Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í álversdeilunni í Straumsvík var samþykkt. Fyrirtækið samþykkti tillöguna og 61 prósent starfsmanna. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Tilkynna átti niðurstöðuna klukkan 17 en það tafðist. Samningurinn gildir til 1. júní 2019.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna þann 19. mars. Þá taldi hún ljóst að frekari sáttaumleitanir um þau atriði sem út af standa í deilunni bæru ekki árangur.
Kjarasamningur starfsmanna álversins og Rio Tinto rann út þann 31. desember 2014 og hafa deilur milli stéttarfélaga starfsmanna og fyrirtækis verið harðar.
Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fyrir um ári, eftir að útséð var með það að samræður myndu ekki skila neinum árangri.