Ákall um heiðarleika

Auglýsing

Atburðir síð­ustu daga af­hjúpa ekki ein­göngu vafasöm afhæfi ein­stakra stjórn­mála­manna. Þeir eru birt­ing­ar­mynd á rót­grónu vanda­máli í íslenskum stjórn­málum sem ekki mun hverfa við það eitt að skipta út nokkrum emb­ætt­is­mönn­um. Vand­inn liggur í óheil­brigðri stjórn­mála­menn­ingu sem end­ur­speglar ekki lýð­ræði heldur þing­menn ­sem sýna kjós­endum ítrek­aða van­virð­ingu.

Við búum við ­full­trúa­lýð­ræði. Á fjög­urra ára fresti kjósum við þá ein­stak­linga sem við ­treystum best til að stjórna land­inu okkar og verja hags­muni þjóð­ar­inn­ar. ­Þing­menn eru ekki fast­ráðnir heldur sitja þeir á Alþingi í umboði þjóð­ar­innar og við­vera þeirra veltur á trausti kjós­enda. Það er því ótrú­legt að hugsa til þess hvernig þing­menn sýna fólki í land­inu gríð­ar­lega van­virð­ingu hvað eftir ann­að ­með því að hag­ræða sann­leik­an­um, mis­nota tíma­bundið vald sitt og taka á­kvarð­anir sem ganga þvert á vilja og hags­muni almenn­ings. Sama almenn­ingi og mun í næst­kom­andi kosn­ingum ákvarða hvort þessir þing­menn haldi starfi sínu á Al­þingi eða þurfi að leita sér að nýjum vinnu­stað.

En svo virð­ist sem sum­t ­stjórn­mála­fólk taki starfi sínu sem gefnu. Finn­ist þau jafn­vel eiga rétt á því að sitja í emb­ætti þrátt fyrir skort á trausti þjóð­ar­innar og gleymi því að hlut­verk þeirra er að fram­fylgja vilja kjós­enda – ekki að gæta hags­muna ­flokks­ins, for­manns­ins eða síns eig­in. Stjórn­ar­flokkar sem ákveða að sitja á­fram í rík­is­stjórn þrátt fyrir að traust almenn­ings til stjórn­ar­innar og ein­stakra ráð­herra sé í mol­um, eru greini­lega ekki að hugsa um hags­mun­i heild­ar­inn­ar. Slík vinnu­brögð ganga þvert á öll lýð­ræð­is­leg gildi – en lýð­ræð­i ­felur ekki ein­göngu í sér að almenn­ingur kjósi fólk til stjórnar heldur að hægt sé að leysa fólk frá starfi þegar því er ekki lengur treyst til þess að sitja við stjórn­völ­inn.

Auglýsing

Með því að halda áfram völdum og ná mögu­lega að kreista örfáum stórum málum í gegnum þingið hafa ­flokk­arnir tæki­færi til að end­ur­byggja ímynd sína fyrir kosn­ingar – og um það snýst mál­ið. Að heilla kjós­endur í nokkrar vikur á fjög­urra ára fresti, skella réttu bar­áttu­mál­unum á for­síður blað­anna, draga fram ´best of´ lista síð­asta ­kjör­tíma­bils og halda nokkur tertu­boð. Í kringum kosn­ingar eru kjós­end­ur vin­sæl­ustu krakk­arnir í skól­anum – allir fram­bjóð­endur vilja tala við þá og ­falla inn í hóp­inn. Á milli kosn­inga eru kjós­endur hins­vegar kvöð og að þurfa að svara fyrir gjörðir eða útskýra ákvarð­anir truflar þing­menn frá því að vinna að sínum mál­um. Stjórn­mála­menn­ing á Íslandi er með þeim hætti að þing­menn upp­lifa ekki pressu frá almenn­ingi til að vera alltaf heið­ar­legir eða standa við orð sín. Þegar upp hefur kom­ist um óheið­ar­leika hafa afleið­ing­arnar hingað til ekki verið nægi­lega alvar­legar til að knýja fram breytt við­horf þing­manna. Í ljósi ­yf­ir­stand­andi atburða er hags­muna­skrán­ing þing­manna sér­stak­lega mik­il­vægt dæmi.

