Nýtilkominn pólitískur aðgerðarsinni

Auglýsing

Hingað til þá hef ég ekki tekið neinn beinan þátt í stjórn­mál­um. Ég mætti á Aust­ur­völl þeg­ar ­Bús­á­halda­bylt­ingin var en án þess að halda ræð­ur, vera með afger­andi skilti eða koma í nein við­töl til fjöl­miðla. Ég var ein­ungis þátt­tak­andi í mót­mælum með­ við­veru minni á Aust­ur­velli. Líkt og margir aðrir í sam­fé­lag­inu þá hef ég ­sterkar skoð­anir á stjórn­málum og er óhræddur við að viðra þær skoð­anir við ­sam­starfs­fé­laga í umræðum á kaffi­stofum eða í vinnu­skúr­um. Núna, þegar fyrst­u fréttir bár­ust af „gróu­sög­um“ um eignir for­set­is­ráð­herra­hjón­anna þá var mér­, eins og öðrum í sam­fé­lag­inu, brugð­ið. Fjöl­miðlar voru fljótir að taka umræð­una aftur til sín og snúa á face­book­færslu um „gróu­sög­ur“ sem átti  ekki við neinn raun­veru­leika að styðj­ast. Ég, á­samt fyrrum skóla­systk­inum mín­um, ræddum af miklum eld­móð þær fréttir sem bár­ust þegar for­sæt­is­ráð­herra neit­aði að svara fyrir sögusagnir eða koma í við­töl. Þá kom upp sú umræða hvort við ættum að setja af stað und­ir­skrifta­söfnun sem snéri að upp­sögn Sig­mundar Dav­íðs sem for­sæt­is­ráð­herra og senda út í gegnum face­book. Eftir umræður okkar á milli og hvatn­ingar þá lét Lilja Magn­ús­dótt­ir, ein af þeim sem var í hópn­um, verða af hug­mynd­inn­i. Und­ir­skrifta­söfnun fór af stað og byrj­aði vel. 

2. apríl voru komnar 15.251 und­ir­skriftir og við vorum búin að fá boð frá­ ­blaða­mönnum frá Þýska­landi og Frakk­landi að þau hefðu áhuga á að hitta okkur og tala við okkur um und­ir­skrifta­söfn­un­ina og ástandið í þjóð­fé­lag­inu almennt. Þetta var laug­ar­dag­ur­inn fyrir Kast­ljós­þátt­inn fræga. Á sunnu­deg­in­um, þeg­ar Kast­ljós var sýnt, þá sóttum við þau

Silke Bigalke frá Sudd­eutsche Zeit­ung og Jean Baptiste frá Le Monde. Þau komu til okkar í íslenska kjöt­súpu ásamt því að horfa með okkur á Kast­ljós. Við vorum und­ir­búin að reyna að þýða þátt­inn eftir bestu getu fyr­ir­ þau en sem betur fer þá fengu þau senda þýð­ingu frá yfir­mönnum og við gát­u­m ein­beitt okkur af þætt­inum sem stóð svo sann­ar­lega undir vænt­ing­um.

Auglýsing

Eftir þátt­inn þá sendum við boð á tengiliði okkar í Jæj­a hópnum um að fá að koma og taka þátt í skipu­lagn­ingu og vinnu fyrir mót­mæli sem var þá búið að boða til á Aust­ur­velli þann 4. Apr­íl. Blaða­menn­irnir komu með og fannst þeim það frá­bært að fá að vera með í innsta koppi hjá íslenskum að­gerð­ar­sinn­um.

Þegar hóp­ur­inn hitt­ist þá var farið að rigna inn­ und­ir­skriftum og blaða­menn­irnir spurðu í sífellu hvort for­sæt­is­ráð­herra væri ekki búinn að segja af sér. Svo var samt ekki, við end­ur­hlóðum helst­u frétta­síðum fyrir þau á símunum okkar með mín­útu milli­bili til að athuga hvort ekki væri komin fram afsögn, en ekk­ert gerð­ist. Undrun blaða­mann­ana var gríð­ar­leg, þau trúðu því varla að eftir allt sem komið var fram þá væri ekki komin afsögn úr starfi.

Dag­inn eftir þá tókum við þátt í mót­mæl­unum þar sem bæð­i Lilja Magn­ús­dóttir og Ing­unn Vil­hjálms­dóttir fóru með ræð­ur, ég var einn fjög­urra ­sem sá um taln­ingu inn á Aust­ur­völl ásamt því að hjálpa til eftir bestu getu að ­setja upp svið og hljóð­kerfi.

Mót­mælin voru sögu­leg. Um 22.000 manns mættu á Aust­ur­völl til að mót­mæla sem gerir rúm­lega 6,5% þjóð­ar­inn­ar. Því­lík for­rétt­indi að fá að ­taka þátt í slíkum mót­mæl­um. Und­ir­skrift­irnar eru nú komnar yfir 30.000 en sam­t er varla hægt að tala um upp­sögn úr starfi þar sem nýj­ustu fregnir segja að ­Sig­mundur ætli bara að stíga til hliðar um tíma. 

Enn hefur lítið þok­ast í bar­áttu almenn­ings við að fá inn­ hreint borð stjórn­mála. Bjarni situr enn, Ólöf situr enn og Sig­mundur virð­is­t ætla tíma­bundið að stíga til hliðar meðan hans hægri hönd tekur við. Það eru ekki breyt­ing­arnar sem 22.000 manns kröfð­ust síð­ast­lið­inn mánu­dag. Það dugir ekk­ert minna en að fá að stokka upp á nýtt og gefa aft­ur. Ef það svo ger­ist að þessir sömu menn fái end­ur­kosn­ingu þá fyrst hafa þeir umboð þjóðar til að halda á­fram í rík­is­stjórn, ekki fyrr.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None