Afneitunar-andrúmsloftið getur verð hættulegt.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) sendir reglu­lega frá sér vefritið Fjár­mál, og í því nýjasta er umfjöllun um kvik­mynd­ina The Big Short. Hún er afbragðs­góð eins og bókin hans Mich­ael Lewis, sem lýsti stöðu mála á Íslandi í Vanity Fair undir fyr­ir­sögn­inni Wall Street on The Tundra. Eins og Paul Krug­man þá lýsti hann stöðu mála hér á landi sem nær full­kominni vit­firr­ingu. Krug­man not­aði orðið brjál­æði (ma­d­ness) þegar hann tal­aði um stöð­una á ráð­stefnu í Hörp­u­nni.   Þessi umfjöllun er kannski ekki háfræði­leg, en þarna fær almenn­ingur ágæta inn­sýn í það sem gekk á í Banda­ríkj­un­um, og gerir raunar enn. Greinar sem þessar eru góðar með öðrum dýpri og ítar­legri úttektum sem finna má í Fjár­mál­um. Þannig hefur FME fjallað ítar­lega um alvar­lega stöðu líf­eyr­is­kerf­is­ins, og hefur Kjarn­inn reynt að miðla þessum upp­lýs­ingum og svara spurn­ingum sem vakna.Í heim­ild­ar­mynd­inni Hank: Five Years From The Brink, þar sem John H. Paul­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna er í for­grunni, lýsir hann hvernig honum leið, þegar hann frétti af því að stjórn­endur bank­anna á Wall Street hefðu greitt 18 millj­arða Banda­ríkjdala, ríf­lega eina og hálfa árlega íslenska lands­fram­leiðslu, í bón­us­greiðslur til stjórn­enda árið 2008, nokkrum mán­uðum eftir að skatt­greið­endur í Banda­ríkj­unum höfðu verið látnir greiða fyrir fífl­djarfa og glóru­lausa starf­semi bank­anna. Hann varð brjál­aður og trúði þessu var­la, og sjálfur var hann for­stjóri Gold­man Sachs árum sam­an. Hann bara trúði ekki þessu stigi á sið­leysi, eftir það sem á undan var geng­ið.Hann hafði setið á móti banka­stjórum allra stærstu bank­anna, með Ben Bern­anke sér við hlið, og horft á þá full­yrða að rekstur bank­anna væri í lagi. Samt vissu þeir að hann væri það ekki, og voru ekki til­búnir að horfa neitt í eigin barm. Settu upp bros, og forð­uðu sér undan því að svara.

And­rúms­loft eins og þetta mynd­ast oft þegar Já-kór­inn hefur fylgt ein­hverjum í blindi. Þegar menn eru komnir í „Kaupt­hink­ing“, og hugsa „út fyrir box­ið“, svo íslenskt dæmi sé tek­ið. Þá virð­ast þeir ósnert­an­legir og óhugs­andi að þeir geti mis­stigið sig. Og fá svo alltaf bón­us­greiðsl­una að lok­um.Í Big Short er einmitt fjallað um þetta atriði með Póker-lík­ingu og líka þegar körfu­bolta­menn halda að þeir geti bara alltaf hitt. Það hafi gerst áður og þetta hljóti að ganga áfram.En svo kemur högg­ið. Menn hætta að vinna, hætta að hitta. Ekk­ert geng­ur. Já-kór­inn trúir þessu ekki, og heldur áfram með þá hug­mynd í hausnum að hann sé yfir­burð­ar. Eng­inn nái hon­um, hann viti alltaf bet­ur. Skrif og til­svör sumra Fram­sókn­ar­manna, einkum þeirra sem litla reynslu hafa sem þing­menn, minna á þennan Já-kór og and­rúms­loft afneit­un­ar.Sér­sta­lega hefur þetta veri áber­andi þegar kemur að sjálf­sögðum og eðli­legum spurn­ingum frétta­manna, vegna þeirrar upp­ljóstr­unar að eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra eigi félag á Tortóla, með yfir millj­arð í eign­um, og að það hafi lýst 500 millj­óna kröfum í bú föllnu bank­anna þriggja. Án þess að nokkur hafi haft upp­lýs­ingar um það.Eftir það sem undan er geng­ið, meðal ann­ars póli­tíska leið­sögn for­sæt­is­ráð­herra, ásamt Bjarna Bene­dikts­syni, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, í málum er tengj­ast slita­búum föllnu bank­anna, þá blasa við umfjöll­un­ar­at­riði í frétt­um, út frá eðli­legri blaða­mennsku. Þar skipta póli­tísk sjón­ar­mið ekki öllu, heldur miklu frekar lög og regl­ur, trún­aður við almenn­ing.En Já-kór­inn trúir engu slæmu upp á kór­stjór­ann, og alls ekki að hann geti gert mis­tök. Hann telur sig - sem heild - ekki geta slegið feil­nótu í neinu sem hann ger­ir, og allir þeir sem gagn­rýna - einkum þeir sem dirfast að gera það innan kórs­ins - þeir eru sagðir vera í kross­ferð gegn kórnum eða viti ein­fald­lega ekki bet­ur. Alveg eins og í Big Short, þá ættu þessu hálf­sjúku gagn­rýn­is­lausu ein­kenni á svör­unum við sjálf­sögðum spurn­ingum fjöl­miðla, að vekja upp spurn­ingar um hvort það sé allt með felldu. Smátt og smátt munu fást svör við öllum spurn­ingum sem máli skipta, og það þarf að fá þau fram, alveg óháð því hvað Já-kór­inn seg­ir. Hann þagnar kannski ekki alveg strax, en á end­anum gerir hann það. Ef það er ekki allt með felldu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None