Stjórn­mála­fólki finn­st ekki nauð­syn­legt að upp­lýsa almenn­ing um hags­muni og per­sónu­leg tengsl sem geta haft áhrif á störf þeirra. Þegar upp kemst um til­felli þar sem eigin hags­mun­ir eða kunn­ings­skapur hafa spilað hlut­verk í ákvarð­ana­töku innan stjórn­sýsl­unn­ar, heyrir til und­an­tekn­inga að ráða­menn þjóð­ar­innar taki fulla ábyrgð. Algeng­ara er að þeir reyni að hag­ræða sann­leik­an­um, spili hlut­verk fórn­ar­lamba, ásaki ­fjöl­miðla og stjórn­ar­and­stæðu um ein­elti eða reiði sig á hina klass­ísku afsök­un „ég vissi þetta ekki“. Slík fram­kom­a end­ur­speglar ekki ein­göngu van­virð­ingu við kjós­endur sem treysta þessu fólki til að gæta hags­munum þjóð­ar­inn­ar. Hún sýnir einnig fram á óheil­brigða stjórn­mála­menn­ing­u þar sem stjórn­mála­fólki finnst í lagi að ljúga að kjós­endum til þess að tryggja veru sína í emb­ætti. Við erum orðin slíkum óheið­ar­leika og tæki­fær­issinnum vön að þegar stjórn­mála­fólk bregst við spill­ingu eða óvið­eig­andi hegðun með því axla á­byrgð og að segja af sér kemur það öllum í opna skjöldu, líkt og afsögn Júl­í­usar Víf­ils sýndi fram á.

Heið­ar­leg hags­muna­skrán­ing er sér­stak­lega mik­il­væg þar sem við erum fámenn þjóð. Fámenn­ið ­felur í sér að fólk sest inn á Alþingi með ýmis fyrri störf og fjár­fest­ingar í far­artesk­inu og sam­an­lagt eru þing­menn eflaust með per­sónu­leg tengsl inn í meiri­hluta stofn­ana og fyr­ir­tækja á Íslandi. Hags­muna­á­rekstrar eru því nán­ast óum­flýj­an­leg­ir. ­Fá­menni rétt­lætir hins vegar ekki póli­tík sem ein­kenn­ist af óheið­ar­leika, vina­greiðum og hags­muna­poti. Í heil­brigðu lýð­ræði ættu þing­menn að ver­a hrein­skilnir um þau tengsl og hags­muni sem hafa áhrif á störf þeirra. Það er ­nefni­lega ekki þannig að þeir sem eigi umtals­verða fjár­muni eða skyld­menni í hátt­settum stöðum séu minna hæfir til þess að gegna þing­störfum eða vinna að al­menn­ings hags­mun­um. En að leyna slíkum upp­lýs­ingum dregur hins­vegar úr ­trú­verð­ug­leika við­kom­andi þing­manna og trausti almenn­ings á Alþingi í heild sinni.

Það er undir kjós­endum og ­fjöl­miðlum komið að krefj­ast auk­ins gagn­sæis og þrýsta á þing­menn til að segja sann­leik­ann um hags­muna­tengsl. Enn fremur þarf stjórn­kerfið sjálft að tryggja ­gagn­sæi og lág­marka sveigj­an­leika fyrir fólk í valda­stöðum til að leyna ­mik­il­vægum upp­lýs­ingum og hag­ræða reglum fyrir sig eða vel valda vild­ar­vin­i. Panama­skjöl, Leka­mál, Vafn­ings­mál og önnur mál gefa til kynna að end­ur­skoða þurfi vinnu­reglur og eft­ir­lits­störf fjölda stofn­ana í þessu sam­hengi.

Þetta er ekki í fyrsta og ef­laust ekki síð­asta skiptið sem emb­ætt­is­menn leyna hags­muna­tengslum eða öðrum ­mik­il­vægum upp­lýs­ing­um. Skrípa­leikur síð­ustu daga gæti þó haft í för með sér­ já­kvæðar afleið­ingar ef hann verður til þess að draga athygl­ina að þeirri van­virð­ingu við kjós­endur sem ein­kennir íslenska stjórn­mála­menn­ingu í dag. Mót­mæli, ­jafnt á Aust­ur­velli sem og á net­miðl­um, eru vís­bend­ing um vakn­ingu kjós­enda, en til þess að póli­tíkin hér á landi breyt­ist af alvöru er ekki nóg að þjóðin sé ­með­vituð um þetta vanda­mál í nokkrar vik­ur. Krafan um heið­ar­leika þarf að skila ­sér til stjórn­mála­fólks og hún má ekki fjara út eftir örfá ár þegar allir verða ­búnir að gleyma Panama­skjöl­un­um. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None