Stjórnarkreppa ofan í mikilvægasta tímapunktinn frá hruni

Már Guðmundsson
Auglýsing

Ræða Más Guð­munds­son­ar, seðla­banka­stjóra, á árs­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins í gær, var merki­leg fyrir margra hluta sak­ir. Hún var ítar­leg, og fjall­aði um hvernig pen­inga­stefna í land­inu yrði rekin til fram­tíð­ar, eftir að höft hafa verið los­uð. 

Eitt blasir við. Krónan er ekki að fara fljóta á mark­aði frjáls og óheft, eins og hún gerði á árunum 2001 og fram í nóv­em­ber 2008. Þá var búið í örvænt­ingu að reyna að festa geng­is­vísti­töl­una í 175, þegar fjár­mála­kerfið var að hrynja, en allt kom fyrir ekki. Ekk­ert nema allur þungi rík­is­valds­ins í gegnum laga­setn­ingu, gat bjargað því að íslenska hag­kerfið sog­að­ist ofan í skelfi­lega stöðu. Fjár­magns­höftum var komið á.

Það er ekki ólík­legt að þetta tíma­bil, verði að stórum kafla í hag­fræði­kennslu­bókum fram­tíð­ar­inn­ar, og eflaust eru þegar komnar nokkrar síður í mörgum þeirra, um þetta skeið. Eftir á að hyggja, var þetta lík­lega algjör fífldirfska, eins og útþensla banka­kerf­is­ins var sömu­leið­is. Afleið­ing­arnar eru þekkt­ar. Kerf­is­hrun og neyð­ar­laga­setn­ing til að bjarga land­inu frá næstum alls­herj­ar­þroti.

Auglýsing

Framundan er lyk­il­punkt­ur­inn í áætlun um afnám hafta, sem gengið hefur vel til þess, og stendur þjóð­ar­búið eftir mun traust­ari fót­um. Meira en sjö þús­und millj­arða skuldir eru horfnar úr efna­hags­reikn­ingi þjóð­ar­búss eftir nauða­samn­inga slita­búa föllnu bank­anna, og stöð­ug­leika­fram­lögin til rík­is­ins styrkja stöð­una enn frek­ar. 

En aflandskrón­u­út­boðið er eft­ir, en með því verður mögu­legt að form­festa nýja pen­inga­stefnu sem á að geta verið leið­ar­vísir­inn inn í fram­tíð­ina. 

Til ein­föld­un­ar, á ann­ars ítar­legri ræðu Más, þá má segja að hann hafi boðað pen­inga­stefnu þar sem Seðla­banki Íslands hafi meiri var­úð­ar­tæki til að bregð­ast við aðstæð­um, en hann bjó yfir fyrir hrun­ið. Þar á meðal er að grípa inn í þróun mála, ef inn­streymi fjár­magns verður of mik­ið, t.d. vegna vaxta­mun­ar­við­skipta. 

Þá tal­aði Már einnig fyrir mik­il­vægi þess að halda í stofna­naum­gjörð bank­ans, sem nú er not­ast við. Það er að pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans taki ákvarð­anir og upp­lýsi um rök­stuðn­ing með reglu­legum hætti. Einn seðla­banka­stjóri sé síðan með aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra sér til stuðn­ings, sem báðir eiga sæti í pen­inga­stefnu­nefnd­inn­i. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur sagt af sér sem forsætisráðherra, eftir að Panamaskjölin komu fram. Mynd: Birgir.Innan stjórn­ar­flokk­anna hefur verið vilji til þess að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi, en ef það stendur til að gera það, þá verður það greini­lega gert þvert gegn ráð­legg­ingum Más. Spenn­andi verður að sjá hvað verður ofan í þessum efn­um.Már nefndi einnig, að það þyrfti að ljúka þess­ari vinnu, það er að búa til rammann um pen­inga­stefn­una, áður en farið yrði í það að losa um höft á almenn­ing, eða inn­lenda aðila. Þetta þýð­ir, að tím­inn til þess að ljúka þess­ari vinnu er núna á næstu mán­uð­um, ef hafta­ferlið á ekki að tefj­ast. Vissu­lega getur þetta unn­ist hratt, óháð því hverjir eru við stjórn­völ­inn, en stjórn­ar­kreppa, eins og hefur sést að und­an­förnu, eftir að for­sæt­is­ráð­herra sagði af sér, getur verið hættu­spil. Hér veg­ast á ýmis sjón­ar­mið, til dæmis hvort það sé yfir höfuð skyn­sam­legt að fresta kosn­ing­um, eða hvort stjórn­mála­flokk­arnir geti hugs­an­lega náð sáttum um þetta mál sér­stak­lega, fram að kosn­ingum í haust. Það eru almanna­hags­munir í húfi, því eins og Már hefur sagt áður þá er loka­hnykk­ur­inn í þess­ari vinnu aðeins eitt skot. Það er engin önnur til­raun. Von­andi tekst að vanda til verka, þrátt fyrir krefj­andi aðstæð­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None