Bíður barnið þitt eftir greiningu?

Hildur Þórðardóttir
Auglýsing

Biðlistar lengjast, barnið fær enga auka­að­stoð í skóla nema ­með grein­ingu og for­eldrar eru ráða­laus­ir. Barnið skynjar að það sé eitt­hvað að því vegna þess að það passar ekki inn í skóla­kerf­ið. Það fyllist von­leysi og í hvert sinn sem minnst er á skól­ann finnur það kvíð­ann magn­ast í mag­an­um. Barn­ið hættir að geta sofnað kvöld­in, verður þreytt í skól­an­um, fær óút­skýrða maga­verki eða höf­uð­verki og byrjar að missa úr skóla.

Grein­ing­ar­stöð rík­is­ins kvartar yfir ónógu fjár­magni og BUGL glímir við myglu í hús­næði svo starf­semin er ein­ungis brot af því sem venju­lega er. Hegð­unar – og þroska­stöðin í Mjódd getur heldur ekki annað öllu eins og þeir vildu.

En er við þessar stofn­anir að sakast? Getur verið að hluti vand­ans liggi í skóla­kerf­inu? Einn skóli fyrir alla er fal­leg hug­sjón sem virkar kannski fyrir börn með lík­am­legar fatl­anir en ekki fyrir börn með geð­rask­an­ir.

Auglýsing

Skóla­kerfið er sniðið að nem­endum sem eiga auð­velt með að hlusta á kenn­ara, hugsa línu­laga, skipu­leggja sig sjálfir og ein­beita sér í stórum hópi. Ef barnið getur þetta ekki, hlýtur að vera eitt­hvað að barn­inu.

Á meðan kenn­arar eru að gera allt sem þeir geta til að kom­a á móts við þarfir hvers og eins eru enda­lausar kröfur um nið­ur­skurð. Skólar eru ­sam­ein­aðir til að spara laun skóla­stjóra og nýir skólar byggðir þannig að 50-60 ­börn eru saman í rými með tvo kenn­ara. Þegar fjórð­ungur nem­enda þarf sér­staka ­at­hygli og með­ferð er ljóst að verk­efnið er flók­ið. Allir þeir kenn­arar sem ég þekki eru fullir af hug­sjón og vilja gera sitt besta. En það er erfitt þeg­ar að­stæður eru eins og þær eru.

Börn með geð­rask­anir þríf­ast ekki í stórum ein­ing­um. Þau þurfa ró og næði, vera í litlum hóp­um, mikið utan­um­hald og öðru­vísi kennslu­hætt­i. ­Börn með ofvirkni halda bara út 20 mín­útna lot­ur. Börn með ofvirkni og ein­hverfu þurfa stífan ramma sem helst aldrei er vikið útaf. Börn með­ ­at­hygl­is­brest heyra ekki hvað kenn­ar­inn segir þegar 24 börn eru að setja nið­ur í tösk­urnar eða finna ein­hvern til að leika við.

Brú­ar­skóli er frá­bært úrræði fyrir börn með geð­rask­an­ir. Heild­ar­fjöldi nem­enda er um 20 og fjöldi starfs­fólks er hinn sami. Mik­il á­hersla er lögð á verk­lega kennslu og list­grein­ar. Þar eru að hámarki fimm börn í bekk og tveir kenn­ar­ar. Stundum er nem­andi jafn­vel einn með kenn­ara í verk­legum tím­um. Mjög vel er haldið utan um öll sam­skipti milli barn­anna til að ­forð­ast árekstra og starfs­fólkið er allt sér­þjálfað til að vinna með þessi ­börn. Í Brú­ar­skóla er meira að segja hundur sem fær að fylgja eig­anda sínum í skól­ann og sumir nem­endur tóku ást­fóstri við hund­inn og hlökk­uðu til að fara í þá tíma þar sem hund­ur­inn var.

En eftir þrjá mán­uði í Brú­ar­skóla, loks­ins þegar börn­unum er farið að líða bet­ur, eru þau send aftur í venju­legan skóla þar sem þau upp­lifa ­sig gölluð og ómögu­leg. Það eru fleiri svona lítil úrræði, til dæmis Skóla­sel, en þau eru einnig tíma­bund­in, jafn­vel bara til fimm vikna.

Af hverju aðlögum við ekki skóla­kerfið að þörfum þess­ara ­barna, í stað þess að greina börn þannig að eitt­hvað sé að þeim? Af hverju höfum við ekki sér­staka skóla fyrir „sér­stök“ börn þar sem kennslan mætir þörf­um hvers hóps svo börnin upp­lifi sig ein­stök og frá­bær, ekki úrhrök og galla­gripi?

Það er von mín að hópur kenn­ara og fólks með þekk­ingu á þessum málum taki sig saman og stofni skóla fyrir börn með geð­rask­anir með­ ­stuðn­ingi frá yfir­völd­um. Það er gíf­ur­lega erfitt að breyta heilu kerfi, en það er hægt að byrja með litla til­rauna­skóla og þróa þá áfram. 

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er nægur fjöldi barna með grein­ing­ar til að rétt­læta tvo svona skóla, ann­ars vegar fyrir börn með ADHD og hins veg­ar ­lít­inn skóla fyrir börn með fjöl­þættan vanda. Það er ekki nóg að búa bara til­ ­deildir áfastar venju­legum skólum því það kallar á árekstra í frí­mín­útum eða á leið heim úr skóla. Leyfum líka dýrum að koma í þessa skóla því þau hjálp­a ­börn­unum að fá útrás fyrir til­finn­ingar sín­ar.

Hættum að spara og skera niður í skóla­mál­um. Hættum að ­greina börnin okkar sem vanda­mál og förum að álíta þau sem sér­stök og ein­stök. Þessi ­börn eru oft við­kvæm og mjög skap­andi ein­stak­lingar og því ekki að hjálpa þeim að þroska hæfi­leika sína. Hættum að pína þau til að vera í hörðum og heft­and­i að­stæð­um. Leyfum börn­unum að vera þau sjálf og búum til aðstæður þar sem þau ­þríf­ast best.  

Höf­undur er rit­höf­und­ur og for­seta­fram­bjóð­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None