Fólk Mótmæli LAndsbanki
Auglýsing

Borg­un­ar-­málið svo­kall­aða hefur nú fengið ákveð­inn loka­punkt með því að banka­ráð bank­ans, sem Tryggvi Páls­son leiddi er að hætta, og mun nýtt banka­ráð að öllum lík­indum taka til starfa 22. apr­íl, þegar kosn­ingu þess lýk­ur. Birgir Björn Sig­ur­jóns­son, fjár­mála­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, dró fram­boðs sitt til setu í banka­ráði bank­ans til baka, eftir að borg­ar­yf­ir­völd, þá vænt­an­lega Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri, komu þeim skila­boðum til Birgis að þeim þætti það ekki fara saman að vera í banka­ráði Lands­bank­ans og síðan fjár­mála­stjóri borg­ar­inn­ar. 

Atkvæða­greiðslu um banka­ráðið var því frestað til fundar sem fram fer 22. apríl næst­kom­and­i. 

Tryggvi, sem er þraut­reyndur banka­maður og hefur gegnt yfir­manna­stöðum í banka­kerf­inu hér á landi, bæði á einka­mark­aði og í seðla­bank­an­um, ára­tugum sam­an, fór ítar­lega yfir rekstur Lands­bank­ans í skýrslu sem hann tók saman fyrir aðal­fund­inn, og gerði grein fyrir stóru mynd­inni. Hún er sú að end­ur­reisn­ar­starfið í Land­bank­anum hefur gengið vel, og fjár­hags­staða bank­ans er nú traust. Það er eitt og sér mikið atriði, og það var ekki aug­ljós eftir hrun­ið, að staðan yrði eins og hún er nú, þar sem eigið fé bank­ans nemur um 260 millj­örðum króna. Sem er meira en hjá nokkru öðru fyr­ir­tæki í land­inu. Lands­virkjun kemur þar næst á eftir með ríf­lega 250 millj­arða.

Auglýsing

Hann ítrek­aði það sem hann hefur áður sagt um Borg­un­ar-­málið svo­nefnda, að það hefði verið betra að aug­lýsa 31,2 pró­sent hlut­inn í fyr­ir­tæk­inu í opnu sölu­ferli, og stuðla þannig að meiri sátt um söl­una þegar hún fór fram, í lok árs 2014. „Aðal­at­riði svo­nefnds Borg­un­ar­máls eru í raun ein­föld eins og þau snúa að Lands­bank­an­um. Við hefð­u­m betur selt hlut­inn í opnu sölu­ferli og séð fyrir mögu­lega hlut­deild Borg­unar í sölu­and­virði Visa Europe. ­Mik­il­væg­ast er að engir ann­ar­legir hvatar lágu að baki þeirri ákvörðun bank­ans að selja hlut­inn á þann hátt ­sem gert var, heldur ein­vörð­ungu hags­munir Lands­bank­ans eins og þeir voru metnir á þeim tíma. Lands­bank­inn er búinn að birta opin­ber­lega þær upp­lýs­ingar sem að honum snúa og Fjár­mála­eft­ir­litið og ­Banka­sýsla rík­is­ins hafa fjallað um það og sagt sitt álit. Framundan er umbeðin úttekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. ­Bank­inn hefur dregið lær­dóm af þeirri umræðu sem varð í kjöl­far umræddra við­skipta og allt verk­lag þessu tengt er í end­ur­skoð­un. Fyrir tveimur vikum síðan breytti Lands­bank­inn með sam­hljóða ákvörðun banka­ráðs ­stefnu sinni um sölu eigna og skil­greindi nýja stefnu vegna orð­spors­á­hætt­u,“ sagði Tryggvi.

Þetta er rétt hjá Tryggva. Áhrifa­máttur þess að aug­lýsa eignir til sölu, sem almenn­ingur á, er ekki aðeins til að auka gagn­sæi og draga úr tor­tryggni. Heldur ekki síður til að stuðla að sam­keppni um grein­ing­ar­matið á virð­inu. Því fleiri sem eru að berj­ast um eign­irn­ar, því lík­legra er að ítar­legra mat fari fram á virði þess sem er verið að selja. Ein­falt en áhrifa­mik­ið, og alltaf til hags­bóta fyrir selj­anda. Þetta voru því aug­ljós­lega mikil mis­tök hjá Lands­bank­an­um.

