Mér þykir vænt um framsóknarmenn

sigmundur davíð anna sigurlaug
Auglýsing

Eftir að hafa alið mestan minn aldur á Aust­ur­landi, í ein­u helsta kjör­lendi Fram­sókn­ar­flokks­ins, þekki ég marga fram­sókn­ar­menn og sum­ir þeirra eru góðir vinir mín­ir. Þeir fram­sókn­ar­menn sem ég þekki eru almennt gott ­fólk sem vill sam­ferða­mönnum sínum og sam­fé­lag­inu vel og margir þeirra starfa að sam­fé­lags­málum í þeim anda. Og þó ég sé oft ósam­mála þeim og nálgun þeirra á ýmis mál og áherslur þeirra sam­rým­ist ekki mínum hef ég ekki í sam­tölum við þetta á­gæta fólk fundið ástæða til að draga virð­ingu þess fyrir rétta­rík­inu og lýð­ræð­inu í efa. Mér þykir því vænt um næstum alla þá fram­sókn­ar­menn sem ég þekki. Og einmitt þess vegna finnst mér skrítið að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skuli birt­ast mér sem fyr­ir­bæri sem er allt ann­ars eðlis en þeir fram­sókn­ar­menn sem ég þekki.

Það er eitt sem mér hefur jafnan þótt ein­kenna fram­sókn­ar­menn meira en aðra þá sem hafa yfir­lýstar póli­tískar skoð­an­ir. Það er ­bjarg­föst for­ingja­holl­usta sem á ekki sinn líkan í öðrum íslenskum ­stjórn­mála­flokkum á síð­ari árum. Holl­usta sem er í slíkum hæðum að það minnir á ann­ars­konar stjórn­ar­far en það lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lag sem hefur verið við lýði á Ís­landi. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað valdi þessu. Vegna þess hversu rót­gróin og útbreidd þessi holl­usta er virð­ist rök­rétt að leita skýr­ing­ar­inn­ar í menn­ing­unni innan flokks­ins. Hana þekki ég ekki af eigin raun en sem á­horf­andi og af sam­tölum við fram­sókn­ar­menn staldra ég við eitt atriði.  

Þegar leið­togar þurfa að þjappa sínu fólki að baki sér er ut­an­að­kom­andi ógn (raun­veru­leg eða til­bú­in) eitt­hvað sem jafnan má treysta á. ­Banda­ríkja­for­setar eru t.a.m. sjaldan vin­sælli en þegar þeir fara í stríð. Því þá má krefj­ast skil­yrð­is­lauss stuðn­ings fólks og láta að því liggja að þeir sem ekki fylgi með í stuðn­ingnum séu ekki trausts verð­ir. Séu jafn­vel svik­ar­ar. En það er ekk­ert stríð á Íslandi og verður von­andi aldrei. En samt virð­ist ver­a hægt að finna ógn sem er nógu stór til að þjappa fólki svo þétt að baki for­ystu­fólki ­stjórn­mála­flokks að undrum sæt­ir.

Auglýsing

Stjórn­mála­um­ræða á Íslandi er á köflum óbil­gjörn og mað­ur­ þarf ekki að skima sam­fé­lags­miðl­ana lengi til að rekast á rætin og jafn­vel and­styggi­leg ummæli um fólk og flokka. Þetta er plag­siður sem því miður virð­is­t fremur vera að efl­ast heldur en hitt. En hann bein­ist ekki bara að Fram­sókn­ar­flokkn­um, þó að sá flokkur fái vissu­lega sinn skerf af ómál­efna­leg­um gusum. Sam­starfs­flokkur Fram­sóknar í rík­is­stjórn fær líka sitt og þeir flokk­ar ­sem mynd­uðu rík­is­stjórn­ina þar á undan fengu yfir sig næsta sam­felldar skamm­ir og ill­yrði meðan þeir voru við völd – og fá enn þó þeir séu ekki lengur við ­stjórn­völ­in. Raunar þurfa stjórn­mála­hreyf­ingar á Íslandi ekki að kom­ast í rík­is­stjórn til að þurfa að búa við það að verða fyrir barð­inu á þessum plags­ið. En honum er þó oft að ósekju ruglað saman við gagn­rýna umræðu sem er ­nauð­syn­leg fyrir við­hald og þróun lýð­ræð­is.

Það sem skilur Fram­sókn­ar­flokk­inn frá öðrum í við­brögðum við ill­yrðum í sinn garð er að for­svars­menn þess flokks eru einir um að álíta þau ver­a of­sóknir og tala opin­ber­lega á þann veg að engir aðrir þurfi að þola neitt ­sam­bæri­legt. Það stenst auð­vitað enga skoðun en samt virð­ast margir fram­sókn­ar­menn trúa þessu ein­læg­lega. Og kannski er það ekki skrít­ið. Þess­háttar orð­ræða er ekki ný kom­andi frá for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hún­ hefur beitt þessu bragði oft og ítrekað í gegnum árin, að því er virð­ist í þeim til­gangi að styrkja eigin valda­stöðu og þagga niður gagn­rýni inn­an­húss. Og hvers vegna að hætta núna? Þetta hefur aug­ljós­lega virk­að.

En það er komin upp for­dæma­laus staða í íslenskum ­stjórn­mál­um. For­sæt­is­ráð­herra hefur orðið opin­ber af dóm­greind­ar­bresti sem er á því stigi að ekki verður við unað og honum er ekki sætt í emb­ætti. Þó mögu­lega hafi engin lög verið brotin er hags­muna­á­rekst­ur­inn af þeirri stærð að lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lagið mun bera var­an­legan skaða af sitji for­sæt­is­ráð­herr­ann áfram í emb­ætti. Traustið sem þarf að ríkja er horf­ið.

Ég get skilið að vinir mínir og kunn­ingjar sem eru fram­sókn­ar­menn séu hugsi þessa dag­ana. Jafn­vel dálítið ráð­villt­ir. En það ­reynir á ykkur núna. Er holl­ustan við for­mann­inn þess virði að setja for­dæmi ­sem grefur undan lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lag­inu og rétt­ar­rík­inu og setur það í hættu ein­ung­is til að við­halda valda­stöðu for­manns­ins? Hvað þið gerið eða gerið ekki á næst­unni snýst ekki bara um trú­verð­ug­leika ykk­ar, valda­stöðu eða fram­tíð ­flokks­ins ykk­ar. Málið er mun stærra en það. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None