­ist ekki, t.d. að gögn þeirra séu ekki sam­keyr­an­leg.

Dreif­stýr­ing mála­flokks­ins í anda NPM (New Public Mana­gement) er enn meg­in­ein­kenni stjórn­unar hans og hindrar einkum aðgerðir og fram­kvæmdir á rík­is­stigi. „Mark­aðn­um“ er ætlað að þróa upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar án afskipta rík­is­ins. Þetta þýðir að engin rík­is­stofnun er ábyrg ­fyrir alvöru stefnu­mót­un, áætl­ana­gerð og fram­kvæmdum fyrir ríkið og þjóð­fé­lag­ið eða tekur sér slíkt hlut­verk. Þá er stöðlun ekki fyrir hendi þannig að op­in­berar upp­lýs­ingar eru ósam­ræm­an­legar og for­stjórar rík­is­ins hafa frjáls­ar hendur m.a. um form þjón­ustu. Í BNA eru fyrir hendi fyr­ir­mæli um stöðl­un op­in­berra upp­lýs­inga­kerfa og upp­lýs­inga sem heitir FEA (Federal Enter­prise ­Architect­ure) og eru fyr­ir­mælin vistuð og þeim haldið við af Hvíta Hús­inu, enda grund­völlur þess að stjórna því stóra ríki.

Verk­efn­i ­rík­is­ins í upp­bygg­ingu tölvu­kerfa felst í myndun sam­þættra gagna­grunna á helst­u ­mál­efna­sviðum þess í sam­vinnu við þau ráðu­neyti sem í hlut eiga, mik­il­væg­ast er þetta á sviði heil­brigð­is­mála, félags­mála, mennta­mála, dóms­mála og fjár­mála. Gögn­in í þessum grunnum koma frá stofn­unum og sveit­ar­fé­lög­um, auk ráðu­neyt­anna sjálfra. ­Með þeim má mynda heild­ar­myndir af starf­semi á við­kom­andi starfs­sviði - með­ beinum aðgangi að gögnum og óbeinum (töl­fræð­i). Síðan þarf að tengja þessa grunna saman til þess að fá heild­ar­myndir fyrir ríkið í heild.

Tölvur og snjallsímar, eru hluti af tilveru fólks, hvar sem er. Mikil tækifæri eru í því fólgin að laga stjórnsýsluna að breyttum veruleika þegar kemur að upplýsingatækni.

Með­ ­sam­þætt­ingu opin­berra gagna myndar ríkið nýtt stjórn­tæki sem einkum gagn­ast því ­sjálfu og er rétt­lætt vegna innri hag­kvæmni, en það kemur líka almenn­ingi til­ ­góða með fjöl­breyttum hætti. Þetta stjórn­tæki er eitt mik­il­væg­asta ein­kenni upp­lýs­inga­sam­fé­lags­ fram­tíð­ar.

Verk­efni og ávinn­ingur stjórn­sýsl­unnar

Vorið 2015 fékk Cameron for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands nýtt „app“ í sím­ann sinn sem sýndi helstu þjóð­hags­stærðir breska rík­is­ins í raun­tíma. Þar með var ákveðnum toppi náð í sam­þætt­ingu opin­berra upp­lýs­inga. Fram­leið­andi Oracle setti fram hug­takið stjórn­borð stjórn­and­ans fyrir 1-2 ára­tugum þegar það kynnti mögu­leika sam­þættra gagna­grunna og segja má að kerf­i Camer­ons sé glæsi­legt stjórn­borð fyrir þjóð­ar­leið­toga.

Heild­ar­myndir af hag­stærð­um, fram­kvæmd opin­berra verk­efna og upp­lýs­ingar um rík­is­reikn­ing, opin­ber mál og töl­fræði allra opin­berra ­gagna (líka gagna sem eru í per­sónu­vernd) eru lyk­il­at­riði í nútíma stjórn­un. Rétt­ar og nýjar upp­lýs­ingar bera með sér skil­virk­ari og nákvæmar ákvarð­anir en ­mögu­legt var að taka með eldri vinnu­brögð­um. Töl­fræði úr opin­berum gagna­söfn­um er lyk­ill­inn að réttri fjár­hags­á­ætl­ana­gerð. Allt fæst þetta með sam­þætt­u­m ­gagna­grunnum rík­is­ins.

