Bréf til Ólafs Ragnars

Auglýsing

Manstu, Ólaf­ur, eftir Kefla­vík­ur­göng­unni sum­arið 1987? Þú varst nýorð­inn for­maður Alþýðu­banda­lags­ins, hélst bar­áttu­ræðu yfir okkur sem höfðum safn­ast saman í upp­hafi göng­unnar við aðal­hliðið að her­stöð­inni á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þú hvattir okkur til dáða, sagðir eitt og annað um mik­il­vægi máls­ins. Síðan gengum við af stað – en þú sett­ist upp í bíl sem bar þig mjúk­lega til Reykja­vík­ur. Við hin gengum alla leið. Ég man að mér fannst þetta svo­lítið ein­kenni­legt, því þú hafðir ekk­ert afsakað þig, bara horfið á braut. Sjálfur for­mað­ur­inn. Ein­hverjum klukku­tímum síðar sígur gangan fram­hjá Skafta­hlíð­inni, með stefn­una á Lækj­ar­torg. Og hver birt­ist þá skyndi­lega, göngu­móð­ur, í striga­skóm, í fremstu röð, nema þú, Ólafur Ragn­ar, eins og þú hefðir gengið hvert skref með okkur frá aðal­hlið­inu til Reykja­vík­ur, hinn stað­fasti for­mað­ur, leið­tog­inn sem tekur sér stöðu með fólki sínu.

Að hag­ræða stað­reyndum

Við getum auð­vitað haft okkar skoð­anir á Kefla­vík­ur­göng­unni, and­stöð­unni gegn banda­ríska hern­um, en það skiptir ekki máli hérna. Það sem skiptir máli er breytni þín. Ég hef nefni­lega oft hugsað um þetta. Auð­vitað gastu haft þínar ástæður fyrir að taka ekki þátt í göng­unni, sem þú studdir svo heils­hug­ar, enda eitt af helstu bar­áttu­málum þess flokks sem þú varst for­maður fyr­ir. Góðar og gildar ástæð­ur. En ég hef hugsað um það hvernig þú birt­ist þarna skyndi­lega meðal okk­ar, einmitt þegar stytt­ist í komu fjöl­miðla, og til fara eins og þú hefðir gengið alla leið. Það virt­ist sem þú vildir láta líta út fyrir að sú værir raun­in. Að þú hefðir gengið alla leið. Þá má því segja að þú hafir verið að hag­ræða stað­reynd­um. Þetta var hegðun þess sem leggur áherslu að vera á réttum stað og fara stystu leið­ina þang­að.

Þessi Kefla­vík­ur­ganga var farin fyrir næstum þremur ára­tug­um. Eftir því sem árunum hefur undið fram hef ég ekki getað varist því að draga þá álykt­un, að þessi atburður hafi sýnt í hnot­skurn hversu langt hægt er að kom­ast með því að hag­ræða hlutum sér í hag.

Auglýsing

Þú hefur setið lengi sem for­seti. Greindur mað­ur, slyng­ur, hefur líka átt þína góðu spretti; ánægður var ég með þig þegar þú stöðv­aðir fjöl­miðla­frum­varp Dav­íðs Odds­son­ar, frum­varp sem hann virt­ist hafa samið í hálf­gerðu bræðiskasti við eld­hús­borð­ið. Ég var ánægður vegna þess að þar stöðv­aðir þú ein­ræð­istil­burði for­sæt­is­ráð­herra sem taldi sig ómissandi, hafa full­kom­lega rétt fyrir sér í öllum mál­um, og fannst leik­reglur lýð­ræðis og fag­mennsku flækj­ast óþarf­lega fyr­ir. Síðan liðu ár.

Kemst skil­grein­ingin á íslensku lýð­ræði fyrir í þremur nöfn­um?

Og góð­ærið kom. Þá voru veisl­ur. Við þurfum ekki að rifja það upp. Samt hljótum við að gera það núna, þegar þú býður þig fram til emb­ættis í sjötta sinn; hvernig þú not­aðir stöðu þína og emb­ætti til að aug­lýsa útrás­ar­vík­inga víða um heim. Tal­aðir um þá sem snill­inga, ein­stæða hæfi­leika­menn og fána­bera Íslands. Ekki löngu síðar kom í ljós að margir þeirra eru með afar hæpna sið­ferð­is­kennd, og sitja nú sumir inni fyrir stór­felld svik. Þar fórstu illa með emb­ætt­ið, þar gerðir þú alvar­leg mis­tök; lést sið­litla menn spila á þig eins og vel stillt hljóð­færi. Eftir hrunið var skrifuð mikil og vönduð Rann­sókn­ar­skýrsla þar sem þú varst gagn­rýndur af festu fyrir þetta. Eðli­lega voru fleiri gagn­rýndir í því riti, full ástæða til, en tveir skáru sig úr þegar kom að við­brögðum við þeirri gagn­rýni: þú og þinn forni fjand­vin­ur, Davíð Odds­son. Þar sýnduð þið dap­ur­legan skort á auðmýkt. 

