Vafningar eða verðmætasköpun?

Árni Páll Árnason
Auglýsing

Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „f­in­anci­alisation“ í atvinnu­líf­inu. Hug­takið er ekki auð­þýð­an­legt en lýsir því þegar til verður pen­inga­af­urð sem auðgar þá sem yfir hana kom­ast, án þess að hún skapi nein ný sam­fé­lags­leg verð­mæti. Það mætti kalla þetta „fjár­pökk­un“ því þarna eru búnir til vafn­ingar en það má líka hugsa hug­takið „ónytja­fjár­sýsla“ – því hér erum við að tala um fjár­sýslu sem þjónar ekki neinum hags­mun­um raun­hag­kerf­is­ins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með trygg­ing­u í ann­arra manna fé eða almanna­fé.

Íslenskt efn­hags­líf er gegn­sýrt af þessu og hefur verið alla ­tíð. Menn hafa auðg­ast á að kom­ast yfir aðstöðu eða eignir rík­is­ins allan lýð­veld­is­tím­ann, án þess að eiga fyrir þeim.

Auglýsing

Mars­hall-að­stoðin rann til útval­inna, útvaldir fengu ein­ir að sinna verk­töku fyrir Varn­ar­liðið og rukka ógrynni fjár fyr­ir, útvaldir feng­u að vita um geng­is­fell­ingar á undan öðrum og gátu átt við­skipti á gamla geng­in­u, út­valdir fengu einir lóðir í Reykja­vík, útvaldir fengu að eign­gera kvót­ann þegar kvóta­kerf­inu var komið á, útvaldir fengu að kaupa rík­is­eignir á und­ir­verði þegar einka­væð­ing rík­is­eigna hófst á níunda og tíunda ára­tugnum og út­valdir fengu einir að kaupa bank­ana þegar þeir voru einka­væddir rétt fyr­ir­ hrun.

Þessu verður að breyta með nýjum grund­vall­ar­reglum í við­skipta­líf­inu. Við eigum að setja fram­leiðni­aukn­ingu en ekki bólu­gróða í for­gang atvinnu- og efna­hags­mála­stefn­unn­ar. Hag­vöxtur og hag­vöxtur er ekki það ­sama. Vöxtur sem byggir undir fjöl­breytt atvinnu­líf og stendur undir vel ­laun­uðum störfum fyrir venju­legt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólu­gróða eykur mis­skipt­ingu, lyftir þeim allra rík­ustu og skaðar almenna vel­sæld. Mark­aðsvið­skipti eru af hinu góða, en það er ekki gott ef við­skipt­i ­byggja á því að vel tengdir aðilar véli með ann­arra manna fé og auðg­ist á því, hvorki frá hag­fræði­legu né póli­tísku sjón­ar­miði. Það á líka ekk­ert skylt við heil­brigðan mark­að.

Þess vegna er grund­vall­ar­at­riði að tryggja almenn­ingi í land­inu arð af sam­eig­in­legum auð­lindum og arð af rík­is­eignum og gefa ófrá­víkj­an­leg fyr­ir­mæli um sam­keppni um sölu þeirra. Við þurfum líka að inn­leiða fyrn­ing­ar­leið í sjáv­ar­út­vegi, sem allir hljóta nú að sjá að er besta ­leiðin til að tryggja nýlið­un, sam­keppni og full­nægj­andi arð af auð­lind­inni til­ al­menn­ings.

Við þurfum líka að nýta það tæki­færi sem nú er að opn­ast með­ ráð­andi umsvifum rík­is­valds­ins á fjár­mála­mark­aði til að laga banka­kerfið að þörfum almenn­ings, heim­il­anna og verð­mæta­skap­andi fyr­ir­tækja. Þess vegna hef­ur ­Sam­fylk­ingin boðið hinum heims­fræga hag­fræð­ingi, John Kay, til lands­ins 24. a­príl nk. Kay hefur nýlega skrifað merka bók sem ber nafnið „Other peop­le‘s mo­ney“ og fjallar um það öng­stræti sem fjár­mála­kerfi Vest­ur­landa er komið í og ­vand­ann sem fjár­pökkun eða ónytja­fjár­sýsla skapar á kostnað alls almenn­ings. Í því skyni þarf að hugsa stórt. Við höfum oft talað um aðskiln­að fjár­fest­ing­ar­banka og við­skipta­banka, en það er langt frá því að duga. Það þarf ­miklu stór­tæk­ari breyt­ing­ar. Eigna­stýr­ing á í öllum til­vikum að fara út úr ­bönk­um, enda eiga bankar ekk­ert með að fjár­festa fyrir ann­arra manna fé. Það þarf líka að banna beinar fjár­fest­ingar banka í fyr­ir­tækj­um. Svo þarf að verja ­sér­stak­lega inn­stæður almenn­ings og aðskilja þær annarri starf­semi banka.

Besta dæmið um það hvernig við höfum gleymt okkur í úreltri um­ræðu er sú stað­reynd að eng­inn talar á Íslandi í dag um að allra hand­anna ­sjóðir sinna nú í reynd banka­starf­semi með útlánum til fyr­ir­tækja, án þess að lúta neinum reglum af hendi hins opin­bera. Það er und­ar­leg afleið­ing hertra reglna um banka­starf­semi eftir alþjóð­lega fjár­málakreppu að stærri hlut­i út­lána­við­skipta en nokkru sinni fyrr lúti alls engum leik­regl­um!

Við þurfum að takast á við veru­leik­ann eins og hann er. ­Ís­lenskt efna­hags­líf þarf grund­vall­ar­breyt­inga við og tæki­færið til að gera þær er nún­a. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None