Mér þykir vænt um framsóknarmenn

sigmundur davíð anna sigurlaug
Auglýsing

Eftir að hafa alið mestan minn aldur á Aust­ur­landi, í ein­u helsta kjör­lendi Fram­sókn­ar­flokks­ins, þekki ég marga fram­sókn­ar­menn og sum­ir þeirra eru góðir vinir mín­ir. Þeir fram­sókn­ar­menn sem ég þekki eru almennt gott ­fólk sem vill sam­ferða­mönnum sínum og sam­fé­lag­inu vel og margir þeirra starfa að sam­fé­lags­málum í þeim anda. Og þó ég sé oft ósam­mála þeim og nálgun þeirra á ýmis mál og áherslur þeirra sam­rým­ist ekki mínum hef ég ekki í sam­tölum við þetta á­gæta fólk fundið ástæða til að draga virð­ingu þess fyrir rétta­rík­inu og lýð­ræð­inu í efa. Mér þykir því vænt um næstum alla þá fram­sókn­ar­menn sem ég þekki. Og einmitt þess vegna finnst mér skrítið að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skuli birt­ast mér sem fyr­ir­bæri sem er allt ann­ars eðlis en þeir fram­sókn­ar­menn sem ég þekki.

Það er eitt sem mér hefur jafnan þótt ein­kenna fram­sókn­ar­menn meira en aðra þá sem hafa yfir­lýstar póli­tískar skoð­an­ir. Það er ­bjarg­föst for­ingja­holl­usta sem á ekki sinn líkan í öðrum íslenskum ­stjórn­mála­flokkum á síð­ari árum. Holl­usta sem er í slíkum hæðum að það minnir á ann­ars­konar stjórn­ar­far en það lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lag sem hefur verið við lýði á Ís­landi. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað valdi þessu. Vegna þess hversu rót­gróin og útbreidd þessi holl­usta er virð­ist rök­rétt að leita skýr­ing­ar­inn­ar í menn­ing­unni innan flokks­ins. Hana þekki ég ekki af eigin raun en sem á­horf­andi og af sam­tölum við fram­sókn­ar­menn staldra ég við eitt atriði.  

Þegar leið­togar þurfa að þjappa sínu fólki að baki sér er ut­an­að­kom­andi ógn (raun­veru­leg eða til­bú­in) eitt­hvað sem jafnan má treysta á. ­Banda­ríkja­for­setar eru t.a.m. sjaldan vin­sælli en þegar þeir fara í stríð. Því þá má krefj­ast skil­yrð­is­lauss stuðn­ings fólks og láta að því liggja að þeir sem ekki fylgi með í stuðn­ingnum séu ekki trausts verð­ir. Séu jafn­vel svik­ar­ar. En það er ekk­ert stríð á Íslandi og verður von­andi aldrei. En samt virð­ist ver­a hægt að finna ógn sem er nógu stór til að þjappa fólki svo þétt að baki for­ystu­fólki ­stjórn­mála­flokks að undrum sæt­ir.

Auglýsing

Stjórn­mála­um­ræða á Íslandi er á köflum óbil­gjörn og mað­ur­ þarf ekki að skima sam­fé­lags­miðl­ana lengi til að rekast á rætin og jafn­vel and­styggi­leg ummæli um fólk og flokka. Þetta er plag­siður sem því miður virð­is­t fremur vera að efl­ast heldur en hitt. En hann bein­ist ekki bara að Fram­sókn­ar­flokkn­um, þó að sá flokkur fái vissu­lega sinn skerf af ómál­efna­leg­um gusum. Sam­starfs­flokkur Fram­sóknar í rík­is­stjórn fær líka sitt og þeir flokk­ar ­sem mynd­uðu rík­is­stjórn­ina þar á undan fengu yfir sig næsta sam­felldar skamm­ir og ill­yrði meðan þeir voru við völd – og fá enn þó þeir séu ekki lengur við ­stjórn­völ­in. Raunar þurfa stjórn­mála­hreyf­ingar á Íslandi ekki að kom­ast í rík­is­stjórn til að þurfa að búa við það að verða fyrir barð­inu á þessum plags­ið. En honum er þó oft að ósekju ruglað saman við gagn­rýna umræðu sem er ­nauð­syn­leg fyrir við­hald og þróun lýð­ræð­is.

Það sem skilur Fram­sókn­ar­flokk­inn frá öðrum í við­brögðum við ill­yrðum í sinn garð er að for­svars­menn þess flokks eru einir um að álíta þau ver­a of­sóknir og tala opin­ber­lega á þann veg að engir aðrir þurfi að þola neitt ­sam­bæri­legt. Það stenst auð­vitað enga skoðun en samt virð­ast margir fram­sókn­ar­menn trúa þessu ein­læg­lega. Og kannski er það ekki skrít­ið. Þess­háttar orð­ræða er ekki ný kom­andi frá for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hún­ hefur beitt þessu bragði oft og ítrekað í gegnum árin, að því er virð­ist í þeim til­gangi að styrkja eigin valda­stöðu og þagga niður gagn­rýni inn­an­húss. Og hvers vegna að hætta núna? Þetta hefur aug­ljós­lega virk­að.

En það er komin upp for­dæma­laus staða í íslenskum ­stjórn­mál­um. For­sæt­is­ráð­herra hefur orðið opin­ber af dóm­greind­ar­bresti sem er á því stigi að ekki verður við unað og honum er ekki sætt í emb­ætti. Þó mögu­lega hafi engin lög verið brotin er hags­muna­á­rekst­ur­inn af þeirri stærð að lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lagið mun bera var­an­legan skaða af sitji for­sæt­is­ráð­herr­ann áfram í emb­ætti. Traustið sem þarf að ríkja er horf­ið.

Ég get skilið að vinir mínir og kunn­ingjar sem eru fram­sókn­ar­menn séu hugsi þessa dag­ana. Jafn­vel dálítið ráð­villt­ir. En það ­reynir á ykkur núna. Er holl­ustan við for­mann­inn þess virði að setja for­dæmi ­sem grefur undan lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lag­inu og rétt­ar­rík­inu og setur það í hættu ein­ung­is til að við­halda valda­stöðu for­manns­ins? Hvað þið gerið eða gerið ekki á næst­unni snýst ekki bara um trú­verð­ug­leika ykk­ar, valda­stöðu eða fram­tíð ­flokks­ins ykk­ar. Málið er mun stærra en það. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None