Af hverju er meðvirkni dyggð í stjórnmálum?

Auglýsing

Ég fékk hrunið á heil­ann. Fann stöðuga þörf til að skoða þátt minn í atburða­rásinni; fjár­fest­ing­una í flat­skjánum og vín­ar­brauð sem ­lenti á vinnu­kvitt­un. Í góð­ær­inu velti ég oft fyrir mér hvort það væri ­merk­ing­ar­laus klisja að lífið sé hverf­ult enda sá ég ekk­ert í spil­unum sem studdi þá kenn­ingu. Haustið 2007 hélt ég fimm­tugs­af­mæli ald­ar­innar og í hroka mínum skrif­aði ég hástöfum á for­síðu prent­aðs boðskorts: Á HÁTINDI LÍFS­INS. Ári ­síðar hafði ég fallið af tind­inum ofan í efna­hag­skreppu og atvinnu­missi, heilsu­brest og hjóna­skiln­að. Og ég fékk hrunið á heil­ann.

Það er tvennt sem einkum leitar á mig í per­sónu­legu upp­gjöri mínu. Annað er það að ég sagði eitt sinn í fyr­ir­lestri í Kaup­manna­höfn – að vísu góð­lát­lega en ansi drjúg með mig – að litla Ísland væri orðið stór­veld­i ­sem ætti Mag­azin du Nord. Enn í dag bið ég guð að fyr­ir­gefa þessi ummæli. Hitt var alvar­legra. Ég varð þreytt á væl­inu í konum sem ég kenndi og fannst þær sjá of­sjónum yfir auði útrás­ar­vík­ing­anna. Ég sagði að þær yrðu að skilja að þess­ir ­menn kæmu með pen­inga inn í hag­kerf­ið, öllum til hags­bóta. Ég gerð­ist málsvari brauð­mola­kenn­ing­ar­innar í hópi fátækra kvenna. Mér skilst að guð sé ekki til­ við­ræðu um iðrun og yfir­bót fyrir þá synd.

Auglýsing

Siða­reglur og ­þakk­lætisæf­ingar

Októ­ber­dag­inn þegar guð var beð­inn að blessa Ísland setti ég mér siða­reglur og sam­þykkti þær ein­hljóða. Þar stóð ýmis­legt um flat­skjái og vín­ar­brauð en rauði þráð­ur­inn var sá að ég skyldi aldrei koma illa fram við aðra en að sama skapi aldrei láta neinn eiga neitt inni hjá mér. Á þessum deg­i hafði ég ekki hag­fræði­legar for­sendur til að ímynda mér annað en að krepp­an hefði langvar­andi skað­leg áhrif á pyngju mína og rík­is­kass­ann. Ég sá ekk­ert í stöð­unni annað en að íslenska þjóðin bæð­ist afsök­unar á fram­ferði sínu og ­borg­aði skuld­irn­ar. Seinna fyr­ir­varð ég mig fyrir þá afstöðu og upp­nefnd­i ­sjálfa mig úrtölu­rödd. Í dag er ég glöð yfir að aðrar leiðir fund­ust. Sjálf er ég illa læs á upp­hæðir með mörgum núllum en ég lít upp til fólks sem kann að um­breyta hug­myndum í tölur og tölum í fram­kvæmd.

Ég hef vanið mig á að iðka þakk­læti þegar ég leggst til­ svefns, svo­kall­aðar bæn­ir. Í huga mér dreg ég upp mynd af leik­sviði og þar birt­ast þau Stein­grímur og Jóhanna, Sig­mundur og Bjarni. Þau hald­ast öll í hend­ur, hneigja sig djúpt og leyfa mér með lófataki að þakka sér fyrir að hafa ­bjargað mér úr bráðum háska. Í minn­ing­unni um björg­un­ara­frekið geri ég engan ­grein­ar­mun á hver gerði hvað, mér finnst þau hafa hjálp­ast að við að koma mér á lygnan sjó. Að baki þeim á svið­inu standa auka­leik­ar­arnir á Alþingi. Mér hef­ur dottið í hug að fara niður í þing og þakka hverjum kjörnum full­trúa per­sónu­lega ­fyrir að vera þar fyrir mig.

En í leið­inni ætla ég að segja þeim hvernig þeir valda mér­ ­sam­fé­lags­legri sorg á hverjum ein­asta deg­i.   

Ég vind mér beint í rík­is­stjórn­ina

Eins og gefur að skilja er eðli­legt að gagn­rýna fyrst þá sem fara með völdin hverju sinni.

