Fjárfestingar sem sáraumbúðir

Auglýsing

Á dög­unum átti ég áhuga­vert sam­tal við kunn­ingja minn frá­ Eg­ypta­landi sem er í dokt­ors­námi við Col­umbia háskóla, og rann­sakar sér­stak­lega líf­fræði­legar rann­sóknir og áreið­an­leika þeirra. Dýpra get ég nú ekki farið í þá sálma, sökum van­þekk­ing­ar, nema hvað hans sér­svið er töl­fræð­i. 

Námið er áhuga­vert, og tölu­verðir mögu­leikar sem bíða þeirra ­sem ljúka því. Töl­fræðin nýt­ist víða.

Speki­lek­inn frá grann­ríkj­unum

Fjög­urra ára gamlir synir okkar eru góðir vin­ir, og bralla ým­is­legt (Sonur minn kallar strák­inn hans Jæja, en hann heitir Yahia. Oft s­kondið að heyra þá kall­ast á, Jæja og Haldooor).  

Auglýsing

Ég spurði hann út í stöðu mála í Egypta­landi. Hann var stoltur af landi sínu, og sagði að þau hjón­in, sem bæði koma frá Egypta­land­i, hefðu alltaf stefnt á að fara heim að loknu námi með stráka sína tvo, en fyr­ir­ um þremur árum hefði verið ljóst að það væri ill­mögu­legt. Ástæðan er gríð­ar­lega hraður og mikil speki­leki (braindra­in) úr land­inu, sem hann hafði til­finn­ing­u ­fyrir að væri eitt alvar­leg­asta vanda­mál Norð­ur­-Afr­íku um þessar mund­ir, og eitt­hvað sem fengi ekki nægi­lega mikla athygl­i. 

Hans skoðun er sú, að með því að halda ekki hæfi­leik­a­ríku fólki í lönd­un­um, sem nú glíma við áhrifin af stríðs­á­tökum í grennd, þá væri verið að dýpka ­vanda­mál­in. Inn­viða­fjár­fest­ingar og stuðn­ingur við nýsköp­un, rann­sóknir og ­þróun á hinum ýmsu verk­efn­um, væru því miður í lama­sessi miðað við þörf­ina. Ný­sköpun væri kröftug í kringum háskól­ana í Kaíró, ekki síst á sviði lista og ­vís­inda, en það þyrfti að stór­efla hana, og búa til áætlun til lengd­ar. Þar ætti alþjóð­leg aðstoð að koma til – líka frá einka­að­il­um.

Stórt land tæki­færa

Fyrst aðeins um Egypta­land: Í land­inu búa 89 millj­ónir manna og almennt hafa aðstæður í land­inu breyst hratt til hins betra á síð­ustu 35 árum, sam­kvæmt úttekt Alþjóða­bank­ans, þrátt fyrir ógn­ar­til­burði Hosni Mubarak, sem ­steypt var af stóli 2011 (Póli­tísk saga verður ekki gerð að aðaltriði í þessum pist­li, en stóra myndin er sú að fram­farir hafa verið nokkuð stöðugar í hag­kerf­in­u). Hin djúpa saga lands­ins hefur afar sterka ímynd í augum ferða­manna, en ferða­þjón­usta hefur staðið undir um 10 pró­sent starfa í land­inu und­an­farin fimm ár. Mað­ur­inn sagði við mig að fólk í kringum hann, sem hefði margt farið í háskóla eða stofnað til rekstr­ar, hefði gengið með þá von í brjósti að nýir og betri tímar myndu taka við eftir hall­ar­bylt­ing­una 2011, sem var hluti af atburða­rásinni sem kallað er arab­íska-vor­ið.



Pólítískt hafi það alls ekki ger­st, en þraut­seigja í litlum fyr­ir­tækjum – hjá venju­leg­u ­fólki –  væri mikil í land­inu og al­menn­ingur myndi leggja mikið á sig til að láta hlut­ina ganga upp, frá deg­i til dags. Stjórn­mála­menn væru frekar í því að halda aftur af umbót­um, í það minnsta eins og þessi maður talar (gremja).

Það má ekki gera lítið úr flækju­stigi á vanda­málum í Eg­ypta­landi, sé ein­blínt á það sér­stak­lega. Landið á landa­mæri að Líb­íu, Súd­an og Gaza-­strönd­inni og Ísr­a­el. Rauða­hafið liggur með­fram land­inu austan meg­in, og Mið­jarð­ar­haf­ið norðan við.

Dásam­leg æska í fátækt

Kunn­ingi minn ljóm­aði allur þegar talið barst að Rauða­haf­inu, þar sem hann veiddi sem lít­ill drengur og bjó í grennd­inni með­ ­fjöl­skyldu sinni, í fátækt. Hann sagði æsku sína hafa verið dásam­lega, og ­fólkið hans hefði fórnað öllu til að láta börn­unum líða vel. Fjórar fjöl­skyld­ur hefðu búið þétt, og sam­tals hefðu verið sautján börn á skóla­aldri bara á hans heim­ili. Líf og fjör alla daga. (Þarna náði ég að skjóta inn í dásemdum Norð­ur­lands­ins á Íslandi, og sagði honum að þau hjónin þyrftu að heim­sækja Ísland við tæki­færi. Það er nú komið á lista þeirra. Ég gerði mér líka vel grein fyrir því þarna, hversu mikil vel­meg­un­ar­bóla Ísland er, en það er önnur saga).