Þetta er ekki létt­vægt atriði, heldur mik­il­vægt, og því eðli­legt að fjöl­miðlar beini spjót­unum að þessu atriði sér­stak­lega, það er sjálfri aðferð­ar­fræð­inni í sölu­ferl­inu.

Kjarn­inn hefur greint ítar­lega frá Borg­un­ar-­máli frá fyrsta degi, og öllum hliðum þess. Allir fjöl­miðlar í land­inu hafa vita­skuld gert það sömu­leið­is, en þegar stjórn­mála­menn létu sig málið varða - með beinum yfir­lýs­ingum og afskiptum - þá varð málið strax að stærra máli. Auk þess er stefna Lands­bank­ans, þegar kemur að sölu eigna, mik­il­vægt mál fyrir almenn­ing í ljósi þess að hann á bank­ann, eða ríf­lega 98 pró­sent hlut í hon­um. 

Það sem lítið hefur verið rætt um, er hvort þessi póli­tísku afskipti af banka­ráð­inu, í gegnum Banka­sýslu rík­is­ins - eftir beinum und­ir­liggj­andi skip­unum frá Bjarna Bene­dikts­syni, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra - séu rétt leið til að taka á svona mál­um. Skipun um að reka banka­stjórnn, Stein­þór Páls­son, sem greint hefur verið frá, er undir sama hatti í þessum efn­um. 

Þetta er erfið lína að feta, og sagan dæmir oft hlut­ina með öðrum hætti, þegar rykið hefur sest og yfir­sýnin er meiri og atburða­rásin sömu­leið­is. Stjórn­mála­menn þurfa að fara var­lega, ekki síst í ljósi þess í hvaða veru­leika íslenska fjár­mála­kerfið er nú, þar sem ríkið á Lands­bank­ann að nán­ast öllu leyti, Íslands­banka 100 pró­sent og 13 pró­sent í Arion banka. Við bæt­ast svo lána­sjóðir eins og Íbúða­lána­sjóð­ur, LÍN og Byggða­stofn­un. Sam­tals er ríkið með nærri 80 pró­sent hlut­deild á fjár­mála­mark­aði.

Þetta er við­kvæm staða, svo ekki sé meira sagt, og von­andi átta stjórn­mála­menn sig á því.

Stjórn­mála­menn þurfa líka að líta í eigin barm í þessu máli, og velta því upp hvernig megi gera lög og reglur skýr­ari, þegar kemur að sölu á eignum bank­anna. Það er full þörf á því, en Fjár­málam­eft­ir­litið hefur til þessa gefið bönk­unum mik­inn slaka í þessum mál­um, og leyft þeim að stunda óskyldan rekstur í gegnum eign­ar­hald á fyr­ir­tækjum í atvinnu­líf­inu, árum sam­an. Þetta er bannað sam­kvæmt lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki, nema með und­an­þágu FME og hefur henni verið beitt frjáls­lega á und­an­förnum árum. Þetta er eitt þeirra atriða sem Alþingi hefði getað markað betur með skýr­ari lög­gjöf. Það er hverstu lengi bank­arnir geta haldið á fyr­ir­tækjum í óskyldum rekstri. Næg eft­ir­spurn er eftir eign­um, svo það ættu ekki að vera rök í mál­inu, að bankar eigi að fá end­an­lausan tíma til að reyna að hámarka virði eign­anna. Til lengdar er það frá­leit staða að bank­arnir séu lán­veit­endur fyr­ir­tækja á sam­keppnis­mark­aði, og rekstr­ar­að­ilar þeirra sömu­leið­is.

Alþingi hefði átt að leggja betri línur fyrir FME og bank­anna í þessum efn­um, eig­enda­stefna Banka­sýsl­unnar hefði þá haft sterk­ari grunn til að byggja á.

Þessi efn­is­at­riði, sam­an­tek­in, eru mik­il­væg þegar kemur að því að end­ur­heimta traust í sam­fé­lag­inu og þá sér­stak­lega á fjár­mála­kerf­inu. Von­andi tekst nýju banka­ráði í Lands­bank­anum vel upp í rekstri bank­ans á næst­unni, og markar sér á sama tíma skýra stefnu um að breyta bank­anum ekki í stofnun sem útdeilir pen­ingum undir póli­tískum þrýst­ingi. Það er hroll­vekj­andi til­hugs­un.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None