Endurheimtum samfélagið okkar og stjórnmálin!

Sema Erla Serdar
Sema Erla Serdar
Auglýsing

Íslenskt sam­fé­lag hefur verið og er í stöðugri þró­un. Breytt sam­fé­lag þýðir breyttar áhersl­ur. Nýir tímar þýð­ir nýjar áskor­an­ir. Krafan um ný stjórn­mál, nýjar áhersl­ur, nýtt fólk og ný vinnu­brögð í stjórn­málum hefur aldrei verið hávær­ari og hún hefur sjaldan ver­ið rétt­mæt­ari.

Við lifum á tímum þar sem ­stjórn­mála­menn hafa orðið upp­vísir að spill­ingu en sitja sem fast­ast. Við lif­um á tímum þar sem flokkar þess­ara stjórn­mála­manna mæl­ast samt sem áður með­ óskilj­an­lega hátt fylgi. Stjórn­mála­menn sitja sem límdir við stóla sína á sama tíma og við horfum upp á land­flótta ungs fólks, hús­næð­is­markað sem er í mol­um, ónýtt heil­brigð­is­kerfi og aðför að mennta­kerf­inu.

Áherslan hefur verið á kol­ranga hluti, stofn­anir sam­fé­lags­ins eru rúnar trausti og fólkið í land­inu er kom­ið ­með upp í kok af aðgerð­ar­leysi stjórn­valda í málum sem snerta hags­mun­i al­menn­ings en það reyn­ist erfitt að finna hópa í sam­fé­lag­inu sem ekki eru enn að berj­ast fyrir bættum kjörum, virð­ingu og rétt­læti árið 2016.

Auglýsing

Sér­hags­muna­öflin og auð­vald­ið hafa alltof lengi ráðið för í sam­fé­lag­inu og við hin höfum um of langan tíma þurft að lúta í lægra haldi. Kerf­is­breyt­ingar reyn­ast ómögu­leg­ar, lof­orð eru ­svik­in, gagn­sæið er ekk­ert og lýð­ræðið hefur orðið undir í keppn­inni um völd og auð. Íslensk stjórn­mál hafa ekki end­ur­speglað þá fjöl­breytni sem finna má í ís­lensku sam­fé­lagi um langan tíma og hinn almenni borg­ari hefur lítið sem ekk­ert að segja um stöðu mála. Það hefur valdið því að trúin á stjórn­mál­unum er horfin og fáir stjórn­mála­menn njóta trausts.

Gam­al­dags flokkapóli­tík­, klíku­skapur og Alþingi sem virð­ist oft á tíðum ekki vera í neinum tengslum við ­sam­fé­lagið er ein­fald­lega ekki í lagi leng­ur. Það er mik­il­vægt fyrir þá ­stjórn­mála­flokka og stjórn­mála­menn sem ætla sér að ná eyrum fólks­ins í land­in­u að fylgja eftir þeirri þróun sem á sér stað í sam­fé­lag­inu. Flokk­ur ­jafn­að­ar­manna er engin und­an­tekn­ing þar á.

Sam­fylk­ingin var stofnuð sem um­bóta­afl fyrir íslenskt sam­fé­lag og til höf­uðs sér­hags­muna­öfl­un­um. Mik­il­vægt er að hún svari því ákalli sem heyr­ist í sam­fé­lag­inu um ný stjórn­mál og ný vinnu­brögð. Sam­fylk­ingin þarf að verða aftur sá sterki jafn­að­ar­manna­flokkur sem hún var stofnuð til þess að vera. Jafn­að­ar­manna­flokkur sem hefur grunn­gildin um frelsi, jöfnuð og sam­stöðu ávallt í hávegum og berst fyrir hags­munum allra, rétt­ind­um al­menn­ings og þeim breyt­ingum sem fólkið vill sjá eins og nýja stjórn­ar­skrá, betri lífs­gæði, jafna skipt­ingu auð­linda og upp­bygg­ingu sam­fé­lags þar sem ungir Ís­lend­ingar geta og vilja byggja sína fram­tíð og hinir sem eldri eru vilja ver­a á­fram hluti af.

Liður í því að svara þessu ákall­i um ný stjórn­mál og ný vinnu­brögð eru kyn­slóða­skipti. Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á póli­tík og mál­efnum sam­fé­lags­ins. Það gæti þó ekki verið fjarri sann­leik­an­um. Það höfum við til dæmis séð með hverri ­sam­fé­lags­bylt­ing­unni á fætur annarri sem hefur komið frá ungu fólki. Unga ­fólk­ið, rétt eins og flestir aðr­ir, hafa bara minni áhuga á stjórn­mála­flokk­um ­sem minna frekar á safn­gripi en hreyfi­afl í sam­fé­lag­inu, úrelt flokka­kerfi og þrætupóli­tík­ og því nennir það til dæmis ekki að mæta á kjör­stað.

Það þýðir þó ekki að við séum ekki að velta því fyrir okkur hvernig sam­fé­lag við viljum byggja og eiga. Við höfum flest öll miklar áhyggjur af stöðu mála og við viljum flest hafa áhrif á sam­fé­lagið til hins betra og koma í frekara mæli að ákvarð­ana­töku í sam­fé­lag­in­u enda eru fáir betur til þess fallnir að skapa fram­tíð ungs fólks og kom­and­i kyn­slóða en við sjálf. Við erum öll að spá í fram­tíð­inni sem við viljum að verði okkur og öðrum áhyggju­laus og frjáls.

Það hefur viðrar vel til bylt­inga að vori síð­ustu ár. Nú er kom­inn tími á að bylta úreltu stjórn­mála­kerfi úr ­sessi. Við þurfum að losna við sér­hags­muna­öflin og gam­al­dags póli­tík og ger­a ­stjórn­málin betri, skemmti­legri, aðgengi­legri og aðlað­andi fyrir þátt­tak­end­ur ­sem og kjós­end­ur. Breyt­ingar ger­ast ekki að sjálfu sér, við þurfum að vera sú breyt­ing ­sem við viljum sjá. Hvort Sam­fylk­ingin verði hluti af þessu ferli verður svar­að ­með því hvort hún sé til­búin til þess að hleypa næstu kyn­slóð jafn­að­ar­manna að ­borð­inu!

Höf­undur er for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fram­bjóð­andi til vara­for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None