Stjórnarkreppa ofan í mikilvægasta tímapunktinn frá hruni

Már Guðmundsson
Auglýsing

Ræða Más Guð­munds­son­ar, seðla­banka­stjóra, á árs­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins í gær, var merki­leg fyrir margra hluta sak­ir. Hún var ítar­leg, og fjall­aði um hvernig pen­inga­stefna í land­inu yrði rekin til fram­tíð­ar, eftir að höft hafa verið los­uð. 

Eitt blasir við. Krónan er ekki að fara fljóta á mark­aði frjáls og óheft, eins og hún gerði á árunum 2001 og fram í nóv­em­ber 2008. Þá var búið í örvænt­ingu að reyna að festa geng­is­vísti­töl­una í 175, þegar fjár­mála­kerfið var að hrynja, en allt kom fyrir ekki. Ekk­ert nema allur þungi rík­is­valds­ins í gegnum laga­setn­ingu, gat bjargað því að íslenska hag­kerfið sog­að­ist ofan í skelfi­lega stöðu. Fjár­magns­höftum var komið á.

Það er ekki ólík­legt að þetta tíma­bil, verði að stórum kafla í hag­fræði­kennslu­bókum fram­tíð­ar­inn­ar, og eflaust eru þegar komnar nokkrar síður í mörgum þeirra, um þetta skeið. Eftir á að hyggja, var þetta lík­lega algjör fífldirfska, eins og útþensla banka­kerf­is­ins var sömu­leið­is. Afleið­ing­arnar eru þekkt­ar. Kerf­is­hrun og neyð­ar­laga­setn­ing til að bjarga land­inu frá næstum alls­herj­ar­þroti.

Auglýsing

Framundan er lyk­il­punkt­ur­inn í áætlun um afnám hafta, sem gengið hefur vel til þess, og stendur þjóð­ar­búið eftir mun traust­ari fót­um. Meira en sjö þús­und millj­arða skuldir eru horfnar úr efna­hags­reikn­ingi þjóð­ar­búss eftir nauða­samn­inga slita­búa föllnu bank­anna, og stöð­ug­leika­fram­lögin til rík­is­ins styrkja stöð­una enn frek­ar. 

En aflandskrón­u­út­boðið er eft­ir, en með því verður mögu­legt að form­festa nýja pen­inga­stefnu sem á að geta verið leið­ar­vísir­inn inn í fram­tíð­ina. 

Til ein­föld­un­ar, á ann­ars ítar­legri ræðu Más, þá má segja að hann hafi boðað pen­inga­stefnu þar sem Seðla­banki Íslands hafi meiri var­úð­ar­tæki til að bregð­ast við aðstæð­um, en hann bjó yfir fyrir hrun­ið. Þar á meðal er að grípa inn í þróun mála, ef inn­streymi fjár­magns verður of mik­ið, t.d. vegna vaxta­mun­ar­við­skipta. 

Þá tal­aði Már einnig fyrir mik­il­vægi þess að halda í stofna­naum­gjörð bank­ans, sem nú er not­ast við. Það er að pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans taki ákvarð­anir og upp­lýsi um rök­stuðn­ing með reglu­legum hætti. Einn seðla­banka­stjóri sé síðan með aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra sér til stuðn­ings, sem báðir eiga sæti í pen­inga­stefnu­nefnd­inn­i. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur sagt af sér sem forsætisráðherra, eftir að Panamaskjölin komu fram. Mynd: Birgir.Innan stjórn­ar­flokk­anna hefur verið vilji til þess að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi, en ef það stendur til að gera það, þá verður það greini­lega gert þvert gegn ráð­legg­ingum Más. Spenn­andi verður að sjá hvað verður ofan í þessum efn­um.Már nefndi einnig, að það þyrfti að ljúka þess­ari vinnu, það er að búa til rammann um pen­inga­stefn­una, áður en farið yrði í það að losa um höft á almenn­ing, eða inn­lenda aðila. Þetta þýð­ir, að tím­inn til þess að ljúka þess­ari vinnu er núna á næstu mán­uð­um, ef hafta­ferlið á ekki að tefj­ast. Vissu­lega getur þetta unn­ist hratt, óháð því hverjir eru við stjórn­völ­inn, en stjórn­ar­kreppa, eins og hefur sést að und­an­förnu, eftir að for­sæt­is­ráð­herra sagði af sér, getur verið hættu­spil. Hér veg­ast á ýmis sjón­ar­mið, til dæmis hvort það sé yfir höfuð skyn­sam­legt að fresta kosn­ing­um, eða hvort stjórn­mála­flokk­arnir geti hugs­an­lega náð sáttum um þetta mál sér­stak­lega, fram að kosn­ingum í haust. Það eru almanna­hags­munir í húfi, því eins og Már hefur sagt áður þá er loka­hnykk­ur­inn í þess­ari vinnu aðeins eitt skot. Það er engin önnur til­raun. Von­andi tekst að vanda til verka, þrátt fyrir krefj­andi aðstæð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None