Opin­ber fram­kvæmd verður skil­virk­ari og auð­veld­ari í upp­lýs­inga­sam­fé­lagi fram­tíð­ar. Þar ­með talin fram­kvæmd sam­eig­in­legrar stefnu­mót­unar af öllu tagi. Sem dæmi má ­nefna að skrán­ing atvinnu­lauss ein­stak­lings í skóla ætti strax að geta haft á­hrif á bóta­rétt hans. Slík félags­leg laga­setn­ing er algeng í Dan­mörku. Hún­ verður varla fram­kvæmd nema gagna­grunnar á mennta­sviði og félags­mála­sviði séu ­sam­þætt­ir. Lítið er um laga­setn­ingu sem grípur inn í líf almenn­ings og bein­ir því í jákvæðar áttir hér á landi. Afar­dýrt eða jafn­vel óger­legt væri að fram­kvæma slík lög með núver­andi vinnu­brögð­um.

Eft­ir­lit á að verða auð­velt með sam­þættun gagna. Áhuga­samur almenn­ingur á að hafa ­eft­ir­lit með opin­berum málum (frétta­menn starfa í umboði hans).

Mögu­leik­ar Al­þingis til þess að fram­kvæma eft­ir­lits­hlut­verk sitt eru ekki nógu góð­ir. Eft­ir­lit þess fer í dag einkum fram með fyr­ir­spurnum og skýrslu­beiðnum til­ fram­kvæmda­valds­ins, en þær er stundum erfitt að vinna (ráðu­neytin geta farið á hlið­ina við að svara fyr­ir­spurnum Alþing­is, sem þeim er þó skylt) vegna þess að ­gögnin eru ekki til, ekki til í staf­rænu formi, ekki til strúkt­úreruð (bara í rit­vinnslu­formi) eða í ólíkum og ósam­ræm­an­legum form­um. Rök­styðja má að vönt­un mið­lægra opin­berra gagna­grunna sé veru­leg hindrun þess að Alþingi ræki ­eft­ir­lits­hlut­verk sitt sóma­sam­lega.

Forseti Alþingis hringir bjöllunni. Það er áskorun fyrir þingið, að breyta stjórnsýslunni í takt við nútímann og breytta tækni.

Mik­il­vægt er að ráðu­neytin taki saman spurn­ingar Alþing­is, frétta­manna og almenn­ings­ nokkur ár aftur í tím­ann og tölvu­væði og sam­ræmi þau gögn sem þarf til þess að svara þeim og breyti vinnu­brögðum starfs­manna þannig að gögnin verði til í dag­legum störfum þeirra og birti þessar upp­lýs­ingar í raun­tíma á vefjum sín­um.

Fram hefur komið að bara bóta­svik eru áætluð 10 millj­arðar árlega og skatt­svik 4 sinnum hærri upp­hæð. Sam­þætt upp­lýs­inga­öflun getur dregið úr þessu og hér er vænt­an­lega að finna þann flöt þessa máls sem greiðir kostn­að­inn við gerð ­upp­lýs­inga­kerf­anna hrað­ast til baka.

Eldri af­greiðslu­form þurfa að hverfa s.s. afgreiðsla yfir borðið (stað­bund­in af­greiðsla), hlið­ræn tækni hverf­ur, síma- og póst­þjón­usta verður lögð af og ­sam­ræmd staf­ræn þjón­usta kemur í stað­inn. Þeir sem ekki geta unnið á net­inu fái að­stoð hjá bóka­söfnum (það stendur til í Sví­þjóð). Unnið er að verk­efnum af þessu tagi í nágranna­ríkj­un­um.

