Nýtilkominn pólitískur aðgerðarsinni

Auglýsing

Hingað til þá hef ég ekki tekið neinn beinan þátt í stjórn­mál­um. Ég mætti á Aust­ur­völl þeg­ar ­Bús­á­halda­bylt­ingin var en án þess að halda ræð­ur, vera með afger­andi skilti eða koma í nein við­töl til fjöl­miðla. Ég var ein­ungis þátt­tak­andi í mót­mælum með­ við­veru minni á Aust­ur­velli. Líkt og margir aðrir í sam­fé­lag­inu þá hef ég ­sterkar skoð­anir á stjórn­málum og er óhræddur við að viðra þær skoð­anir við ­sam­starfs­fé­laga í umræðum á kaffi­stofum eða í vinnu­skúr­um. Núna, þegar fyrst­u fréttir bár­ust af „gróu­sög­um“ um eignir for­set­is­ráð­herra­hjón­anna þá var mér­, eins og öðrum í sam­fé­lag­inu, brugð­ið. Fjöl­miðlar voru fljótir að taka umræð­una aftur til sín og snúa á face­book­færslu um „gróu­sög­ur“ sem átti  ekki við neinn raun­veru­leika að styðj­ast. Ég, á­samt fyrrum skóla­systk­inum mín­um, ræddum af miklum eld­móð þær fréttir sem bár­ust þegar for­sæt­is­ráð­herra neit­aði að svara fyrir sögusagnir eða koma í við­töl. Þá kom upp sú umræða hvort við ættum að setja af stað und­ir­skrifta­söfnun sem snéri að upp­sögn Sig­mundar Dav­íðs sem for­sæt­is­ráð­herra og senda út í gegnum face­book. Eftir umræður okkar á milli og hvatn­ingar þá lét Lilja Magn­ús­dótt­ir, ein af þeim sem var í hópn­um, verða af hug­mynd­inn­i. Und­ir­skrifta­söfnun fór af stað og byrj­aði vel. 

2. apríl voru komnar 15.251 und­ir­skriftir og við vorum búin að fá boð frá­ ­blaða­mönnum frá Þýska­landi og Frakk­landi að þau hefðu áhuga á að hitta okkur og tala við okkur um und­ir­skrifta­söfn­un­ina og ástandið í þjóð­fé­lag­inu almennt. Þetta var laug­ar­dag­ur­inn fyrir Kast­ljós­þátt­inn fræga. Á sunnu­deg­in­um, þeg­ar Kast­ljós var sýnt, þá sóttum við þau

Silke Bigalke frá Sudd­eutsche Zeit­ung og Jean Baptiste frá Le Monde. Þau komu til okkar í íslenska kjöt­súpu ásamt því að horfa með okkur á Kast­ljós. Við vorum und­ir­búin að reyna að þýða þátt­inn eftir bestu getu fyr­ir­ þau en sem betur fer þá fengu þau senda þýð­ingu frá yfir­mönnum og við gát­u­m ein­beitt okkur af þætt­inum sem stóð svo sann­ar­lega undir vænt­ing­um.

Auglýsing

Eftir þátt­inn þá sendum við boð á tengiliði okkar í Jæj­a hópnum um að fá að koma og taka þátt í skipu­lagn­ingu og vinnu fyrir mót­mæli sem var þá búið að boða til á Aust­ur­velli þann 4. Apr­íl. Blaða­menn­irnir komu með og fannst þeim það frá­bært að fá að vera með í innsta koppi hjá íslenskum að­gerð­ar­sinn­um.

Þegar hóp­ur­inn hitt­ist þá var farið að rigna inn­ und­ir­skriftum og blaða­menn­irnir spurðu í sífellu hvort for­sæt­is­ráð­herra væri ekki búinn að segja af sér. Svo var samt ekki, við end­ur­hlóðum helst­u frétta­síðum fyrir þau á símunum okkar með mín­útu milli­bili til að athuga hvort ekki væri komin fram afsögn, en ekk­ert gerð­ist. Undrun blaða­mann­ana var gríð­ar­leg, þau trúðu því varla að eftir allt sem komið var fram þá væri ekki komin afsögn úr starfi.

Dag­inn eftir þá tókum við þátt í mót­mæl­unum þar sem bæð­i Lilja Magn­ús­dóttir og Ing­unn Vil­hjálms­dóttir fóru með ræð­ur, ég var einn fjög­urra ­sem sá um taln­ingu inn á Aust­ur­völl ásamt því að hjálpa til eftir bestu getu að ­setja upp svið og hljóð­kerfi.

Mót­mælin voru sögu­leg. Um 22.000 manns mættu á Aust­ur­völl til að mót­mæla sem gerir rúm­lega 6,5% þjóð­ar­inn­ar. Því­lík for­rétt­indi að fá að ­taka þátt í slíkum mót­mæl­um. Und­ir­skrift­irnar eru nú komnar yfir 30.000 en sam­t er varla hægt að tala um upp­sögn úr starfi þar sem nýj­ustu fregnir segja að ­Sig­mundur ætli bara að stíga til hliðar um tíma. 

Enn hefur lítið þok­ast í bar­áttu almenn­ings við að fá inn­ hreint borð stjórn­mála. Bjarni situr enn, Ólöf situr enn og Sig­mundur virð­is­t ætla tíma­bundið að stíga til hliðar meðan hans hægri hönd tekur við. Það eru ekki breyt­ing­arnar sem 22.000 manns kröfð­ust síð­ast­lið­inn mánu­dag. Það dugir ekk­ert minna en að fá að stokka upp á nýtt og gefa aft­ur. Ef það svo ger­ist að þessir sömu menn fái end­ur­kosn­ingu þá fyrst hafa þeir umboð þjóðar til að halda á­fram í rík­is­stjórn, ekki fyrr.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None