Bíður barnið þitt eftir greiningu?

Hildur Þórðardóttir
Auglýsing

Biðlistar lengjast, barnið fær enga auka­að­stoð í skóla nema ­með grein­ingu og for­eldrar eru ráða­laus­ir. Barnið skynjar að það sé eitt­hvað að því vegna þess að það passar ekki inn í skóla­kerf­ið. Það fyllist von­leysi og í hvert sinn sem minnst er á skól­ann finnur það kvíð­ann magn­ast í mag­an­um. Barn­ið hættir að geta sofnað kvöld­in, verður þreytt í skól­an­um, fær óút­skýrða maga­verki eða höf­uð­verki og byrjar að missa úr skóla.

Grein­ing­ar­stöð rík­is­ins kvartar yfir ónógu fjár­magni og BUGL glímir við myglu í hús­næði svo starf­semin er ein­ungis brot af því sem venju­lega er. Hegð­unar – og þroska­stöðin í Mjódd getur heldur ekki annað öllu eins og þeir vildu.

En er við þessar stofn­anir að sakast? Getur verið að hluti vand­ans liggi í skóla­kerf­inu? Einn skóli fyrir alla er fal­leg hug­sjón sem virkar kannski fyrir börn með lík­am­legar fatl­anir en ekki fyrir börn með geð­rask­an­ir.

Auglýsing

Skóla­kerfið er sniðið að nem­endum sem eiga auð­velt með að hlusta á kenn­ara, hugsa línu­laga, skipu­leggja sig sjálfir og ein­beita sér í stórum hópi. Ef barnið getur þetta ekki, hlýtur að vera eitt­hvað að barn­inu.

Á meðan kenn­arar eru að gera allt sem þeir geta til að kom­a á móts við þarfir hvers og eins eru enda­lausar kröfur um nið­ur­skurð. Skólar eru ­sam­ein­aðir til að spara laun skóla­stjóra og nýir skólar byggðir þannig að 50-60 ­börn eru saman í rými með tvo kenn­ara. Þegar fjórð­ungur nem­enda þarf sér­staka ­at­hygli og með­ferð er ljóst að verk­efnið er flók­ið. Allir þeir kenn­arar sem ég þekki eru fullir af hug­sjón og vilja gera sitt besta. En það er erfitt þeg­ar að­stæður eru eins og þær eru.

Börn með geð­rask­anir þríf­ast ekki í stórum ein­ing­um. Þau þurfa ró og næði, vera í litlum hóp­um, mikið utan­um­hald og öðru­vísi kennslu­hætt­i. ­Börn með ofvirkni halda bara út 20 mín­útna lot­ur. Börn með ofvirkni og ein­hverfu þurfa stífan ramma sem helst aldrei er vikið útaf. Börn með­ ­at­hygl­is­brest heyra ekki hvað kenn­ar­inn segir þegar 24 börn eru að setja nið­ur í tösk­urnar eða finna ein­hvern til að leika við.

Brú­ar­skóli er frá­bært úrræði fyrir börn með geð­rask­an­ir. Heild­ar­fjöldi nem­enda er um 20 og fjöldi starfs­fólks er hinn sami. Mik­il á­hersla er lögð á verk­lega kennslu og list­grein­ar. Þar eru að hámarki fimm börn í bekk og tveir kenn­ar­ar. Stundum er nem­andi jafn­vel einn með kenn­ara í verk­legum tím­um. Mjög vel er haldið utan um öll sam­skipti milli barn­anna til að ­forð­ast árekstra og starfs­fólkið er allt sér­þjálfað til að vinna með þessi ­börn. Í Brú­ar­skóla er meira að segja hundur sem fær að fylgja eig­anda sínum í skól­ann og sumir nem­endur tóku ást­fóstri við hund­inn og hlökk­uðu til að fara í þá tíma þar sem hund­ur­inn var.

En eftir þrjá mán­uði í Brú­ar­skóla, loks­ins þegar börn­unum er farið að líða bet­ur, eru þau send aftur í venju­legan skóla þar sem þau upp­lifa ­sig gölluð og ómögu­leg. Það eru fleiri svona lítil úrræði, til dæmis Skóla­sel, en þau eru einnig tíma­bund­in, jafn­vel bara til fimm vikna.

Af hverju aðlögum við ekki skóla­kerfið að þörfum þess­ara ­barna, í stað þess að greina börn þannig að eitt­hvað sé að þeim? Af hverju höfum við ekki sér­staka skóla fyrir „sér­stök“ börn þar sem kennslan mætir þörf­um hvers hóps svo börnin upp­lifi sig ein­stök og frá­bær, ekki úrhrök og galla­gripi?

Það er von mín að hópur kenn­ara og fólks með þekk­ingu á þessum málum taki sig saman og stofni skóla fyrir börn með geð­rask­anir með­ ­stuðn­ingi frá yfir­völd­um. Það er gíf­ur­lega erfitt að breyta heilu kerfi, en það er hægt að byrja með litla til­rauna­skóla og þróa þá áfram. 

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er nægur fjöldi barna með grein­ing­ar til að rétt­læta tvo svona skóla, ann­ars vegar fyrir börn með ADHD og hins veg­ar ­lít­inn skóla fyrir börn með fjöl­þættan vanda. Það er ekki nóg að búa bara til­ ­deildir áfastar venju­legum skólum því það kallar á árekstra í frí­mín­útum eða á leið heim úr skóla. Leyfum líka dýrum að koma í þessa skóla því þau hjálp­a ­börn­unum að fá útrás fyrir til­finn­ingar sín­ar.

Hættum að spara og skera niður í skóla­mál­um. Hættum að ­greina börnin okkar sem vanda­mál og förum að álíta þau sem sér­stök og ein­stök. Þessi ­börn eru oft við­kvæm og mjög skap­andi ein­stak­lingar og því ekki að hjálpa þeim að þroska hæfi­leika sína. Hættum að pína þau til að vera í hörðum og heft­and­i að­stæð­um. Leyfum börn­unum að vera þau sjálf og búum til aðstæður þar sem þau ­þríf­ast best.  

Höf­undur er rit­höf­und­ur og for­seta­fram­bjóð­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None