Varðandi „hugsanlegar eignir“ erlendis

Sigmundur
Auglýsing

Eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, greindi frá því á Face­book síðu sinni í gær - sem DV greindi síðan frá - að hún ætti félag sem skráð væri erlend­is, sem heitir Wintris Inc., og heldur það utan um fjár­muni sem hún fékk í arf.  Pen­ing­ana fékk hún eftir að Toyota á Íslandi, sem í 35 ár var í eigu P. Sam­ú­els­sonar hf., fjöl­skyldu­fyr­ir­tækis Önnu Sig­ur­laug­ar, var selt til Smá­eyjar ehf. fyr­ir­tækis Magn­úsar Krist­ins­son­ar, í des­em­ber 2005. Orð­rétt segir í end­ur­sögn DV á skrifum Önnu Sig­ur­laug­ar: „Þegar við Sig­mundur ákváðum að gifta okkur fylgdi því að fara yfir ýmis mál, þar á meðal fjár­hags­leg. Bank­inn minn úti hafði gengið út frá því að við værum hjón og ættum félagið til helm­inga. Það leið­réttum við á ein­faldan hátt árið 2009 um leið og við gengum frá því að allt væri í lagi varð­andi skipt­ingu fjár­mála okkar fyrir brúð­kaup­ið. Félagið var því frá upp­hafi rétt skráð á Íslandi og hélt utan um sér­eign mína. Skrán­ingin úti og leið­rétt­ing hennar hafði því engin eig­in­leg áhrif[...]Þar sem ég er ekki sér­fræð­ingur í við­skiptum þá hef ég áfram haft fjöl­skyldu­arf­inn í fjár­stýr­ingu hjá við­skipta­banka mínum í Bret­landi og þar eru gerðar sér­stakar kröfur til mín og þeirra sem mér tengj­ast vegna þess­ara reglna. Frá því að Sig­mundur byrj­aði í stjórn­málum hef ég beðið um að ekki sé fjár­fest í íslenskum fyr­ir­tækjum til að forð­ast árekstra vegna þess.“

Þetta eru um margt athygl­is­verð tíð­indi, og mik­il­vægt að þetta sé nú komið upp á yfir­borð­ið, að fjöl­skyldu­auður eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra sé geymdur í útlönd­um, en ekki innan haft­anna á Ísland­i. 

Kjarn­inn hefur ítrekað beint fyr­ir­spurnum til Sig­urðar Más Jóns­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem óskað hefur verið eftir upp­lýs­ingum um hvort ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands, eða fjöl­skyldur þeirra, eigi eignir erlend­is. Hinn 15. mars 2015, fyrir rúm­lega ári, voru fyr­ir­spurnir sendar til upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar þar sem fyrr­nefnd fyr­ir­spurn var borin upp. Sá sem svar­aði fyrir hönd for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, var Ágúst Geir Ágústs­son, skrif­stofu­stjóri. Hann neit­aði að svara fyr­ir­spurn­inni, og sagði það ekki í verka­hring for­sæt­is­ráðu­neyts­ins að gera það, og lög krefð­ust þess ekki. Fyr­ir­spurnin var ítrekuð í nokkur skipti, eftir að eft­ir­grennslan rit­stjórnar benti til þess að ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands ættu hugs­an­lega eignir erlend­is, sem hvergi hefði verið greint frá. Það hefur reynst erfitt að sann­reyna slíkt, og þá hafa ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni ekki gefið það upp á hags­muna­skrán­ingu sinni að þeir ættu eignir erlend­is, og ekki heldur makar þeirra. Því var eðli­legt að skoða þessi mál nánar og spyrj­ast fyrir um málin hjá stjórn­völd­um.Eðli­legt er að beina fyr­ir­spurn­inni almennt til allra ráð­herra í rík­is­stjórn­inni, í gegnum upp­lýs­inga­full­trúa henn­ar, fyrst það starf er til á annað borð.

Auglýsing

Svarið sem kom frá skrif­stofu­stjór­an­um, við fyr­ir­spurn í byrjun síð­asta mán­að­ar, var eft­ir­far­andi.

„Eins og fram kom í svari til yðar 12. mars 2015 þá býr for­sæt­is­ráðu­neytið ekki yfir upp­lýs­ingum um eignir ráð­herra, hvorki hér á landi né erlend­is. Ráðu­neytið benti hins vegar á að á vef Alþingis má finna upp­lýs­ingar um fjár­hags­lega hags­muni og trún­að­ar­störf alþing­is­manna og ráð­herra, sbr. reglur Alþingis um skrán­ingu á fjár­hags­legum hags­munum alþing­is­manna og trún­að­ar­störfum utan þings.

