Eru flóttamenn ógnun við tilveru okkar?

Flóttamannabarn
Auglýsing

Þessa dag­ana er fjöldi manns frá Mið-Aust­ur­löndum á ver­gangi í Evr­ópu. Flestir þess­ara flótta­manna eru að flýja ofbeldi, sem ógnar lífi þeirra og til­veru. Hver og einn getur sett sig í spor ­for­eldra með börn sem leggur í langt og hættu­legt ferða­lag til að skapa sér og sín­um á­sætt­an­lega fram­tíð. Kemur það til Íslands til að taka frá okkur vinn­una eða leggj­ast upp á vel­ferð­ar­kerf­ið? Nei, það væri frekar að menn hefðu það í huga að þjóðin er að eld­ast og ­fjölg­unin okkar of hæg til að tryggja vel­ferð okkar til lang­frama. Nú þegar eiga um tíundi hlut lands­manna upp­runa sinn að rekja til útlanda í fyrsta eða annan lið. Þessir nýju lands­menn hafa ­sýnt sig að vera vinnu­samir og harð­dug­leg­ir, góðir náms­menn og góðir Íslend­ing­ar. Við þurf­um á þeim að halda.

Evr­ópu­þjóðir ótt­ast það að vissu leyti að flótta­menn verði þeim efna­hags­leg byrði en ­rann­sóknir sýna þó hið gagn­stæða. Þær sýna m.a. að flótta­menn fá vana­lega minna í bætur en þeir leggja til með skött­um. Megnið af þeim gögnum sem til­tæk eru sýna að efna­hags­leg áhrif þess að taka á móti flótta­mönnum eru almennt af jákvæðum toga. Straum­ur­inn er einnig tal­inn lík­legur til þess að hafa jákvæð áhrif á atvinnu­mark­að­inn þegar við hann bæt­ast flótta­menn sem hafa sér­kunn­áttu á ákveðnum sviðum og eru vel mennt­að­ir, líkt og margir Sýr­lend­ingar eru. Í­búar Evr­ópu verða ein­fald­lega stöðugt eldri og í mörgum löndum fer íbúa­fjölda þeirra fækk­and­i. T­homas Piketty, hinn merki höf­undur bók­ar­innar Capi­tal in the 21st Cent­ury, skrif­aði nýlega að flótta­manna­vand­inn væri „tæki­færi fyrir Evr­ópu til þess að blása lífi í hag­kerfi álf­unn­ar.“ Að taka á móti flótta­mönnum er ekki aðeins hið rétta í stöðunni, heldur felur það einnig í sér­ efna­hags­legan ávinn­ing fyrir þjóð­ina. 

Ástæður þess að dyr margra þjóða eru lok­aðar eru ekki vegna efna­hags­legra ástæðn­a heldur af ótta við menn­ing­ar­leg áhrif inn­flytj­enda. Sem dæmi til­kynnti Slóvakía í ágúst á síð­asta ári að þar í landi yrði aðeins tekið á móti kristnum flótta­mönn­um. 

Auglýsing

Árið 2010 voru 1,6 millj­arður múslima í heim­in­um. Raunin er sú að við fáum ákveðn­a birt­ing­ar­mynd af íslam í gegnum fjöl­miðla, þar sem það eru gjarnan skoð­anir og aðgerð­ir öfga­hópa sem fá að heyr­ast og end­ur­spegla ekki skoð­anir meiri­hlut­ans. Við höfum ákveðn­ar hug­myndir um múslima og tengjum þá jafn­vel við hryðju­verka­starf­semi. Rann­sóknir sýna þó að þessi ímynd er að miklu leyti ýkt. Sam­kvæmt gögnum frá FBI voru 94% hryðju­verka sem fram­kvæmd voru í Banda­ríkj­unum á árunum 1980-2005 framin af öðrum þjóð­fé­lags­hópum en múslim­um. Allt í lagi, en hvað með Evr­ópu? Meiri­hluti hryðju­verka hljóta að hafa verið framin af múslimum þar! Rangt. Skv. gögnum frá Europol voru framin yfir þús­und hryðju­verk í Evr­ópu á ár­unum 2010-2015 og áttu minna en 2% þeirra rætur sínar að rekja til íslam. Við höldum að íslam séu ofbeld­is­full trú­ar­brögð. Hvað með þá stað­reynd að fimm af síð­ustu tólf frið­ar­verð­launahöfum Nóbels hafa verið múslimar? 

Venju­leg Ali og Fatima frá Mið-Aust­ur­löndum eru eftir atvikum trúuð svo sem ger­ist með­al­ venju­legra Jóns og Gunnu á Íslandi. Þau eiga sinn guð eins og við. Það sem er efst í þeirra huga er það sama og venju­legra Íslend­inga - að sjá sér og sínum far­borða, hlúa að börn­um sínum og að vera góðir og nýtir þjóð­fé­lags­þegn­ar. Við eigum nefni­lega margt sam­eig­in­legt með­ þeim þótt svo virð­ist sem mörgum sé ofar í sinni hvað greinir okkur að. 

Um mið­bik síð­ustu aldar voru Evr­ópu­búar á ver­gangi. Margar millj­ónir Evr­ópu­búa tóku það ­sem þau gátu borið og flúðu land sitt í von um öryggi og betra líf. Almennt þykir það hafa ver­ið ó­sköp eðli­legt miðað við aðstæð­ur. Nú heyr­ast hins vegar víða efa­semd­araddir hvað varð­ar­ flótta­menn sem streyma úr Sýr­landi. Það er óeðli­legt, að gefa sér að fólki sé ekki treystandi því það er ann­arrar trúar en við eða hafi alist upp við önnur lífs­gildi en við. Okkar verk er að halda fram okkar lífs­gildum í sam­skiptum við þessa nýbúa og njóta þeirrar menn­ingar sem þeir flytja ­með sér. Þegar upp er staðið erum við öll mann­eskjur þó hver um sig hafi sín sér­kenn­i. 

Höf­undar eru nokkrir nem­endur Magn­úsar Þor­kels Bern­harðs­sonar í nám­skeið­inu Mið-Aust­ur­lönd: Saga, ­trú­ar­brögð og stjórn­mál vorið 2016.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None