Stjórnarkreppa ofan í mikilvægasta tímapunktinn frá hruni

Már Guðmundsson
Auglýsing

Ræða Más Guð­munds­son­ar, seðla­banka­stjóra, á árs­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins í gær, var merki­leg fyrir margra hluta sak­ir. Hún var ítar­leg, og fjall­aði um hvernig pen­inga­stefna í land­inu yrði rekin til fram­tíð­ar, eftir að höft hafa verið los­uð. 

Eitt blasir við. Krónan er ekki að fara fljóta á mark­aði frjáls og óheft, eins og hún gerði á árunum 2001 og fram í nóv­em­ber 2008. Þá var búið í örvænt­ingu að reyna að festa geng­is­vísti­töl­una í 175, þegar fjár­mála­kerfið var að hrynja, en allt kom fyrir ekki. Ekk­ert nema allur þungi rík­is­valds­ins í gegnum laga­setn­ingu, gat bjargað því að íslenska hag­kerfið sog­að­ist ofan í skelfi­lega stöðu. Fjár­magns­höftum var komið á.

Það er ekki ólík­legt að þetta tíma­bil, verði að stórum kafla í hag­fræði­kennslu­bókum fram­tíð­ar­inn­ar, og eflaust eru þegar komnar nokkrar síður í mörgum þeirra, um þetta skeið. Eftir á að hyggja, var þetta lík­lega algjör fífldirfska, eins og útþensla banka­kerf­is­ins var sömu­leið­is. Afleið­ing­arnar eru þekkt­ar. Kerf­is­hrun og neyð­ar­laga­setn­ing til að bjarga land­inu frá næstum alls­herj­ar­þroti.

Auglýsing

Framundan er lyk­il­punkt­ur­inn í áætlun um afnám hafta, sem gengið hefur vel til þess, og stendur þjóð­ar­búið eftir mun traust­ari fót­um. Meira en sjö þús­und millj­arða skuldir eru horfnar úr efna­hags­reikn­ingi þjóð­ar­búss eftir nauða­samn­inga slita­búa föllnu bank­anna, og stöð­ug­leika­fram­lögin til rík­is­ins styrkja stöð­una enn frek­ar. 

En aflandskrón­u­út­boðið er eft­ir, en með því verður mögu­legt að form­festa nýja pen­inga­stefnu sem á að geta verið leið­ar­vísir­inn inn í fram­tíð­ina. 

Til ein­föld­un­ar, á ann­ars ítar­legri ræðu Más, þá má segja að hann hafi boðað pen­inga­stefnu þar sem Seðla­banki Íslands hafi meiri var­úð­ar­tæki til að bregð­ast við aðstæð­um, en hann bjó yfir fyrir hrun­ið. Þar á meðal er að grípa inn í þróun mála, ef inn­streymi fjár­magns verður of mik­ið, t.d. vegna vaxta­mun­ar­við­skipta. 

Þá tal­aði Már einnig fyrir mik­il­vægi þess að halda í stofna­naum­gjörð bank­ans, sem nú er not­ast við. Það er að pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans taki ákvarð­anir og upp­lýsi um rök­stuðn­ing með reglu­legum hætti. Einn seðla­banka­stjóri sé síðan með aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra sér til stuðn­ings, sem báðir eiga sæti í pen­inga­stefnu­nefnd­inn­i. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur sagt af sér sem forsætisráðherra, eftir að Panamaskjölin komu fram. Mynd: Birgir.Innan stjórn­ar­flokk­anna hefur verið vilji til þess að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi, en ef það stendur til að gera það, þá verður það greini­lega gert þvert gegn ráð­legg­ingum Más. Spenn­andi verður að sjá hvað verður ofan í þessum efn­um.Már nefndi einnig, að það þyrfti að ljúka þess­ari vinnu, það er að búa til rammann um pen­inga­stefn­una, áður en farið yrði í það að losa um höft á almenn­ing, eða inn­lenda aðila. Þetta þýð­ir, að tím­inn til þess að ljúka þess­ari vinnu er núna á næstu mán­uð­um, ef hafta­ferlið á ekki að tefj­ast. Vissu­lega getur þetta unn­ist hratt, óháð því hverjir eru við stjórn­völ­inn, en stjórn­ar­kreppa, eins og hefur sést að und­an­förnu, eftir að for­sæt­is­ráð­herra sagði af sér, getur verið hættu­spil. Hér veg­ast á ýmis sjón­ar­mið, til dæmis hvort það sé yfir höfuð skyn­sam­legt að fresta kosn­ing­um, eða hvort stjórn­mála­flokk­arnir geti hugs­an­lega náð sáttum um þetta mál sér­stak­lega, fram að kosn­ingum í haust. Það eru almanna­hags­munir í húfi, því eins og Már hefur sagt áður þá er loka­hnykk­ur­inn í þess­ari vinnu aðeins eitt skot. Það er engin önnur til­raun. Von­andi tekst að vanda til verka, þrátt fyrir krefj­andi aðstæð­ur.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ævintýri Harrys og Meghan: Valdi prinsessuna fram yfir konungsríkið
Þau voru dýrkuð og dáð. Hundelt og áreitt. Loks fengu þau nóg. Margt í sögu Harrys Bretaprins og Meghan Markle rímar við stef úr Grimms-ævintýrum. En þetta er ekki leikur heldur lífið, sagði prinsinn er hann óttaðist um líf konu sinnar.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
Kjarninn 19. janúar 2020
Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar
Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.
Kjarninn 18. janúar 2020
Misbrestasamur meistari
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None