For­sæt­is­ráðu­neytið bendir jafn­framt á að því marki sem upp­lýs­inga­beiðni yðar kann að varða upp­lýs­ingar sem ekki ber að til­greina í hags­muna­skrán­ing­unni þá myndu slíkar upp­lýs­ingar að öllum lík­indum telj­ast til upp­lýs­inga um „einka- og fjár­hags­mál­efni ein­stak­linga sem sann­gjarnt er og eðli­legt að leynt fari“, sbr. 1. mgr. 9. gr. upp­lýs­inga­laga nr. 140/2012.Svo mörg voru þau orð, og sjálfu sér ekk­ert sem kom á óvart í þessum svörum, eftir það sem á undan var geng­ið. Ráðu­neyti Sig­mundar Dav­íðs vildi ekki upp­lýsa um þetta, þar sem ekki var laga­skylda til þess, og vís­aði á hags­muna­skrán­ing­ar­regl­urnar og skráða hags­muni ráð­herra. Þar kom ekk­ert fram um það að eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs væri með fjöl­skyldu­auð sinn í erlendu félagi. Upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórnar vildi síðan ekki leita svara hjá ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­innar um hvort þeir ættu eignir erlend­is, og þá hvaða eign­ir, þrátt fyrir að óskað hefði verið eftir því.

Í regl­unum sem vísað er til, er varða hags­muna­skrán­ingu, kemur fram, að gefa þurfi upp „heiti félags, spari­sjóðs eða sjálfs­eign­ar­stofn­unar í atvinnu­rekstri, sem alþing­is­maður á hlut í og fer yfir ein­hver eft­ir­tal­inna við­miða: Verð­mæti hlutar nemur að mark­aðsvirði meira en 1 millj. kr. miðað við 31. des­em­ber ár hvert. Hlutur nemur 1% eða meira í félagi, spari­sjóði eða sjálfs­eign­ar­stofnun þar sem eignir í árs­lok eru 230 millj. kr. eða meira eða rekstr­ar­tekjur 460 millj. kr. eða meira“. Vissu­lega er það svo, að eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs á þessa fjár­muni erlend­is, en í ljósi þess að þau eru hjón, þá er eði­legt að gefa upp þessar eign­ir, og þing­menn geta gert slíkt ef þeir hafa áhuga á því.Það er ekki ama­legt að eiga mörg hund­ruð millj­ónir í útlöndum á meðan almenn­ingur er inni­lok­aður á Íslandi með sinn sparnað í höft­um. Stjórn­mála­stéttin ætti að bera sig eftir því, að hafa alla svona hluti uppi á borð­um, og taka vel í það upp­lýsa um eignir sínar erlend­is, sér­stak­lega þegar hún hefur komið hafta­bú­skap á almenn­ing með lög­um. Það á að gera strax. Alveg sama hvort eignir eru skráðar á þing­menn­ina sjálfa eða maka þeirra. Ef ein­hverjir ættu að kann­ast við mik­il­vægi þess að upp­lýsa um svona hluti, nákvæm­lega, þá er það stjórn­mála­stétt­in, sem lítið traust mælist til í könn­un­um.

Anna Sig­ur­laug biður um það á Face­book-­síðu sinni að „Gróa á leiti fái frí nún­a“, og vitnar til þess að ein­hver umræða hafi verið í gangi, um eitt­hvað óskil­greint, sem henni teng­ist. Sú umræða hefur farið fram­hjá lang­flestum  vænt­an­lega, enda hafa engar fréttir birst um Wintris Inc. eða að fjöl­skyldu­auður hennar væri geymdur á reikn­ingum þess erlend­is. 

Von­andi munu stjórn­völd, og ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni, sjá sóma sinn í því núna, fyrst eig­in­kona for­sæt­is­ráð­herra hefur nú upp­lýst um að hún geymi fjöl­skyldu­auð sinn erlend­is, að upp­lýsa um hvort þeir eða makar þeirra eigi eignir erlend­is, og til­greini hverjar þær eru. Það er mik­il­vægt að fá upp­lýs­ingar um þetta fram, enda er sú óþol­andi staða uppi - svo það sé ítrekað - að fjár­magns­höft eru í gildi með lögum sem bitna á almenn­ingi. Ráð­herrar ættu að sjá sóma sinn í því að taka stöðu með fólk­inu gegn kerf­inu í þessu máli, og upp­lýsa um mál eins og þessi, þegar fjöl­miðlar spyrj­ast fyrir um þau.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None