Ég skrif­aði eitt sinn grein um hina sér­kenni­legu sjúk­dóma, átrask­an­ir, og man að ég gat með engu móti skilið hvernig beina­grind get­ur horft í spegil og séð fitu­bollu. Afneitun var mér svo lokuð bók að ég afneit­að­i eigin afneit­un­um. Afneitun er nauð­syn­legur varn­ar­háttur en jafn­framt algeng dán­ar­or­sök. Með­virkni er annað nútíma­hug­tak sem ég var ára­tugi að skilja. Sam­t er skil­grein­ingin sára­ein­föld: Með­virkni snýst um að styrkja óæski­lega hegð­un ann­arra þannig að það skaði mann sjálfan og við­haldi hegðun hins.

Kæra rík­is­stjórn, ég bið ykkur að horfast í augu við skað­leg á­hrif Hönnu Birnu og Ill­uga nú þegar þið tak­ist aftur á við atburði sem skerða ­traust til ykk­ar. Eitt sinn leit ég upp til Hönnu Birnu en eftir að hafa fylgst ­með henni þróa áhættu­at­riði sitt og hafa að engu aðvör­un­ar­orð okkar sem horfð­u­m hrædd á finnst mér hún hafa rænt mig verð­mæt­um. Hefði hún þegið ómeð­virka ráð­gjöf til að horfast í augu við rang­hug­myndir sínar um vand­ann hefði hún ekki ­tekið mik­il­væga trú mína á stjórn­málin með sér í fall­inu. Ill­ugi Gunn­ars­son ­leit­aði til jafn­með­virkra ráð­gjafa þegar hann festi augna­ráðið í spegli af­neit­un­ar­inn­ar. Ráð­herra læsis virð­ist ekki skilja hvernig eitt N getur breytt ­merk­ingu orðs, að van­hæfi og van­hæfni er tvennt ólíkt. Ég held að umræðan um þetta N verði mik­il­væg­asta sam­tal þjóð­ar­innar frá siða­skipt­um. Drukk­inn mað­ur­ telst van­hæfur til akst­urs þótt síð­asta öku­ferð hans hafi ekki borið van­hæfn­i hans vitni á óaft­ur­kræfan hátt. Það skiptir sköpum í íslensku þjóð­fé­lagi að ráða­menn rugli ekki hug­tök­unum sam­an.

Sam­fé­lag okkar er bless­un­ar­lega að hætta að sætta sig við svona vand­ræða­gang. Við köllum eftir siða­reglum til að það megi verða ljós­ara hvað telst boð­legt og hvað sið­laust. Sjálf stóð ég mig að því að vor­kenna að­stand­endum Hönnu Birnu og Ill­uga fyrir að vera fórn­ar­lömb ill­kvitt­inn­ar um­ræðu. Nú finn ég í djúpi sálar minnar að ég kæri mig ekki um að vera beðin um að vor­kenna aðstand­endum kjör­inna full­trúa sem koma sér í klípu á minn kostn­að.

Af hverju verð­ur­ ­sýn­ingin að halda áfram?

Stundum vildi ég að við gætum haft Sig­mund Dav­íð G­unn­laugs­son sem mennt­aðan ein­vald sem kæmi ágætum hug­myndum sínum í fram­kvæmd án þess að þurfa að ríf­ast við þing og þjóð. Mér líður illa yfir því að allt ­sem for­sæt­is­ráð­herra segir og gerir vekur deilur og mein­fyndn­i.  Ástæður eru sjálf­sagt margar en ein er haf­in ­yfir allan vafa: For­sæt­is­ráð­herra á við ímynd­ar­vanda að stríða. Það sem ég skil síst í póli­tík er hvers vegna stjórn­mála­menn í hremm­ingum leita til­ ­spuna­meist­ara sem sam­kvæmt sápu­óp­erum ráð­leggja þeim helst að fella aldrei grímuna.

Aðrir fag­menn ráð­leggja fólki að fella grím­ur. Fólk þarf að horfast í augu við hinn raun­veru­lega vanda, rann­saka eigin þátt í honum og fá lán­aða dóm­greind til að öðl­ast þá auð­mýkt sem þarf til að vinna bug á vand­an­um. Af hverju gilda önnur lög­mál um stjórn­mála­menn en okkur hin? Af hverju lend­ir ­sam­skipta­vandi for­sæt­is­ráð­herra ekki inni á borði Vinnu­eft­ir­lits­ins þar sem al­var­legur sam­skipta­vandi á vinnu­stað á heima? Af hverju breyt­ast þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins í Sancho Panza og verja riddar­ann hug­um­prúða í stað þess að hjálpa honum að horfast í augu við hinn raun­veru­lega vanda sinn? Mér finnst það ljótt. Af hverju er með­virkni dyggð í stjórn­mál­um?

Fólk vill geta treyst

Ég hef enga skoðun á fjár­málum Sig­mundar Dav­íðs og þeirr­ar ­konu sem ég fyrir viku síðan hefði ekki þekkt á götu. Þannig á það að vera, hún á ekki að koma mér við. Ég vil vera full­kom­lega örugg um að auð­æfi henn­ar snerti ekki stjórnun lands­ins á nokkurn hátt.

