Vill ráðherra að bankaráðið víki?

Bjarni Sigmundur
Auglýsing

Aðal­fundum Lands­bank­ans og Íslands­banka hefur verið frestað, eins og fram kom í gær, eftir að Banka­sýsla rík­is­ins óskaði eftir því. Jón Gunnar Gunn­ars­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, ræður þar ríkj­u­m. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ing­um mbl.is, sem sagði frá frest­un­inni í gær, er beðið eft­ir sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins varð­andi að sama val­­nefnd geti skipað stjórn­­­ar­­menn í báðum bönk­­un­­um. 

For­maður banka­ráðs Lands­banka Íslands er Tryggvi Páls­son en Frið­rik Soph­us­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Lands­virkj­unar og for­ystu­maður í Sjálf­stæð­is­flokknum til ára­tuga, er for­maður stjórnar Íslands­banka.

Fróð­legt verður að sjá hvort þeir halda áfram störfum sín­um, eftir aðal­fund­ina, en þetta eru fyrstu aðal­fund­irnir frá því að ríkið eign­að­ist báða bank­ana að fullu, en Íslands­banki varð að rík­is­eign skömmu eftir ára­mót­in. Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, sendi stjórn Banka­sýsl­unnar bréf á dög­un­um, þar sem hann fjall­aði meðal ann­ars um sölu Lands­bank­ans á hlut sínum í Borg­un, sem  hefur verið afar umdeild, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Í bréf­inu segir orð­rétt: „Það er mat ráð­herra að umræða und­an­far­inna vikna vegna sölu Lands­bank­ans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bank­ann.  Því sé nauð­syn­legt áður en lengra er haldið í því ferli að hvað­eina er máli skiptir og varðar sölu Lands­bank­ans á Borgun verði upp­lýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bank­ans og stjórn­enda hans verði trygg­t.“ Er ráð­herra að segja með þessu, með sínum póli­tíska hætti, að skipta þurfi um banka­ráð og stjórn­endur í Lands­bank­an­um? Í ljósi þess sem gengið hefur á, vegna söl­unnar á hlut­unum í Borg­un, þá er sú ályktun ekki fjar­stæðu­kennd. Banka­sýslan er nú með eig­enda­stefn­una í skoð­un, sem stjórn­völd leggja nið­ur, þegar kemur að eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­kerf­inu. Það voru lík­lega ekki allir sem átt­uðu sig á því, hversu mikil völd myndu lenda hjá þess­ari stofn­un, þegar um 80 pró­sent af fjár­mála­kerf­inu væri komið í hendur þess, eins og nú er orðin raun­in. Án efa voru þó ein­hverj­ir, sem höfðu séð fyrir að mikið myndi reyna á stofn­un­ina, og vildu af þeim sökum ekki leggja hana nið­ur, eins og sumir þing­menn stjórn­ar­flokk­ana töl­uðu um, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þar á með­al. Ítar­leg skýrsla hennar um fyr­ir­hug­aða sölu rík­is­ins á hlut í Lands­bank­ans, sýnir að miklu mun skipta hvern staðið verður að end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­mála­kerf­in­u. Póli­tísk sam­staða um hvernig skuli standa að henni er ekki fyrir hendi, og virð­ast stórn­ar­flokk­arnir ekki vera sam­mála um grund­vall­ar­mál, t.d. hvort það eigi yfir höfuð að sela hluti í Lands­bank­an­um. Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None