Afneitunar-andrúmsloftið getur verð hættulegt.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) sendir reglu­lega frá sér vefritið Fjár­mál, og í því nýjasta er umfjöllun um kvik­mynd­ina The Big Short. Hún er afbragðs­góð eins og bókin hans Mich­ael Lewis, sem lýsti stöðu mála á Íslandi í Vanity Fair undir fyr­ir­sögn­inni Wall Street on The Tundra. Eins og Paul Krug­man þá lýsti hann stöðu mála hér á landi sem nær full­kominni vit­firr­ingu. Krug­man not­aði orðið brjál­æði (ma­d­ness) þegar hann tal­aði um stöð­una á ráð­stefnu í Hörp­u­nni.   Þessi umfjöllun er kannski ekki háfræði­leg, en þarna fær almenn­ingur ágæta inn­sýn í það sem gekk á í Banda­ríkj­un­um, og gerir raunar enn. Greinar sem þessar eru góðar með öðrum dýpri og ítar­legri úttektum sem finna má í Fjár­mál­um. Þannig hefur FME fjallað ítar­lega um alvar­lega stöðu líf­eyr­is­kerf­is­ins, og hefur Kjarn­inn reynt að miðla þessum upp­lýs­ingum og svara spurn­ingum sem vakna.Í heim­ild­ar­mynd­inni Hank: Five Years From The Brink, þar sem John H. Paul­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna er í for­grunni, lýsir hann hvernig honum leið, þegar hann frétti af því að stjórn­endur bank­anna á Wall Street hefðu greitt 18 millj­arða Banda­ríkjdala, ríf­lega eina og hálfa árlega íslenska lands­fram­leiðslu, í bón­us­greiðslur til stjórn­enda árið 2008, nokkrum mán­uðum eftir að skatt­greið­endur í Banda­ríkj­unum höfðu verið látnir greiða fyrir fífl­djarfa og glóru­lausa starf­semi bank­anna. Hann varð brjál­aður og trúði þessu var­la, og sjálfur var hann for­stjóri Gold­man Sachs árum sam­an. Hann bara trúði ekki þessu stigi á sið­leysi, eftir það sem á undan var geng­ið.Hann hafði setið á móti banka­stjórum allra stærstu bank­anna, með Ben Bern­anke sér við hlið, og horft á þá full­yrða að rekstur bank­anna væri í lagi. Samt vissu þeir að hann væri það ekki, og voru ekki til­búnir að horfa neitt í eigin barm. Settu upp bros, og forð­uðu sér undan því að svara.

And­rúms­loft eins og þetta mynd­ast oft þegar Já-kór­inn hefur fylgt ein­hverjum í blindi. Þegar menn eru komnir í „Kaupt­hink­ing“, og hugsa „út fyrir box­ið“, svo íslenskt dæmi sé tek­ið. Þá virð­ast þeir ósnert­an­legir og óhugs­andi að þeir geti mis­stigið sig. Og fá svo alltaf bón­us­greiðsl­una að lok­um.Í Big Short er einmitt fjallað um þetta atriði með Póker-lík­ingu og líka þegar körfu­bolta­menn halda að þeir geti bara alltaf hitt. Það hafi gerst áður og þetta hljóti að ganga áfram.En svo kemur högg­ið. Menn hætta að vinna, hætta að hitta. Ekk­ert geng­ur. Já-kór­inn trúir þessu ekki, og heldur áfram með þá hug­mynd í hausnum að hann sé yfir­burð­ar. Eng­inn nái hon­um, hann viti alltaf bet­ur. Skrif og til­svör sumra Fram­sókn­ar­manna, einkum þeirra sem litla reynslu hafa sem þing­menn, minna á þennan Já-kór og and­rúms­loft afneit­un­ar.Sér­sta­lega hefur þetta veri áber­andi þegar kemur að sjálf­sögðum og eðli­legum spurn­ingum frétta­manna, vegna þeirrar upp­ljóstr­unar að eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra eigi félag á Tortóla, með yfir millj­arð í eign­um, og að það hafi lýst 500 millj­óna kröfum í bú föllnu bank­anna þriggja. Án þess að nokkur hafi haft upp­lýs­ingar um það.Eftir það sem undan er geng­ið, meðal ann­ars póli­tíska leið­sögn for­sæt­is­ráð­herra, ásamt Bjarna Bene­dikts­syni, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, í málum er tengj­ast slita­búum föllnu bank­anna, þá blasa við umfjöll­un­ar­at­riði í frétt­um, út frá eðli­legri blaða­mennsku. Þar skipta póli­tísk sjón­ar­mið ekki öllu, heldur miklu frekar lög og regl­ur, trún­aður við almenn­ing.En Já-kór­inn trúir engu slæmu upp á kór­stjór­ann, og alls ekki að hann geti gert mis­tök. Hann telur sig - sem heild - ekki geta slegið feil­nótu í neinu sem hann ger­ir, og allir þeir sem gagn­rýna - einkum þeir sem dirfast að gera það innan kórs­ins - þeir eru sagðir vera í kross­ferð gegn kórnum eða viti ein­fald­lega ekki bet­ur. Alveg eins og í Big Short, þá ættu þessu hálf­sjúku gagn­rýn­is­lausu ein­kenni á svör­unum við sjálf­sögðum spurn­ingum fjöl­miðla, að vekja upp spurn­ingar um hvort það sé allt með felldu. Smátt og smátt munu fást svör við öllum spurn­ingum sem máli skipta, og það þarf að fá þau fram, alveg óháð því hvað Já-kór­inn seg­ir. Hann þagnar kannski ekki alveg strax, en á end­anum gerir hann það. Ef það er ekki allt með felldu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None