Í stórum hverfum í Kaíró, þar sem búa 7,7 millj­ónir manna, er mikil vel­meg­un. Hann sagði flesta vilja kom­ast að í þeim borg­ar­hluta, þar sem væri alþjóð­leg­t ­yf­ir­bragað og góðir skól­ar. Hann væri með um 400 þús­und íbúa, og þar væri mik­il ­upp­bygg­ing. Heilt yfir væri Kaíró með mikla mögu­leika, og það sama ætti raun­ar við um mörg svæði í Egypta­landi. Það væri vel stað­sett – þó stríðs­á­tök mörk­uð­u lífið þessa dag­ana í nágrenni lands­ins – og til fram­tíðar væri hægt að byggja ­upp afar spenn­andi land. 

Atvinnu­leysi mælist nú 12,7 pró­sent, en það væri ­mögu­legt að ná því nið­ur, sagði mað­ur­inn. Hann lagði mikla áherslu á að fólk­ið væri til­búið að láta bjóða sér ýmis­legt, eins og sagan sýndi, og það væri lík­a til­búið að búa við kröpp kjör. „Mér er skít­sama um pen­inga,“ sagði mað­ur­inn, þegar honum var mikið niðri fyr­ir. Þetta snérist um að nýta tæki­færin og búa þannig um hnút­ana að vel menntað fólk gæti fengið ögrandi verk­efni heima fyr­ir­. Vissu­lega kost­aði þetta pen­inga, og einmitt í ljósi þess að alþjóða­stofn­anir og ­rík­is­stjórnir heims­ins væru að velta fyrir sér, hvernig mætti koma á stöð­ug­leika í þessum heims­hluta, þá gætu lausn­irnar verið þær að stór­efla grann­ríki stríðs­hrjáðu ríkj­anna. Með því að fjár­festa í þeim, og koma í veg ­fyrir mik­inn speki­leka og sýna vilja til að taka á móti fólk­inu sem hef­ur ­menntað sig erlendis og vill koma að upp­bygg­ingu með því að flytja heim á nýj­an ­leik, þá gæti skap­ast tæki­færi fyrir grann­ríkin til lengdar lit­ið. Allt væri þetta hluti af stórri heild sem væri sögu­lega tengd­ur.

Það er skelfi­legt að horfa upp á millj­ónir manna flýja ­stríðs­hrjáð ríki, eins og Sýr­land, Írak og Afganist­an. Það er áhrifa­mikið og ­þyngra en tárum taki, að sjá mynd­irnar frá Mið­jarð­ar­hafi og Evr­ópu, þar sem ­mörg hund­ruð þús­und manns streyma svo til stans­laust í óvissu­leið­angri í leit að betra lífi. Erfitt er að horfa upp á ósjálf­bjarga börn í þessum aðstæð­um, og ef­laust ekki til sá ein­stak­lingur sem þetta hreyfir ekki við.

Undir niðri er síðan alvar­legur hljóð­látur fólks­flótti – sem má líkja við þungan straum í stór­fljóti – sem kunn­ingi minn telur að meg­i minnka veru­lega, með vel skipu­lögðum fjár­fest­ingum í nýsköpun og rann­sókn­um, ekki síst frá einka­að­ilum sem vilja láta gott af sér leiða. Það eigi að ver­a lang­tíma­sýn á þessi mál, og sam­hliða neyð­ar­að­stoð á svæð­unum þar sem millj­ón­ir ­manna halda sig, megi ekki van­rækja hlut­ina sem erfitt getur reynst að vinna úr í fram­tíð­inni. Það á svo sann­ar­lega við um það, þegar hæfi­leik­a­ríkt fólk, í millj­óna tali, flytur úr lönd­unum í kringum stríðs­hrjáðu ríkin og snýr ekki til­ baka.

Fjár­fest­ar, skoðið þennan mögu­leika

Ég ætla leyfa mér að ger­ast svo djarfur hér, eftir að hafa ­talað í nokkur skipti um þessi mál við vina­fólk okkar hér úti, að skora á fólk ­sem á pen­inga á Íslandi, og hefur áhuga á þró­un­ar­að­stoð, að kynna sér þenn­an ­mögu­leika þegar kemur að fjár­fest­ing­ar­mögu­leik­um, þegar höftum létt­ir. Það er að líta á það sem fjár­fest­ing­ar­tæki­færi, að fara að vinna með frum­kvöðlum í Eg­ypta­landi og víð­ar, í nágrenni við hin stríðs­hrjáðu ríki. Marg­feld­is­á­hrif­in af slíkum verk­efnum skila sér út í hag­kerf­in, sem síðan geta virkað eins og sára­um­búðir um stríðs­hrjáð svæði til lengd­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None