Með­ stór­felldum breyt­ingum á fram­kvæmd sam­eig­in­legs valds og sam­eig­in­legra mála verða til spenn­andi nýsköp­un­ar­færi fyrir sprota­fyr­ir­tæki. Mik­il­vægt að ­tölvu­deildir rík­is­ins for­riti ekki nýjar lausnir, heldur fyr­ir­tæki sem geta gert þær að útflutn­ings­vöru. Þá þyrfti að stór­styrkja tölvu­fræði­kennslu í skólum og setj­a ­mætti upp tölv­un­ar­fræði­brautir úti á landi í stað stór­iðju. Þær gefa meiri ­þjóð­hags­legan afrakst­ur.

Ávinn­ingur almenn­ings og at­vinnu­lífs

Mik­il­vægast­i á­vinn­ingur almenn­ings er gagn­sæi opin­berra starfa. Það er grund­völl­ur ­upp­lýstrar umræðu um sam­eig­in­leg mál og því for­senda alls sam­ráðs og þátt­töku hans í opin­berum mál­um. Opnir gagna­grunnar eru ein­kenni gagn­sæ­is. Um þetta var rætt í fyrri grein­unum tveim­ur.

Sam­ráð við almenn­ing á einkum að fram­kvæma af stjórn­sýslu en einnig af stjórn­mál­u­m. Það má spyrja sig hvaða form slíkt sam­ráð tekur á sig, oft er miðað við sam­tal á félags­miðl­um. Það er þó kannski óraun­hæft og slíkar sam­ræður þurfa ekki að vera gef­andi eða mál­efna­leg­ar. Sam­ráðið gæti líka verið meira óbeint, t.d. það að stjórn­sýslan og stjórn­málin fram­kvæmi skoð­ana­kann­an­ir, þekki vilja al­menn­ings og fyr­ir­tækja og fram­kvæmi hann. 

Mik­il­væg ­byrjun kann því að vera að mæta rétt­mætum vænt­ingum sam­fé­lags­ins, að stjórn­völd hafi þunnt eyra og fram­kvæmi vilja þess. Það getur falist í því að opin­ber­ir ­stjórn­endur axli ábyrgð þegar eitt­hvað fer úrskeiðis og taki ákveðið á spill­ingu. Þá er einnig ljóst og hefur stundum komið fram í skoð­ana­könn­unum og á annan hátt að almenn­ingur vill styrkja heil­brigð­is­kerf­ið, draga úr fátækt og mis­munun og láta þjóð­ina njóta afrakst­urs af auð­lind­um, svo nefnd séu ákveð­in ­mál sem stjórn­völd hafa sterkara umboð til þess að vinna en öðr­um.

Þá á upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar að auð­velda ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum að standa opin­berum aðilum skil á sínu, draga úr kostnað þeirra og auka frelsi í búset­u. Eitt af því sem gera þarf til þess að ná þeim mark­miðum er að mynda eina vef­gátt fyrir sem flest erindi þess­ara aðila, hvort sem þau bein­ast að ein­stök­um ­stofn­un­um, fleiri stofn­unum eða ólíkum stjórn­sýslu­stig­um. Það er gert með­ ­sam­þætt­ingu gagna og veru­lega auk­inni sam­vinnu stofn­ana. Eina dæmið hér á land­i um svona þjón­ustu eru tekju­skatt­skil ein­stak­linga sem nú eru auð­veld­ari en nokkru sinni áður, þótt lagaum­hverfið sé kannski flókn­ara en nokkru sinni fyrr. Þannig á ein gátt að gera opin­bera þjón­ustu ein­falda og auð­skilj­an­lega þótt lagaum­hverfi sam­tím­ans verði óhjá­kvæmi­lega sífellt flókn­ara. Þetta er ekki ­síður mik­il­vægt fyrir atvinnu­lífið en ein­stak­linga, en minni fyr­ir­tæki kvarta undan því hvað sam­skipti við opin­bera aðila eru erfið og mann­afls­frek.

