Eru flóttamenn ógnun við tilveru okkar?

Flóttamannabarn
Auglýsing

Þessa dag­ana er fjöldi manns frá Mið-Aust­ur­löndum á ver­gangi í Evr­ópu. Flestir þess­ara flótta­manna eru að flýja ofbeldi, sem ógnar lífi þeirra og til­veru. Hver og einn getur sett sig í spor ­for­eldra með börn sem leggur í langt og hættu­legt ferða­lag til að skapa sér og sín­um á­sætt­an­lega fram­tíð. Kemur það til Íslands til að taka frá okkur vinn­una eða leggj­ast upp á vel­ferð­ar­kerf­ið? Nei, það væri frekar að menn hefðu það í huga að þjóðin er að eld­ast og ­fjölg­unin okkar of hæg til að tryggja vel­ferð okkar til lang­frama. Nú þegar eiga um tíundi hlut lands­manna upp­runa sinn að rekja til útlanda í fyrsta eða annan lið. Þessir nýju lands­menn hafa ­sýnt sig að vera vinnu­samir og harð­dug­leg­ir, góðir náms­menn og góðir Íslend­ing­ar. Við þurf­um á þeim að halda.

Evr­ópu­þjóðir ótt­ast það að vissu leyti að flótta­menn verði þeim efna­hags­leg byrði en ­rann­sóknir sýna þó hið gagn­stæða. Þær sýna m.a. að flótta­menn fá vana­lega minna í bætur en þeir leggja til með skött­um. Megnið af þeim gögnum sem til­tæk eru sýna að efna­hags­leg áhrif þess að taka á móti flótta­mönnum eru almennt af jákvæðum toga. Straum­ur­inn er einnig tal­inn lík­legur til þess að hafa jákvæð áhrif á atvinnu­mark­að­inn þegar við hann bæt­ast flótta­menn sem hafa sér­kunn­áttu á ákveðnum sviðum og eru vel mennt­að­ir, líkt og margir Sýr­lend­ingar eru. Í­búar Evr­ópu verða ein­fald­lega stöðugt eldri og í mörgum löndum fer íbúa­fjölda þeirra fækk­and­i. T­homas Piketty, hinn merki höf­undur bók­ar­innar Capi­tal in the 21st Cent­ury, skrif­aði nýlega að flótta­manna­vand­inn væri „tæki­færi fyrir Evr­ópu til þess að blása lífi í hag­kerfi álf­unn­ar.“ Að taka á móti flótta­mönnum er ekki aðeins hið rétta í stöðunni, heldur felur það einnig í sér­ efna­hags­legan ávinn­ing fyrir þjóð­ina. 

Ástæður þess að dyr margra þjóða eru lok­aðar eru ekki vegna efna­hags­legra ástæðn­a heldur af ótta við menn­ing­ar­leg áhrif inn­flytj­enda. Sem dæmi til­kynnti Slóvakía í ágúst á síð­asta ári að þar í landi yrði aðeins tekið á móti kristnum flótta­mönn­um. 

Auglýsing

Árið 2010 voru 1,6 millj­arður múslima í heim­in­um. Raunin er sú að við fáum ákveðn­a birt­ing­ar­mynd af íslam í gegnum fjöl­miðla, þar sem það eru gjarnan skoð­anir og aðgerð­ir öfga­hópa sem fá að heyr­ast og end­ur­spegla ekki skoð­anir meiri­hlut­ans. Við höfum ákveðn­ar hug­myndir um múslima og tengjum þá jafn­vel við hryðju­verka­starf­semi. Rann­sóknir sýna þó að þessi ímynd er að miklu leyti ýkt. Sam­kvæmt gögnum frá FBI voru 94% hryðju­verka sem fram­kvæmd voru í Banda­ríkj­unum á árunum 1980-2005 framin af öðrum þjóð­fé­lags­hópum en múslim­um. Allt í lagi, en hvað með Evr­ópu? Meiri­hluti hryðju­verka hljóta að hafa verið framin af múslimum þar! Rangt. Skv. gögnum frá Europol voru framin yfir þús­und hryðju­verk í Evr­ópu á ár­unum 2010-2015 og áttu minna en 2% þeirra rætur sínar að rekja til íslam. Við höldum að íslam séu ofbeld­is­full trú­ar­brögð. Hvað með þá stað­reynd að fimm af síð­ustu tólf frið­ar­verð­launahöfum Nóbels hafa verið múslimar? 

Venju­leg Ali og Fatima frá Mið-Aust­ur­löndum eru eftir atvikum trúuð svo sem ger­ist með­al­ venju­legra Jóns og Gunnu á Íslandi. Þau eiga sinn guð eins og við. Það sem er efst í þeirra huga er það sama og venju­legra Íslend­inga - að sjá sér og sínum far­borða, hlúa að börn­um sínum og að vera góðir og nýtir þjóð­fé­lags­þegn­ar. Við eigum nefni­lega margt sam­eig­in­legt með­ þeim þótt svo virð­ist sem mörgum sé ofar í sinni hvað greinir okkur að. 

Um mið­bik síð­ustu aldar voru Evr­ópu­búar á ver­gangi. Margar millj­ónir Evr­ópu­búa tóku það ­sem þau gátu borið og flúðu land sitt í von um öryggi og betra líf. Almennt þykir það hafa ver­ið ó­sköp eðli­legt miðað við aðstæð­ur. Nú heyr­ast hins vegar víða efa­semd­araddir hvað varð­ar­ flótta­menn sem streyma úr Sýr­landi. Það er óeðli­legt, að gefa sér að fólki sé ekki treystandi því það er ann­arrar trúar en við eða hafi alist upp við önnur lífs­gildi en við. Okkar verk er að halda fram okkar lífs­gildum í sam­skiptum við þessa nýbúa og njóta þeirrar menn­ingar sem þeir flytja ­með sér. Þegar upp er staðið erum við öll mann­eskjur þó hver um sig hafi sín sér­kenn­i. 

Höf­undar eru nokkrir nem­endur Magn­úsar Þor­kels Bern­harðs­sonar í nám­skeið­inu Mið-Aust­ur­lönd: Saga, ­trú­ar­brögð og stjórn­mál vorið 2016.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None