Ég hef ekk­ert séð í fjöl­miðlum sem sannar að eign­ir ­for­sæt­is­ráð­herra­frú­ar­innar hafi - eða hafi ekki -  haft áhrif á athafnir ráð­herr­ans né að ­at­hafnir ráð­herr­ans hafi - eða hafi ekki- haft áhrif á eigna­stöðu eig­in­kon­unn­ar. Ég veit líka að siða­reglur þing­manna eru ýmist svo glæ­nýjar eða ósam­þykktar að tækni­lega ­gilda þær ekki um mál­ið.

Ég man þá tíð að fólk tékk­aði gæti­lega á afstöðu ann­arra áður en það opin­ber­aði eigin stjórn­mála­skoð­an­ir. Nú réttir fisk­sal­inn mér­ ­skoðun sína umbúða­laust. Mat­reidd á kurt­eis­legan hátt hljómar hún svo: ,,­Reynslan segir að almennt séu fjár­hags­leg tengsl á milli hjóna, að fólk á­vaxti sitt pund í skatta­skjólum af ann­ar­legum ástæðum og að þeir sem með­höndla al­mannafé verði að fyr­ir­byggja spill­ingu með því að gera þjóð­inni full­nægj­and­i ­grein fyrir fjár­málum sín­um.“ Ég heyri fisk­sal­ann og aðra Íslend­inga segja að þeir séu þreyttir á að vita ekki hvort hægt sé að treysta þeim sem við fel­u­m völd­in.

Bréf sem hrópar á með­virkni

Siða­reglur eru til þess að hvorki þjóð né þjóð­ar­leið­tog­i þurfi að lenda í snör­unni sem Sig­mundur Davíð hefur nú um háls­inn. Sjálf bíð ég þol­in­móð eftir umfjöllun erlendra blaða um íslensk auð­æfi í skatta­skjólum þótt ég vildi að íslenskir fjöl­miðlar hefðu bol­magn til að sinna sjálf­sagðri skyld­u sinni um að kafa í þau mál. Ég bíð milli vonar og ótta af því að ég óska þess inni­lega að ekk­ert mis­jafnt komi í ljós um sam­spil auðs og valds á Íslandi en ótt­ast jafn­framt það sem kann að leyn­ast í aflönd­um.

Blogg for­sæt­is­ráð­herra blasti við mér sem ákall um ­með­virkni. Mér fannst hann fara í mann­inn en ekki mál­efnið þegar hann sett­i eig­in­kon­una á milli sín og þjóð­ar­inn­ar. Ég heyrði hann biðja mig um að vor­kenna ­konu sinni og líta fram­hjá áhættu­hegðun þeirra hjóna. Mér finnst raun­veru­leg­ur vandi Sig­mundar Dav­íðs fel­ast í því hvernig hann bregst við máli sem enn væri hægt að takast á við með auð­mýkt og reisn.

Kæru kjörnu full­trúar

Af hverju tek ég ástandið svona nærri mér? Lík­lega vegna þess að ég fékk hrunið á heil­ann og skoð­aði skað­ann á eigin skinni. Líka af því að ég þekki fjölda grand­varra Íslend­inga sem lifa eigin siða­reglur um allt upp­i á borð­um. Ég lít ekki á stjórn­mála­menn sem verur mér æðri, ég lít á þá sem ­sam­starfs­fólk til góðra verka. Ég vil ekki leyni­makk og reyni að sýna ekki ­með­virkni þegar ég sé að verið er að hámarka skaða með þögn.

Ég sakna neist­ans í stjórn­mál­un­um, ég sakna kær­leik­ans. Ég sé bara hags­muni, ég sakna hug­sjóna. Mig langar að benda ykk­ur, kæru þing­menn, á hug­rænt tæki til að mála upp mynd af þeim veru­leika sem maður vill sjá og hefur gagn­ast mann­kyni í árþús­undir óháð trú­ar­brögð­um. Hvernig væri að hefja þing­fund­i á að mála í sam­ein­ingu upp fram­tíð­ar­mynd þar sem þið hald­ist öll í hendur og hneigið ykkur við lófatak þakk­látra kjós­enda?

Vissu­lega þarf sýn­ingin að halda áfram en ég bið ykkur um að ­fella grím­urnar og umskrifa hand­ritið fyrir áhorf­endur tutt­ug­ustu og fyrst­u ald­ar. Takið leik­húsin til fyr­ir­mynd­ar, þar fer príma­donnum fækk­andi en ­leik­hópar deila ábyrgð­inni. Við nennum ekki lengur að horfa á dívur dingla í snörum eigin afneit­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None