Ávinn­ingur á vinnu­mark­aði

Mik­il­vægt er að hafa í huga að upp­lýs­inga­tækni­væð­ing lækkar valdap­íramíða í stofn­unum og ­fyr­ir­tækj­um, fækkar milli­stjórn­endum og styrkir stöðu starfs­manna í að­gerða­kjarna (svo notað sé fag­mál skipu­lags­fræð­anna), en þeir munu með­ ­upp­lýs­inga­tækn­inni fá þær upp­lýs­ingar sem þarf til þess að afgreiða og taka ­sam­ræmdar ákvarð­anir í mál­efnum ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Því munu færri erind­i koma á borð stjórn­enda sem fá í auknum mæli það hlut­verk að verða leið­tog­ar; fremstir meðal jafn­ingja. Eins og við þekkjum afgreiðir fólkið á gólf­inu nú flesta við­skipta­vini bank­anna, en ekki banka­stjórar eins og var.

Þetta hefur í för með sér vald­efli og aukna starfs­á­nægju starfs­fólks, eykur sam­ræmi í op­in­berri afgreiðslu og gæti því dregið úr geð­þótta­á­kvörð­unum æðstu yfir­manna og ráð­herra. Þannig má hugsa sér að spill­ing­ar­tæki­færum fækki. Aukin menntun hel­st í hendur við upp­lýs­inga­tækni­væð­ingu, en úr háskól­unum kemur nú sér­hæft vinnu­afl til starfa hjá stofn­un­um, sem getur tekið að sér aukna ábyrgð.

Hafa má í huga að firr­ing og lítil starfs­á­nægja (QWL, Quality of work­ing life) er oft­ast tengd ein­hæfum störfum eins og kom frá í bíó­mynd Chaplins, Nútím­an­um, en þar var hin svo­kall­aða vís­inda­lega stjórnun hædd. Ef starfs­menn geta fylg­t hverju máli lengur eftir en áður og haft yfir­sýn yfir afgreiðslu- eða þjón­ustu­ferli þá eykst starfs­á­nægja. Það ger­ist þegar starfs­fólk fær þau upp­lýs­inga­kerfi sem þarf til þess að það geti leyst verk­efni sín til enda. Þetta kann að ver­a ­skýr­ingin á því af hverju banka­menn hafa ekki mót­mælt gríð­ar­legri ­mannafls­fækkun hvar­vetna í heim­in­um.

Þá ­dregur upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar úr vinnu­tapi sem hlýst af því að erfitt er að eiga sam­skipti við opin­bera aðila og þjón­usta þeirra er upp­brot­in, akstur í sam­fé­lag­inu minnkar og annar þjóð­hags­legur sparn­aður eykst. Upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar gæti stuðlað að styttri vinnu­viku.

Hverjum klukkan glymur

Stjórn­sýslan myndar upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíð­ar­ og er það eitt af mik­il­væg­ustu verk­efnum hvers rík­is­valds í dag. Þau eru á borði stjórn­sýsl­unnar í flestum eða öllum öðrum ríkjum (sér­stak­lega Evr­ópu­ríkj­u­m þar sem stjórn­sýslan er sterk og fag­leg) og stjórn­málin koma aðeins að laga­setn­ing­u. Í þessu ljósi má skoða nið­ur­lagn­ingu Hag­sýslu­stofn­unar sem starf­aði á veg­um fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins fram á síð­asta ára­tug síð­ustu ald­ar. Hún átti að end­ur­nýja opin­bera fram­kvæmd, sem síðan hefur dagað uppi hvað varð­ar­ ­upp­lýs­inga­tækni. Nefna má að það styður ekki upp­bygg­ingu upp­lýs­inga­sam­fé­lags­ fram­tíðar að kaupa tölvu og prent­ara og nota þau tæki eins og rit­vél.

Það gæti verið hindrun í þess­ari þróun hvað mörg­um ­stjórn­mála­mönnum er illa við stjórn­sýsl­una hér á landi og vilja veg hennar sem minnstan (margir alþing­is­menn líta á stjórn­sýsl­una sem óvin sinn); hvað ­stjórn­málin eru sterk hér og umlykj­andi en fag­mennska veik.

