Stjórnarkreppa ofan í mikilvægasta tímapunktinn frá hruni

Már Guðmundsson
Auglýsing

Ræða Más Guð­munds­son­ar, seðla­banka­stjóra, á árs­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins í gær, var merki­leg fyrir margra hluta sak­ir. Hún var ítar­leg, og fjall­aði um hvernig pen­inga­stefna í land­inu yrði rekin til fram­tíð­ar, eftir að höft hafa verið los­uð. 

Eitt blasir við. Krónan er ekki að fara fljóta á mark­aði frjáls og óheft, eins og hún gerði á árunum 2001 og fram í nóv­em­ber 2008. Þá var búið í örvænt­ingu að reyna að festa geng­is­vísti­töl­una í 175, þegar fjár­mála­kerfið var að hrynja, en allt kom fyrir ekki. Ekk­ert nema allur þungi rík­is­valds­ins í gegnum laga­setn­ingu, gat bjargað því að íslenska hag­kerfið sog­að­ist ofan í skelfi­lega stöðu. Fjár­magns­höftum var komið á.

Það er ekki ólík­legt að þetta tíma­bil, verði að stórum kafla í hag­fræði­kennslu­bókum fram­tíð­ar­inn­ar, og eflaust eru þegar komnar nokkrar síður í mörgum þeirra, um þetta skeið. Eftir á að hyggja, var þetta lík­lega algjör fífldirfska, eins og útþensla banka­kerf­is­ins var sömu­leið­is. Afleið­ing­arnar eru þekkt­ar. Kerf­is­hrun og neyð­ar­laga­setn­ing til að bjarga land­inu frá næstum alls­herj­ar­þroti.

Auglýsing

Framundan er lyk­il­punkt­ur­inn í áætlun um afnám hafta, sem gengið hefur vel til þess, og stendur þjóð­ar­búið eftir mun traust­ari fót­um. Meira en sjö þús­und millj­arða skuldir eru horfnar úr efna­hags­reikn­ingi þjóð­ar­búss eftir nauða­samn­inga slita­búa föllnu bank­anna, og stöð­ug­leika­fram­lögin til rík­is­ins styrkja stöð­una enn frek­ar. 

En aflandskrón­u­út­boðið er eft­ir, en með því verður mögu­legt að form­festa nýja pen­inga­stefnu sem á að geta verið leið­ar­vísir­inn inn í fram­tíð­ina. 

Til ein­föld­un­ar, á ann­ars ítar­legri ræðu Más, þá má segja að hann hafi boðað pen­inga­stefnu þar sem Seðla­banki Íslands hafi meiri var­úð­ar­tæki til að bregð­ast við aðstæð­um, en hann bjó yfir fyrir hrun­ið. Þar á meðal er að grípa inn í þróun mála, ef inn­streymi fjár­magns verður of mik­ið, t.d. vegna vaxta­mun­ar­við­skipta. 

Þá tal­aði Már einnig fyrir mik­il­vægi þess að halda í stofna­naum­gjörð bank­ans, sem nú er not­ast við. Það er að pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans taki ákvarð­anir og upp­lýsi um rök­stuðn­ing með reglu­legum hætti. Einn seðla­banka­stjóri sé síðan með aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra sér til stuðn­ings, sem báðir eiga sæti í pen­inga­stefnu­nefnd­inn­i. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur sagt af sér sem forsætisráðherra, eftir að Panamaskjölin komu fram. Mynd: Birgir.Innan stjórn­ar­flokk­anna hefur verið vilji til þess að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi, en ef það stendur til að gera það, þá verður það greini­lega gert þvert gegn ráð­legg­ingum Más. Spenn­andi verður að sjá hvað verður ofan í þessum efn­um.Már nefndi einnig, að það þyrfti að ljúka þess­ari vinnu, það er að búa til rammann um pen­inga­stefn­una, áður en farið yrði í það að losa um höft á almenn­ing, eða inn­lenda aðila. Þetta þýð­ir, að tím­inn til þess að ljúka þess­ari vinnu er núna á næstu mán­uð­um, ef hafta­ferlið á ekki að tefj­ast. Vissu­lega getur þetta unn­ist hratt, óháð því hverjir eru við stjórn­völ­inn, en stjórn­ar­kreppa, eins og hefur sést að und­an­förnu, eftir að for­sæt­is­ráð­herra sagði af sér, getur verið hættu­spil. Hér veg­ast á ýmis sjón­ar­mið, til dæmis hvort það sé yfir höfuð skyn­sam­legt að fresta kosn­ing­um, eða hvort stjórn­mála­flokk­arnir geti hugs­an­lega náð sáttum um þetta mál sér­stak­lega, fram að kosn­ingum í haust. Það eru almanna­hags­munir í húfi, því eins og Már hefur sagt áður þá er loka­hnykk­ur­inn í þess­ari vinnu aðeins eitt skot. Það er engin önnur til­raun. Von­andi tekst að vanda til verka, þrátt fyrir krefj­andi aðstæð­ur.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None