Þyrnirósarlýðræði

Auglýsing

Síð­ustu daga hefur verið klifað á því að í haust standi til að „virkja lýð­ræð­ið“ með því að kjósa til Alþingis áður en ­kjör­tíma­bilið sé úti. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur end­ur­tekið þennan frasa nokkrum sinnum eins og til­ að leggja áherslu á mik­il­vægi lýð­ræð­is­legra stjórn­ar­hátta. Í þessum orðum (og ­með­fylgj­andi gjörð­um) birt­ist afar sér­stök sýn á lýð­ræði sem ég vil gera þrenns ­konar athuga­semdir við.

(1) Lýð­ræð­i ­sem stjórn­skipan er alltaf virkt. Hug­mynd Bjarna virð­ist vera að lýð­ræðið sofi á milli kosn­inga en að til­tekn­ir ráða­menn geti vakið það upp ef sér­stakt til­efni er til. Þetta mætti kalla ­Þyrni­rós­ar­lýð­ræði því svefn­inn langi er þá eitt meg­in­ein­kenni þess.

En lýð­ræðið er alltaf virkt og aldrei sof­and­i. Það er hvorki sér­stakt hlut­verk for­sæt­is­ráð­herra eða fjár­mála­ráð­herra, eða ann­arra í rík­is­stjórn, að virkja lýð­ræð­ið. End­an­legt vald liggur hjá kjós­end­um og lög­gjaf­ar­valdið (Al­þingi) og fram­kvæmd­ar­valdið (rík­is­stjórn) vinnur á end­anum í umboði kjós­enda. Þetta umboð gerir ráð fyrir trausti og því er sú ­spurn­ing í raun­inni alltaf mögu­leg hvort við­eig­andi sé að rjúfa þing og boða til kosn­inga áður en kjör­tíma­bil er lið­ið. Yfir­leitt er það ekki við­eig­and­i, heldur þvert á móti eðli­legt að alþingi og rík­is­stjórn starfi út kjör­tíma­bil á sömu for­sendum og leiddu til þess hverjir voru kosnir í sein­ustu kosn­ing­um. En ef traust er ekki lengur fyrir hendi, skortir yfir­valdið það lýð­ræð­is­lega rétt­mæti sem gerir beit­ingu hins lýð­ræð­is­lega valds, bæði lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds, ásætt­an­lega fyrir þá sem þurfa að lúta vald­inu (sbr. það sem Elvira Méndez Pinedo kallar „þjóð­mæti“).

Auglýsing

(2) Lýð­ræð­i er meira en útdeil­ing valds. Úr orðum Bjarna má lesa hug­mynd um að lýð­ræði varði fyrst og fremst útdeil­ing­u ­valds – að hlut­verk kjós­enda sé að velja í valda­stóla en þess á milli sofi þeir vært. Svefn borg­ar­anna ein­kennir lýð­ræð­is­lega þátt­töku og því getum við aft­ur ­talað um Þyrni­rós­ar­lýð­ræði. Sam­kvæmt þessu er póli­tíkin fyrst og síð­ast ­valda­tafl og hið lýð­ræð­is­lega vald er í eðli sínu lykla­völd. Stjórn­skip­an­in skil­greinir til­teknar valda­stöður og til­gangur hins lýð­ræð­is­lega ferlis er ­fyrst og fremst að velja í þær. Vald­inu má svo beita að vild svo fram­ar­lega sem ­vald­haf­inn stígi ekki út fyrir ramma laga. Það sem stundum er kall­að „lýð­ræð­is­legt aðhald“ felst þá ein­göngu í því að standa skil gjörða sinna þeg­ar lýð­ræðið verður virkt í kosn­ing­um.

En lýð­ræði snýst ekki bara um útdeil­ingu valds heldur einnig um með­ferð valds. Í lýð­ræði er jafnan óvið­eig­andi að rétt­læta vald­beit­ingu á þeim for­sendum að til­tek­inn ein­stak­lingur hafi verið þess bær að beita vald­inu vegna þess að hann hafi verið hand­hafi valds­ins. Slík rétt­læt­ing segir ein­ungis til um lög­mæt­i ­vald­beit­ingar en ekk­ert um það hvort vald­beit­ingin hafi verið lýð­ræð­is­lega rétt­mæt. Lýð­ræð­is­legt rétt­mæti gerir ráð fyrir því að lýð­ræð­is­leg gildi séu höfð í heiðri, að ákvarð­anir séu teknar með gegn­sæjum hætti og að þær meg­i rétt­læta á for­sendum sem ekki mis­muni borg­ur­un­um. Hug­myndin um lýð­ræð­is­leg­t rétt­mæti (sem er annað en lög­mæti) hefur verið lyk­il­at­riði í frjáls­lynd­um lýð­ræð­is­hug­myndum Vest­ur­landa allt frá tímum Rous­seaus og frönsku ­bylt­ing­ar­inn­ar. Sá sem beitir valdi í krafti stöðu (kannski í krafti lög­mæt­is), án til­lits til lýð­ræð­is­legra gilda, varpar fyrir róða grunn­stoðum hinn­ar vest­rænu lýð­ræð­is­hefð­ar. Slík afskræm­ing lýð­ræð­is­ins birtist okkur nú með­ ­skýrum hætti, t.d. í Rúss­landi, Tyrk­landi, Ung­verja­landi og Pól­landi. Og kannski ættum við að líta okkur nær.