End­ur­skipu­leggja þarf mála­flokk­inn, koma á virku stjórn­skipu­lagi og fá að nauð­syn­lega þekk­ingu í Stjórn­ar­ráð­ið. Verk­efni nýrrar stofn­un­ar, tölvu­deildar rík­is­ins, verði vel skil­greind. Þau eru auk stefnu­mót­unar og áætl­ana­gerðar verk­efna­stjórn, mat á verk­efn­um, myndun sam­keppn­is­mark­aðar um upp­lýs­inga­tækni­lausnir, að hvetja ­stofn­anir til end­ur­nýj­unar vinnu­bragða og að stuðla að upp­bygg­ingu sprota­fyr­ir­tækja á mark­aði. Síð­ast en ekki síst ann­ist hún sam­þætt­ingu allra opin­berra gagna.

Tölvu­deild verði fyrst og fremst stjórn­un­ar- og grein­ing­ar­deild fyrir ríkið og ­rík­is­stjórn­inni og ráðu­neyt­unum til ráð­gjafar og stuðn­ings. Hún fram­kvæmi hins ­veg­ar, á eðli­legum for­send­um, sam­ráð við mark­aðs­að­ila (PPP, Public Pri­vat Partners­hip) og hún þyrfti ekki að vista gagna­söfn sín sjálf eða tryggja örygg­i þeirra. Sér­hæfðir aðilar gætu verið hæf­ari til þess.

Fag­mennska er aðal­at­riði. Gera þarf fram­kvæmda­á­ætl­an­ir, kostn­að­ar­á­ætl­an­ir, móta stefnu í sam­skiptum við ­mark­aðs­að­ila og koma á virku eft­ir­liti með fram­kvæmd verk­efna. Taka verður fram að þau ríki sem náð hafa bestum árangri í sam­starfi við mark­aðs­að­ila hafa veitt smáum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum og fyr­ir­tækjum í eigu kvenna for­gang við útboð verk­efna. Það hindrar ekki notkun stórra hug­bún­að­ar­pakka s.s. Oracle eða SAP, ­sem þessi fyr­ir­tæki kaupa af ris­un­um.

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra. Eðlilegt er að vista málaflokkinn, sem tengist stefnumótun á þessu sviði og áætlanagerð, í efnahags- og fjármálaráðuneytinu.

Eðli­leg­t er að vista mála­flokk­inn hjá fjár­mála­ráðu­neyt­inu, það er gert í flestum ríkj­u­m, enda eru fjár­mála­leg mark­mið mjög mik­il­væg við fram­kvæmd hans og ráðu­neyt­ið hefur þau úrræði sem þarf til þess að fram­kvæmdin tak­ist (t.d. að gefa þver­læg ­fyr­ir­mæli fyrir ríkið allt og skil­yrða fjár­veit­ing­ar).

Loka­orð

Þar sem stjórn­sýslan hefur hvorki skipu­lag né ­stofn­anir til þess að byggja upp upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar eins og kom fram í síð­ustu grein má hugsa sér að stjórn­málin taki í taumana. En svo er ekki. Þau bregð­ast við í póli­tískum skot­gröfum ef mál­efni þess koma til umræðu og nota ­mála­flokk­inn til að auka póli­tískar vin­sældir sín­ar, benda þá á net­kosn­ingar (þótt al­vöru kosn­ingar séu ófram­kvæmar­legar með upp­lýs­inga­tækni) og beint lýð­ræði (sem hefur lítið með upp­lýs­inga­sam­fé­lag að gera) en sjaldan eða aldrei á ann­að. Upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar fær því litla athygli frá stjórn­mála­mönnum eða úti í þjóð­fé­lag­inu og hafa ekki fengið síðan í bús­á­halda­bylt­ing­unni, en þá hljóm­aði krafan um ­gagn­sæi.

Gríð­ar­lega ­mik­il­vægt er að koma fag­legum sjón­ar­miðum í mála­flokknum til umræðu og fram­kvæmdar og að loka ekki aug­unum fyrir for­sendum fram­tíðar sam­fé­lags á Ís­landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None