Mér þykir vænt um framsóknarmenn

sigmundur davíð anna sigurlaug
Auglýsing

Eftir að hafa alið mestan minn aldur á Aust­ur­landi, í ein­u helsta kjör­lendi Fram­sókn­ar­flokks­ins, þekki ég marga fram­sókn­ar­menn og sum­ir þeirra eru góðir vinir mín­ir. Þeir fram­sókn­ar­menn sem ég þekki eru almennt gott ­fólk sem vill sam­ferða­mönnum sínum og sam­fé­lag­inu vel og margir þeirra starfa að sam­fé­lags­málum í þeim anda. Og þó ég sé oft ósam­mála þeim og nálgun þeirra á ýmis mál og áherslur þeirra sam­rým­ist ekki mínum hef ég ekki í sam­tölum við þetta á­gæta fólk fundið ástæða til að draga virð­ingu þess fyrir rétta­rík­inu og lýð­ræð­inu í efa. Mér þykir því vænt um næstum alla þá fram­sókn­ar­menn sem ég þekki. Og einmitt þess vegna finnst mér skrítið að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skuli birt­ast mér sem fyr­ir­bæri sem er allt ann­ars eðlis en þeir fram­sókn­ar­menn sem ég þekki.

Það er eitt sem mér hefur jafnan þótt ein­kenna fram­sókn­ar­menn meira en aðra þá sem hafa yfir­lýstar póli­tískar skoð­an­ir. Það er ­bjarg­föst for­ingja­holl­usta sem á ekki sinn líkan í öðrum íslenskum ­stjórn­mála­flokkum á síð­ari árum. Holl­usta sem er í slíkum hæðum að það minnir á ann­ars­konar stjórn­ar­far en það lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lag sem hefur verið við lýði á Ís­landi. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað valdi þessu. Vegna þess hversu rót­gróin og útbreidd þessi holl­usta er virð­ist rök­rétt að leita skýr­ing­ar­inn­ar í menn­ing­unni innan flokks­ins. Hana þekki ég ekki af eigin raun en sem á­horf­andi og af sam­tölum við fram­sókn­ar­menn staldra ég við eitt atriði.  

Þegar leið­togar þurfa að þjappa sínu fólki að baki sér er ut­an­að­kom­andi ógn (raun­veru­leg eða til­bú­in) eitt­hvað sem jafnan má treysta á. ­Banda­ríkja­for­setar eru t.a.m. sjaldan vin­sælli en þegar þeir fara í stríð. Því þá má krefj­ast skil­yrð­is­lauss stuðn­ings fólks og láta að því liggja að þeir sem ekki fylgi með í stuðn­ingnum séu ekki trausts verð­ir. Séu jafn­vel svik­ar­ar. En það er ekk­ert stríð á Íslandi og verður von­andi aldrei. En samt virð­ist ver­a hægt að finna ógn sem er nógu stór til að þjappa fólki svo þétt að baki for­ystu­fólki ­stjórn­mála­flokks að undrum sæt­ir.

Auglýsing

Stjórn­mála­um­ræða á Íslandi er á köflum óbil­gjörn og mað­ur­ þarf ekki að skima sam­fé­lags­miðl­ana lengi til að rekast á rætin og jafn­vel and­styggi­leg ummæli um fólk og flokka. Þetta er plag­siður sem því miður virð­is­t fremur vera að efl­ast heldur en hitt. En hann bein­ist ekki bara að Fram­sókn­ar­flokkn­um, þó að sá flokkur fái vissu­lega sinn skerf af ómál­efna­leg­um gusum. Sam­starfs­flokkur Fram­sóknar í rík­is­stjórn fær líka sitt og þeir flokk­ar ­sem mynd­uðu rík­is­stjórn­ina þar á undan fengu yfir sig næsta sam­felldar skamm­ir og ill­yrði meðan þeir voru við völd – og fá enn þó þeir séu ekki lengur við ­stjórn­völ­in. Raunar þurfa stjórn­mála­hreyf­ingar á Íslandi ekki að kom­ast í rík­is­stjórn til að þurfa að búa við það að verða fyrir barð­inu á þessum plags­ið. En honum er þó oft að ósekju ruglað saman við gagn­rýna umræðu sem er ­nauð­syn­leg fyrir við­hald og þróun lýð­ræð­is.

Það sem skilur Fram­sókn­ar­flokk­inn frá öðrum í við­brögðum við ill­yrðum í sinn garð er að for­svars­menn þess flokks eru einir um að álíta þau ver­a of­sóknir og tala opin­ber­lega á þann veg að engir aðrir þurfi að þola neitt ­sam­bæri­legt. Það stenst auð­vitað enga skoðun en samt virð­ast margir fram­sókn­ar­menn trúa þessu ein­læg­lega. Og kannski er það ekki skrít­ið. Þess­háttar orð­ræða er ekki ný kom­andi frá for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hún­ hefur beitt þessu bragði oft og ítrekað í gegnum árin, að því er virð­ist í þeim til­gangi að styrkja eigin valda­stöðu og þagga niður gagn­rýni inn­an­húss. Og hvers vegna að hætta núna? Þetta hefur aug­ljós­lega virk­að.

En það er komin upp for­dæma­laus staða í íslenskum ­stjórn­mál­um. For­sæt­is­ráð­herra hefur orðið opin­ber af dóm­greind­ar­bresti sem er á því stigi að ekki verður við unað og honum er ekki sætt í emb­ætti. Þó mögu­lega hafi engin lög verið brotin er hags­muna­á­rekst­ur­inn af þeirri stærð að lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lagið mun bera var­an­legan skaða af sitji for­sæt­is­ráð­herr­ann áfram í emb­ætti. Traustið sem þarf að ríkja er horf­ið.

Ég get skilið að vinir mínir og kunn­ingjar sem eru fram­sókn­ar­menn séu hugsi þessa dag­ana. Jafn­vel dálítið ráð­villt­ir. En það ­reynir á ykkur núna. Er holl­ustan við for­mann­inn þess virði að setja for­dæmi ­sem grefur undan lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lag­inu og rétt­ar­rík­inu og setur það í hættu ein­ung­is til að við­halda valda­stöðu for­manns­ins? Hvað þið gerið eða gerið ekki á næst­unni snýst ekki bara um trú­verð­ug­leika ykk­ar, valda­stöðu eða fram­tíð ­flokks­ins ykk­ar. Málið er mun stærra en það. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None