(3) Lýð­ræð­is­leg stjórn er ekki eins og stjórn í fyr­ir­tæki. Í hug­myndum Bjarna birt­ist hug­mynd um lýð­ræð­is­legar kosn­ingar sem séu sam­bæri­legar við kosn­ingar í stjórn fyr­ir­tæk­is á aðal­fundi þess. Sitj­andi stjórn leggur fram árs­reikn­ing félags­ins og á grund­velli hans fal­ast hún eftir áfram­hald­andi stjórn­ar­setu. Árs­reikn­ing­inn – eða árang­ur­inn – er svo fegraður eftir bestu getu á meðan gagn­rýnendur draga fram nei­kvæðar hliðar og reyna að gera ásýnd­ina sem versta. Umræðan verð­ur­ ein­hvers konar blekk­ing­ar­leikur – að vísu gengur ekki hvað sem er, en menn seil­ast eins langt og kostur er. Aðal­at­riðið er samt að umræðan miðar ekki að því (a) að leita að því sem fólk geti sam­ein­ast um, (b) að fólk skilji hvert ann­að, eða (c) að kom­ast að því hvert eigi yfir­leitt að stefna. Mark­mið um­ræð­unnar er ein­fald­lega að fá umboð til að stjórna fram að næstu kosn­ingum á meðan hinn óbreytti hlut­hafi – pöp­ull­inn – sefur (sbr. atriði 2). Lýð­ræð­is­leg um­ræða verður hreint kapphlaup um lykla­völd­in. Hér birt­ist Þyrni­rós­ar­lýð­ræð­ið enn einu sinni, en nú á skamm­vinnri vöku­stund – brátt mun tíma­bil svefns­ins aftur taka við.

En lýð­ræð­is­leg stjórn ríkis er ekki eins og ­stjórn í fyr­ir­tæki. Fyr­ir­tæki eru stofnuð í kringum til­tekna starf­semi og fólk velur að ganga til liðs við fyr­ir­tæki eða snúa við þeim baki. Fólk velur ekki að ganga til liðs við sam­fé­lag heldur fæð­ist það inn í sam­fé­lag. Og sam­fé­lag­ið er ekki stofnað utan um til­tekin verk­efni eða til að vinna að afmörk­uð­u­m hags­mun­um, heldur er það vett­vangur allra sem því til­heyra til að lifa góð­u ­lífi. Þess vegna er rétt­læti æðsta dygð í stofn­unum sam­fé­lags­ins á með­an ­fyr­ir­tækja­rekstur lýtur oft frekar hag­kvæmn­is- og arð­sem­is­sjón­ar­mið­um.

Vegna þess að fólk fæð­ist inn í sam­fé­lag sem ­síðan er umgjörðin um gjörvalla leit þess að hinu góða lífi, er lýð­ræði ekki bara tæki til að taka ákvarð­anir í ljósi and­stæðra skoð­ana og jafn­vel átaka, heldur háttur á að lifa saman þar sem leit­ast er við að ná sátt­um, ekki bara ­mála­miðl­un­um. Og sætt­irnar byggj­ast á sam­eig­in­legri leit að skiln­ingi á því sem er gott fyrir sam­fé­lagið og ein­stak­ling­ana sem þar búa, og sam­eig­in­legri leit að leiðum að þeim mark­miðum sem stefnt er að. Hér skiptir höf­uð­máli að í lýð­ræði er leit­ast við að hafa alla með, líka þá sem eru í minni­hluta.

And­stætt Þyrni­rós­ar­lýð­ræð­inu er til hug­mynd um lýð­ræði sem gerir ráð fyrir því að fólkið – það sem hið lýð­ræð­is­lega vald á rætur í – sé alltaf vak­andi, alltaf virkt og alltaf þátt­tak­andi í umræð­unn­i. ­Stundum er talað um sam­ræðu­lýð­ræði eða rök­ræðu­lýð­ræði (sbr. kafl­ann „Prútt eða rök og rétt­læti“ í bók minni Nátt­úra, ­vald og verð­mæti, sjá líka Ritið, 4. árg. nr. 1, 2004). Sam­kvæmt þess­ari hug­mynd (a) varðar lýð­ræði ekki bara útdeil­ingu valds, heldur lík­a ­með­ferð valds, (b) for­senda vald­beit­ingar er að vald­haf­inn njóti trausts og við­ur­kenn­ingar sem lýð­ræð­is­legur vald­hafi, ekki er nóg að hafa lykla­völd­in, (c) lýð­ræð­is­leg sam­ræða hefur gagn­kvæman skiln­ing og sam­starf að mark­miði en er ekki blekk­ing­ar­leikur – ein­hvers ­konar sölu­mennska eigin ágætis – á fjög­urra ára fresti, og (d) lýð­ræð­is­leg­t rétt­mæti bygg­ist á hóf­semd og virð­ingu, ekki á því að vera hand­hafi lykla­valds.

Rök­ræðu­lýð­ræði verður ekki að veru­leika með því einu að fylgja form­legri stjórn­skipan Íslands. Aðrar for­sendur verða að ver­a til staðar og þá einkum ein: Vald­hafar – þ.e. þeir sem ráða mestu um hvern­ig ­valdi er beitt, hvaða vald­mörk þeir sem hafa lykla­völdin virða, hvern­ig póli­tísk umræða er iðkuð og hvernig ákvarð­anir eru rétt­lættar – verða að hafa það sem við gætum kallað lýð­ræð­is­lega sóma­til­finn­ingu. Eig­in­legt lýð­ræði verð­ur­ aldrei að veru­leika nema vald­hafar sjái sóma sinn í því að virða lýð­ræð­is­leg ­gildi og starfa í anda þeirra. Því miður hefur reynslan oft verið sú – ekki síst síð­ustu vik­urnar – að vald­hafar reyna eftir fremsta megni að snið­ganga lýð­ræð­is­leg gildi til að halda í völdin.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None