Mér þykir vænt um framsóknarmenn

sigmundur davíð anna sigurlaug
Auglýsing

Eftir að hafa alið mestan minn aldur á Aust­ur­landi, í ein­u helsta kjör­lendi Fram­sókn­ar­flokks­ins, þekki ég marga fram­sókn­ar­menn og sum­ir þeirra eru góðir vinir mín­ir. Þeir fram­sókn­ar­menn sem ég þekki eru almennt gott ­fólk sem vill sam­ferða­mönnum sínum og sam­fé­lag­inu vel og margir þeirra starfa að sam­fé­lags­málum í þeim anda. Og þó ég sé oft ósam­mála þeim og nálgun þeirra á ýmis mál og áherslur þeirra sam­rým­ist ekki mínum hef ég ekki í sam­tölum við þetta á­gæta fólk fundið ástæða til að draga virð­ingu þess fyrir rétta­rík­inu og lýð­ræð­inu í efa. Mér þykir því vænt um næstum alla þá fram­sókn­ar­menn sem ég þekki. Og einmitt þess vegna finnst mér skrítið að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skuli birt­ast mér sem fyr­ir­bæri sem er allt ann­ars eðlis en þeir fram­sókn­ar­menn sem ég þekki.

Það er eitt sem mér hefur jafnan þótt ein­kenna fram­sókn­ar­menn meira en aðra þá sem hafa yfir­lýstar póli­tískar skoð­an­ir. Það er ­bjarg­föst for­ingja­holl­usta sem á ekki sinn líkan í öðrum íslenskum ­stjórn­mála­flokkum á síð­ari árum. Holl­usta sem er í slíkum hæðum að það minnir á ann­ars­konar stjórn­ar­far en það lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lag sem hefur verið við lýði á Ís­landi. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað valdi þessu. Vegna þess hversu rót­gróin og útbreidd þessi holl­usta er virð­ist rök­rétt að leita skýr­ing­ar­inn­ar í menn­ing­unni innan flokks­ins. Hana þekki ég ekki af eigin raun en sem á­horf­andi og af sam­tölum við fram­sókn­ar­menn staldra ég við eitt atriði.  

Þegar leið­togar þurfa að þjappa sínu fólki að baki sér er ut­an­að­kom­andi ógn (raun­veru­leg eða til­bú­in) eitt­hvað sem jafnan má treysta á. ­Banda­ríkja­for­setar eru t.a.m. sjaldan vin­sælli en þegar þeir fara í stríð. Því þá má krefj­ast skil­yrð­is­lauss stuðn­ings fólks og láta að því liggja að þeir sem ekki fylgi með í stuðn­ingnum séu ekki trausts verð­ir. Séu jafn­vel svik­ar­ar. En það er ekk­ert stríð á Íslandi og verður von­andi aldrei. En samt virð­ist ver­a hægt að finna ógn sem er nógu stór til að þjappa fólki svo þétt að baki for­ystu­fólki ­stjórn­mála­flokks að undrum sæt­ir.

Auglýsing

Stjórn­mála­um­ræða á Íslandi er á köflum óbil­gjörn og mað­ur­ þarf ekki að skima sam­fé­lags­miðl­ana lengi til að rekast á rætin og jafn­vel and­styggi­leg ummæli um fólk og flokka. Þetta er plag­siður sem því miður virð­is­t fremur vera að efl­ast heldur en hitt. En hann bein­ist ekki bara að Fram­sókn­ar­flokkn­um, þó að sá flokkur fái vissu­lega sinn skerf af ómál­efna­leg­um gusum. Sam­starfs­flokkur Fram­sóknar í rík­is­stjórn fær líka sitt og þeir flokk­ar ­sem mynd­uðu rík­is­stjórn­ina þar á undan fengu yfir sig næsta sam­felldar skamm­ir og ill­yrði meðan þeir voru við völd – og fá enn þó þeir séu ekki lengur við ­stjórn­völ­in. Raunar þurfa stjórn­mála­hreyf­ingar á Íslandi ekki að kom­ast í rík­is­stjórn til að þurfa að búa við það að verða fyrir barð­inu á þessum plags­ið. En honum er þó oft að ósekju ruglað saman við gagn­rýna umræðu sem er ­nauð­syn­leg fyrir við­hald og þróun lýð­ræð­is.

Það sem skilur Fram­sókn­ar­flokk­inn frá öðrum í við­brögðum við ill­yrðum í sinn garð er að for­svars­menn þess flokks eru einir um að álíta þau ver­a of­sóknir og tala opin­ber­lega á þann veg að engir aðrir þurfi að þola neitt ­sam­bæri­legt. Það stenst auð­vitað enga skoðun en samt virð­ast margir fram­sókn­ar­menn trúa þessu ein­læg­lega. Og kannski er það ekki skrít­ið. Þess­háttar orð­ræða er ekki ný kom­andi frá for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hún­ hefur beitt þessu bragði oft og ítrekað í gegnum árin, að því er virð­ist í þeim til­gangi að styrkja eigin valda­stöðu og þagga niður gagn­rýni inn­an­húss. Og hvers vegna að hætta núna? Þetta hefur aug­ljós­lega virk­að.

En það er komin upp for­dæma­laus staða í íslenskum ­stjórn­mál­um. For­sæt­is­ráð­herra hefur orðið opin­ber af dóm­greind­ar­bresti sem er á því stigi að ekki verður við unað og honum er ekki sætt í emb­ætti. Þó mögu­lega hafi engin lög verið brotin er hags­muna­á­rekst­ur­inn af þeirri stærð að lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lagið mun bera var­an­legan skaða af sitji for­sæt­is­ráð­herr­ann áfram í emb­ætti. Traustið sem þarf að ríkja er horf­ið.

Ég get skilið að vinir mínir og kunn­ingjar sem eru fram­sókn­ar­menn séu hugsi þessa dag­ana. Jafn­vel dálítið ráð­villt­ir. En það ­reynir á ykkur núna. Er holl­ustan við for­mann­inn þess virði að setja for­dæmi ­sem grefur undan lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lag­inu og rétt­ar­rík­inu og setur það í hættu ein­ung­is til að við­halda valda­stöðu for­manns­ins? Hvað þið gerið eða gerið ekki á næst­unni snýst ekki bara um trú­verð­ug­leika ykk­ar, valda­stöðu eða fram­tíð ­flokks­ins ykk­ar. Málið er mun stærra en það. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None