Vill ráðherra að bankaráðið víki?

Bjarni Sigmundur
Auglýsing

Aðal­fundum Lands­bank­ans og Íslands­banka hefur verið frestað, eins og fram kom í gær, eftir að Banka­sýsla rík­is­ins óskaði eftir því. Jón Gunnar Gunn­ars­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, ræður þar ríkj­u­m. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ing­um mbl.is, sem sagði frá frest­un­inni í gær, er beðið eft­ir sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins varð­andi að sama val­­nefnd geti skipað stjórn­­­ar­­menn í báðum bönk­­un­­um. 

For­maður banka­ráðs Lands­banka Íslands er Tryggvi Páls­son en Frið­rik Soph­us­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Lands­virkj­unar og for­ystu­maður í Sjálf­stæð­is­flokknum til ára­tuga, er for­maður stjórnar Íslands­banka.

Fróð­legt verður að sjá hvort þeir halda áfram störfum sín­um, eftir aðal­fund­ina, en þetta eru fyrstu aðal­fund­irnir frá því að ríkið eign­að­ist báða bank­ana að fullu, en Íslands­banki varð að rík­is­eign skömmu eftir ára­mót­in. Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, sendi stjórn Banka­sýsl­unnar bréf á dög­un­um, þar sem hann fjall­aði meðal ann­ars um sölu Lands­bank­ans á hlut sínum í Borg­un, sem  hefur verið afar umdeild, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Í bréf­inu segir orð­rétt: „Það er mat ráð­herra að umræða und­an­far­inna vikna vegna sölu Lands­bank­ans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bank­ann.  Því sé nauð­syn­legt áður en lengra er haldið í því ferli að hvað­eina er máli skiptir og varðar sölu Lands­bank­ans á Borgun verði upp­lýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bank­ans og stjórn­enda hans verði trygg­t.“ Er ráð­herra að segja með þessu, með sínum póli­tíska hætti, að skipta þurfi um banka­ráð og stjórn­endur í Lands­bank­an­um? Í ljósi þess sem gengið hefur á, vegna söl­unnar á hlut­unum í Borg­un, þá er sú ályktun ekki fjar­stæðu­kennd. Banka­sýslan er nú með eig­enda­stefn­una í skoð­un, sem stjórn­völd leggja nið­ur, þegar kemur að eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­kerf­inu. Það voru lík­lega ekki allir sem átt­uðu sig á því, hversu mikil völd myndu lenda hjá þess­ari stofn­un, þegar um 80 pró­sent af fjár­mála­kerf­inu væri komið í hendur þess, eins og nú er orðin raun­in. Án efa voru þó ein­hverj­ir, sem höfðu séð fyrir að mikið myndi reyna á stofn­un­ina, og vildu af þeim sökum ekki leggja hana nið­ur, eins og sumir þing­menn stjórn­ar­flokk­ana töl­uðu um, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þar á með­al. Ítar­leg skýrsla hennar um fyr­ir­hug­aða sölu rík­is­ins á hlut í Lands­bank­ans, sýnir að miklu mun skipta hvern staðið verður að end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­mála­kerf­in­u. Póli­tísk sam­staða um hvernig skuli standa að henni er ekki fyrir hendi, og virð­ast stórn­ar­flokk­arnir ekki vera sam­mála um grund­vall­ar­mál, t.d. hvort það eigi yfir höfuð að sela hluti í Lands­bank­an­um. Auglýsing

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None