Nýtilkominn pólitískur aðgerðarsinni

Auglýsing

Hingað til þá hef ég ekki tekið neinn beinan þátt í stjórnmálum. Ég mætti á Austurvöll þegar Búsáhaldabyltingin var en án þess að halda ræður, vera með afgerandi skilti eða koma í nein viðtöl til fjölmiðla. Ég var einungis þátttakandi í mótmælum með viðveru minni á Austurvelli. Líkt og margir aðrir í samfélaginu þá hef ég sterkar skoðanir á stjórnmálum og er óhræddur við að viðra þær skoðanir við samstarfsfélaga í umræðum á kaffistofum eða í vinnuskúrum. Núna, þegar fyrstu fréttir bárust af „gróusögum“ um eignir forsetisráðherrahjónanna þá var mér, eins og öðrum í samfélaginu, brugðið. Fjölmiðlar voru fljótir að taka umræðuna aftur til sín og snúa á facebookfærslu um „gróusögur“ sem átti  ekki við neinn raunveruleika að styðjast. Ég, ásamt fyrrum skólasystkinum mínum, ræddum af miklum eldmóð þær fréttir sem bárust þegar forsætisráðherra neitaði að svara fyrir sögusagnir eða koma í viðtöl. Þá kom upp sú umræða hvort við ættum að setja af stað undirskriftasöfnun sem snéri að uppsögn Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra og senda út í gegnum facebook. Eftir umræður okkar á milli og hvatningar þá lét Lilja Magnúsdóttir, ein af þeim sem var í hópnum, verða af hugmyndinni. Undirskriftasöfnun fór af stað og byrjaði vel. 

2. apríl voru komnar 15.251 undirskriftir og við vorum búin að fá boð frá blaðamönnum frá Þýskalandi og Frakklandi að þau hefðu áhuga á að hitta okkur og tala við okkur um undirskriftasöfnunina og ástandið í þjóðfélaginu almennt. Þetta var laugardagurinn fyrir Kastljósþáttinn fræga. Á sunnudeginum, þegar Kastljós var sýnt, þá sóttum við þau

Silke Bigalke frá Suddeutsche Zeitung og Jean Baptiste frá Le Monde. Þau komu til okkar í íslenska kjötsúpu ásamt því að horfa með okkur á Kastljós. Við vorum undirbúin að reyna að þýða þáttinn eftir bestu getu fyrir þau en sem betur fer þá fengu þau senda þýðingu frá yfirmönnum og við gátum einbeitt okkur af þættinum sem stóð svo sannarlega undir væntingum.

Auglýsing

Eftir þáttinn þá sendum við boð á tengiliði okkar í Jæja hópnum um að fá að koma og taka þátt í skipulagningu og vinnu fyrir mótmæli sem var þá búið að boða til á Austurvelli þann 4. Apríl. Blaðamennirnir komu með og fannst þeim það frábært að fá að vera með í innsta koppi hjá íslenskum aðgerðarsinnum.

Þegar hópurinn hittist þá var farið að rigna inn undirskriftum og blaðamennirnir spurðu í sífellu hvort forsætisráðherra væri ekki búinn að segja af sér. Svo var samt ekki, við endurhlóðum helstu fréttasíðum fyrir þau á símunum okkar með mínútu millibili til að athuga hvort ekki væri komin fram afsögn, en ekkert gerðist. Undrun blaðamannana var gríðarleg, þau trúðu því varla að eftir allt sem komið var fram þá væri ekki komin afsögn úr starfi.

Daginn eftir þá tókum við þátt í mótmælunum þar sem bæði Lilja Magnúsdóttir og Ingunn Vilhjálmsdóttir fóru með ræður, ég var einn fjögurra sem sá um talningu inn á Austurvöll ásamt því að hjálpa til eftir bestu getu að setja upp svið og hljóðkerfi.

Mótmælin voru söguleg. Um 22.000 manns mættu á Austurvöll til að mótmæla sem gerir rúmlega 6,5% þjóðarinnar. Þvílík forréttindi að fá að taka þátt í slíkum mótmælum. Undirskriftirnar eru nú komnar yfir 30.000 en samt er varla hægt að tala um uppsögn úr starfi þar sem nýjustu fregnir segja að Sigmundur ætli bara að stíga til hliðar um tíma. 

Enn hefur lítið þokast í baráttu almennings við að fá inn hreint borð stjórnmála. Bjarni situr enn, Ólöf situr enn og Sigmundur virðist ætla tímabundið að stíga til hliðar meðan hans hægri hönd tekur við. Það eru ekki breytingarnar sem 22.000 manns kröfðust síðastliðinn mánudag. Það dugir ekkert minna en að fá að stokka upp á nýtt og gefa aftur. Ef það svo gerist að þessir sömu menn fái endurkosningu þá fyrst hafa þeir umboð þjóðar til að halda áfram í ríkisstjórn, ekki fyrr.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None