Stundum virð­ist þið Davíð – maður með skít­legt eðli, sagðir þú einu sinni um hann úr ræðu­stól Alþingis – af sama meiði. Sem og hinn ungi Sig­mundur Dav­íð. Menn sem að eigin mati gerið aldrei mis­tök. Fari eitt­hvað úrskeiðis kennið þið öðrum um. Alveg eins og þú kenndir útrás­ar­vík­ing­unum um að mis­nota for­seta­emb­ætt­ið, og þú stikk­frí, sak­laust lamb. Það er vont að vera ófær um að við­ur­kenna mis­tök, og bein­línis hættu­legt ef slíkt ein­kennir for­ystu­mann þjóð­ar. Þeir sem telja sig aldrei gera mis­tök verða of vissir með sig, líta á sig sem ómissandi og yfir flest lög­mál hafna. Stundum brýst það út í hroka, eins og hjá Davíð Odds­syni. Stundum í ein­kenni­legu sam­blandi af frekju og und­ar­legu dóm­greind­ar­leysi eins og hjá Sig­mundi Davíð síð­ustu daga hans í því emb­ætti sem þú leiddir hann í fyrir þremur árum. Og stund­um, eins og í þínu til­viki núna, í þeirri botn­föstu vissu að eng­inn annar meðal íslensku þjóð­ar­innar valdi emb­ætti for­seta lands­ins. Grikkirnir köll­uðu slíkt hybris, það þýðir ofmetn­að­ur, og hefur aldrei í sögu manns­ins komið góðu til leiða.

Karlar sem virt­ust svo yfir­fullir af sjálfs­vissu og sjálfs­ör­yggi að við trúðum ósjálfrátt á yfir­burði ykk­ar, og völdum ykkur til for­ystu. Ykkur Davíð ítrek­að. Er það þess vegna sem lýð­ræðið á Íslandi er svo van­þró­að, vegna þess að við föllum svo auð­veld­lega fyrir körlum með of mikið sjálfs­traust og þá sann­fær­ingu að heim­ur­inn farist án þeirra? Og skil­grein­ingin á íslensku lýð­ræði kom­ist þar með fyrir í þremur nöfn­um: Davíð Odds­syni, Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, Ólafi Ragn­ari Gríms­syn­i. 

Ert þú, Ólaf­ur, eftir 20 ár í emb­ætti, kannski ein ástæða þess að hlut­irnir eru svo fjarri því að vera í lagi hér á Íslandi – eins og sann­að­ist svo átak­an­lega í beinni útsend­ingu og umfjöllun marga helstu fjöl­miðla heims­ins nú fyrir skömmu?

Maður for­tíðar

„Helsta ein­kenni lýð­ræð­is­ríkja“, skrifar Haukur Arn­þórs­son doktor í stjórn­sýslu­fræðum „eru tíð manna­skipti í æðstu stöð­u­m.“ Þannig virki lýð­ræð­ið, þess vegna höfum við kosn­ingar á fjög­urra ára fresti. Með öðrum orð­um: það er ekki gott fyrir lýð­ræðið ef sami ein­stak­lingur situr of lengi í valda­miklu emb­ætti. Sama hversu fær hann er. Hættan er auð­vitað sú að emb­ættið muni lit­ast of mikið af per­sónu hans, og að við­kom­andi fari ósjálfrátt að líta svo á að emb­ættið til­heyri hon­um. Þá stirðnar eitt­hvað í lýð­ræð­inu. Þá hættir það að virka eins og það á og verður að virka.

Ég veit, Ólaf­ur, að þú ert ánægður með þitt fram­lag, en eftir tutt­ugu ár í emb­ætti for­seta Íslands hefðu nær allir séð sæng sína upp reidda, þótt fyrr hefði ver­ið, og yfir­gefið svið­ið. Þekkt sinn vitj­un­ar­tíma. Haft það mikla virð­ingu fyrir lýð­ræð­inu, og skiln­ing á eðli þess. Og þú hefðir getað farið með sæmd. Þrátt fyrir þín mis­tök, loðnu yfir­lýs­ingar og reglu­lega leik­þætti í fjöl­miðl­um. En gerðir það ekki. Getur það verið að hégóm­inn og sjálfs­vissan hafi blindað þig?

Helst vildi ég hvetja þig til þess að draga fram­boð þitt til baka, með þeim orðum að það sé lýð­ræð­inu fyrir bestu að hleypa nýjum kröftum að. Þú gætir bætt því við að þú treystir þjóð­inni algjör­lega til að velja verð­ugan kandídat. En ég geri það ekki, það hefur ekk­ert upp á sig. Þú telur þig ómissandi. Doktor í stjórn­mála­fræði en hefur misst sjónar á grund­vall­ar­lög­málum lýð­ræð­is; tíð manna­skipti. Eða öllu held­ur; setur þig hærra þeim lög­mál­um. Þú ert orðin hindrun fyrir nauð­syn­legar breyt­ing­ar. En það má segja að þú kunnir að birt­ast á réttum stöð­um, kannt að setja þig á svið – kamelljón, vind­hani sem snýst áreynslu­laust með vind­in­um. Þú virð­ist því miður ennþá vinna eins og sá Ólafur Ragnar sem hélt þrum­andi ræðu yfir fólki í Kefla­vík­ur­göng­unni sum­arið 1987, brýndir það í bar­átt­unni, lést þig síðan hverfa en birt­ist aftur þegar það var búið að heyja bar­áttuna, og eign­aðir þér heið­ur­inn. Sjálfs­traust þitt, óhagg­an­leg vissa um að þú hafir ætíð rétt fyrir þér, og þeir sem séu ósam­mála hafi þar af leið­andi alltaf á röngu að standa, er fyr­ir­staða eðli­legrar þró­unar lýð­ræðis á Íslandi. Þeir sem kjósa þig eru þar með að kjósa hið gamla Ísland, þeir eru að kjósa sam­fé­lag Dav­íðs Odds­son­ar, Sig­mundar Dav­íðs og Ólafs Ragn­ars. Þeir eru ein­fald­lega að kjósa gegn fram­tíð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None